Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Morgunblaðið/Styrmir Kári Hreyfing og fræðsla Þórdís og Filip ásamt Kolbrúnu Hebu Árnadóttur. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jóga, qi-gong, tai-chi, kjarn-þjálfun, hugleiðsla, teygjurog styrkur, dans, hugar-leikfimi og möntrukvöld. Allt þetta stendur til boða í Tveimur- heimum, miðstöð sem feðginin Þór- dís og Filip Woolford opnuðu á liðnu hausti. Bæði eru sérfræðingar á sínu sviði og höfðu ástundað líkamslistina qi-gong og tai-chi um árabil áður en þau létu drauminn rætast og stofn- uðu eigin heilsumiðstöð. Þórdís er menntaður qi-gong- kennari og þerapisti frá Qi-gong Institute of Rochester í New York með áherslu á almenna kínverska læknisfræði, næringarfræði og jafn- vægisæfingar og hefur starfað sem einka- og kjarnþjálfi í tólf ár. Á næsta ári lýkur hún námi í kínversk- um nálastungum og grasalækn- ingum. Hún er einnig menntuð í áfengis- og vímuefnaráðgjöf og hef- ur haft átröskunarsjúklinga til með- ferðar. Filip, sem er myndlistar- menntaður, lærði tai-chi í sex ár og hefur sótt fjölda námskeiða hér- lendis sem og í Kína þar sem hann dvaldi um skeið hjá tai-chi-meistur- um til að til að dýpka og auka við þekkingu sína. Sér til fulltingis hafa þau feðginin sex kennara. Kolbrún Heba Árnadóttir er einn þeirra og sér auk þess um markaðs- og kynn- ingarmál. Margbreytileikinn „Markmið okkar er að sameina tvo heima, annars vegar menningu og listir og hins vegar fjölbreytta hreyfingu – næra bæði huga og lík- ama og í rauninni að hreyfa við sjálfri tilvist manneskjunnar í öllum sínum margbreytileika,“ segir Þór- dís. Hugmyndafræðin sem Tveir- heimar byggist á er með austrænum og vestrænum áherslum í bland. Í grunninn er litið á manninn sem eina heild og til að styrkja tilvist hans þarf hann að svitna, hlæja, teygja sig, dansa, hugsa, hugleiða, rökræða, hoppa, hlusta, læra, skilja og æfa jafnvægi. Jafnvægi er leiðarstefið á öllum námskeiðunum. „Að næra huga og líkama snýst fyrst og fremst um ástundun og að njóta lífsins, en ekki meinlæti af neinu tagi. Við boðum ekki að fólk megi ekki borða hitt eða þetta og þurfi að lifa eftir ákveðnum formúlum; verða einhvers konar staðalímyndir. Enginn stendur und- ir slíku,“ segir Þórdís. Öfganna á milli „Margir sem koma til okkar eiga það sameiginlegt að hafa reynt ýmislegt í glímu sinni við andlega og líkamlega kvilla og hafa farið öfg- anna á milli í viðleitni sinni til að verða betur á sig komnir. Annars kemur hingað líka fólk sem hefur ástundað qi-gong-hugleiðslu og tai- chi um árabil og þeir sem vilja læra eitthvað nýtt. Hver og einn hefur sína hentisemi, velur tíma sem hon- um hugnast best, enda engin skyldu- mæting. Fyrirkomulagið er eins og tíðkast á líkamsræktarstöðvum, fólk kaupir sér kort. Við erum með stundaskrá þar sem við bjóðum til dæmis daglega upp á kjarnþjálfun og qi-gong og tai-chi þrisvar í viku, jóga tvisvar í viku, hugleiðslu tvisvar í viku, og dans og heimspeki- hugarleikfimi. Síðan breytum við stundaskránni ef ástæða þykir til, fjölgum væntanlega tímum eftir því sem nýskráningum fjölgar. Utan hefðbundinnar stundaskrár bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið og við- burði allan ársins hring. Þóra Kar- ítas Árnadóttir, leikkona og höf- undur bókarinnar Mörk, og Einar Már Guðmundsson, höfundur Hundadaga, eru með hugleiðslu- upplestur á aðventunni og eftir ára- mótin heldur Þórey Sigþórsdóttir leikkona sjálfstyrkingarnámskeiðið Röddin – vöðvi sálarinnar. Þórdís lætur vel af aðsókninni. Hún segir að Tveirheimar hafi spurst vel út á samfélagsmiðlum, fólk sé forvitið, spyrjist fyrir, komi í auknum mæli í prufutíma – og flestir haldi áfram. Jafnvægi hugar og lík- ama er enda eftirsóknarvert í dags- ins önn og amstri, segir hún. Listin að lifa í jafnvægi Jafnvægi er leiðarstefið á heilsumiðstöðinni Tveir- heimar, sem feðginin Þórdís og Filip Woolford hafa starfrækt frá því í haust. Markmiðið er að næra huga og líkama; sameina tvo heima. Hugmyndafræðin á rætur í bæði austrænni og vestrænni menningu. Æft Filip kennir bæði qi-gong-jafnvægisæfingar og tai-chi-bardagaæfingar. JÓGA - Endurheimtir styrk Í jógatímunum sem byggjast á hatha-jóga er fólki kennt að endur- heimta styrk sinn og með mildum hætti að efla sig andlega sem líkam- lega. Óvæntu kryddi úr fjölbreyttum, listrænum áttum er fléttað inn í sam- veruna. KJARNÞJÁLFUN - Einstaklingsmiðuð aðferð Kjarnþjálfun er einstaklingsmiðuð aðferð, sem byggist á kínverskri læknisfræði og hefðbundinni vest- rænni þjálfun. Kjarnþjálfun krefst lík- amlegrar þjálfunar og aga. Aðferðir eru misjafnar eftir einstaklingum. DANS - Flæði og losun Í dansinum sleppir dansarinn sér í innra flæði og hlustar á líkamann. Líkaminn er hitaður upp við rólega tónlist sem stigmagnast og dans- arinn sleppir sér í villtum takti henn- ar og losar út í flæðinu ótta, kvíða og áhyggjur. Í lokin er tónlistin rólegri og jarðtenging fæst. Danstíminn end- ar á hugleiðslu. HEILDRÆN HEILSU- RÁÐGJÖF - Lífsgæðin efld Heildræn heilsuráðgjöf er lausna- miðuð og persónuleg ráðgjöf byggð á náttúrulegum grunni ætluð til að hjálpa einstaklingnum að taka ábyrgð á og efla eigin heilsu. Hvort sem fólk vill bæta heilsu sína, fyrir- byggja eða vinna sig út úr veikindum. TAI-CHI - Bardagaæfingar Tai-chi eru fornar kínverskar bar- dagaæfingar sem byggjast á að efla eigin orku og styrk. Æfingarnar stuðla að því að ná ró, yfirvegun og styrk í eigin líkama með hægum hreyfingum og einbeitingu. Leiðbein- andi: Filip Woolford. QI-GONG - Jafnvægisæfingar Qi-gong eru fornar kínverskar lífs- orku- og jafnvægisæfingar sem sam- eina hreyfingu, öndun og einbeitingu. Heilsu-qi-gong er kennt í Tveimur heimum og einkennast æfingarnar af öguðum líkamsburði, öndun og ein- beitingu og henta þeim vel sem glíma við stoðkerfisvandamál, háan blóð- þrýsting, streitu, gigt, liðverki og vöðvaverki. HUGLEIÐSLA - Án umbúða Hugleiðsla á grunni qi-gong. Að- ferðir við hugleiðslu eru margar, markmiðið er þó ávallt hið sama: að skapa hugarró til að njóta betur alls þess sem gert er og gerist. Hug- leiðslan er umbúðalaus, allt sem til þarf er kyrrð og einbeiting. TEYGJUR OG STYRKUR - Með austrænu ívafi Teygjurnar eru hefðbundnar með austrænu ívafi og teygt á öllum vöðv- um líkamans. Mikil áhersla er lögð á öndun, tekinn góður tími í hverja teygju og í lok tímans er djúpöndun, sem er slakandi og orkugefandi. Markmið er að fólk finni fyrir líkam- anum og stýri huganum í slökun. MÖNTRUKVÖLD - Jafnvægi hugans Möntrur koma jafnvægi á hugar- starfsemina og er ástundun í að vera meðvitaður um hugsanir sínar. Möntrur innihalda tíðni sem við vekj- um þegar við kyrjum og skapa tónar möntrunnar þá tíðni sem hefur ró- andi áhrif á heila og líkama. HUGARLEIKFIMI- Heimspeki-kaffihús Heimspekikaffihúsið er angi af al- þjóðlegri hreyfingu sem gengur út á að iðka heimspeki utan veggja há- skóla. Í hugarleikfimi eru gestir sjálf- ir sérfræðingarnir. Þjálfuð virk hlustun, rökhugsun og tjáning. Jóga, dans ofl. mbl.is alltaf - allstaðar 50-80% afsláttur 4.-6. desember - Smáratorgi FACTORY OUTLET
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.