Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall
Omega 3 fitusýra
Meiri virkni
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Læknar
mæla með
selaolíunni
Selaolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Selaolía
Óblönduð
– meiri virkni
fólkinu, láta það vinna, jafnvel börn-
in, og greiða háa leigu, allt upp í 200
dollara eða tæplega 30 þúsund krón-
ur á mánuði. Almennt fer leiguverð-
ið hækkandi og fólkið safnar miklum
skuldum.
Flestir Sýrlendinganna í Líbanon
búa svo við annan kost, s.s. í hálf-
byggðum húsum, bílskúrum, vöru-
skemmum eða fá að halla höfði á
gólfi verslana sem þeir vinna í til að
sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.
Flóttamennirnir mega hins vegar
ekki vinna, það er ólöglegt. Skulda-
fen margra er orðið svo djúpt að ör-
vænting hefur gripið um sig síðustu
mánuði. Þá er flótti til Evrópu oft
eina leiðin.
„Við viljum fara til Evrópu þar
sem við getum átt von um betra líf.
Hér höfum við ekki efni á brauði.
Við viljum fá að lifa, geta borðað og
notið þess að vera til,“ segir Haya
sem býr ásamt 10 ættingjum sínum í
litlu tjaldi sem veggfóðrað er með
auglýsingaplakötum. Þau hafa ekki
lengur efni á leigunni, 90 dollurum á
mánuði. „Ég vinn á hvítlauksakr-
inum,“ segir gamla konan á meðan
ömmubarnið hennar, Sabeen, skott-
ast í kringum hana. „Hvernig ann-
ars gæti ég lifað ef ég hefði enga
vinnu?“
70% undir fátæktarmörkum
Um 90% allra sýrlenskra flótta-
manna í Líbanon eru nú komnir í
töluverðar eða miklar skuldir og
hafa þær aukist að meðaltali um 22%
það sem af er ári. Þeir skulda m.a.
leigu, verslunareigendum fyrir mat-
vörur og hafa þurft að fá lánaða pen-
inga hjá nágrönnum og ættingjum
fyrir helstu nauðsynjum. 70% þeirra
eru nú undir fátæktarmörkum. Þeir
hafa engan veginn í sig og á.
„Satt best að segja fer ástandið sí-
fellt versnandi,“ segir Violet War-
nery, aðgerðastjóri UNICEF á vett-
vangi í Líbanon. „Þetta er lífsbar-
átta, sá hæfasti lifir af. Þegar þau
komu hingað fyrst þá áttu þau mörg
sparifé. Voru með von í hjarta. Gátu
unnið. Þau höfðu tækifæri. Það er
búið að taka þetta allt frá þeim.“
Nú er spariféð á þrotum. Þeim er
nær öllum stranglega bannað að
vinna og styrkir frá hjálparstofn-
unum hafa lækkað. Aðeins þeir sem
eru í sárri neyð fá nú vasapening
mánaðarlega frá World Food Pro-
gram. Í fyrstu fengu 900 þúsund
flóttamenn þá aðstoð, nú aðeins 600
þúsund. Og upphæðin hefur lækkað
úr 30 dollurum í 21 á hvern fjöl-
skyldumeðlim. En það lifir enginn á
2.700 krónum á mánuði í landi þar
sem brauð kostar 130 krónur að
meðaltali á mörkuðum og mjólk-
urlítrinn um 260 kr.
Barnaþrælkun að aukast
Því hafa margir orðið að grípa til
þess örþrifaráðs að láta börnin sín
vinna, vægar er tekið á slíku ef upp
kemst en fullorðnum sem stunda
svarta vinnu. Dæmi eru um að 5 ára
börn vinni fyrir fjölskyldunni og að
þeim séu greiddir 3-4 dollarar, 400-
500 krónur, fyrir fullan vinnudag.
Börnin vinna á ökrum, á veitinga-
húsum í borgunum eða selja blóm og
fleira á götunum. Sum neyðast til að
betla. Og börnin sem þurfa að vinna
ganga ekki skóla. Nú hafa dyr al-
menningsskóla í Líbanon verið opn-
aðar fyrir börnunum frá Sýrlandi og
um 200 þúsund þeirra eru skráð í
nám í vetur af um 400 þúsund sem
eru í landinu og á skólaaldri. „En
þar sem börnin þurfa mörg að vinna
höfum við fundið fyrir ákveðnu bak-
slagi,“ segir Violet en eitt meg-
inverkefni UNICEF og Flótta-
mannastofnunar hefur verið að ná
samkomulagi við stjórnvöld um að
opna skólana fyrir flóttabörnunum. Í
fyrra þurftu um 6.000 sýrlenskar
fjölskyldur að taka börnin sín úr
skóla vegna vinnu.
Munu aldrei fara í skóla
„Það er ákveðinn hópur þessara
barna sem mun aldrei aftur snúa í
skóla,“ segir Tanya Chapuisat, yf-
irmaður UNICEF í Líbanon.
„Ástandið hér hefur breyst mikið á
stuttum tíma. Þau eru föst í grimmi-
legum vítahring skulda. Þetta veldur
þeim áhyggjum og það er lítil von til
staðar. Þau eru viðkvæmari nú en
fyrir ári og þau eru svartsýnni.“
Eitt af því sem UNICEF er að
gera til að bregðast við skertri
skólagöngu barna er að bjóða upp á
fjölbreyttara nám, m.a. starfsnám í
landbúnaði og byggingariðnaði. Þá
hefur verið rætt um að styrkja fjöl-
skyldur fjárhagslega og láta þær
skuldbinda sig til að láta börnin
ganga í skóla. Einnig er vonast til
þess að líbönsk stjórnvöld fari að
veita Sýrlendingunum atvinnuleyfi,
líkt og þau tyrknesku og jórdönsku
hafa þegar gert.
Missti föður sinn í sprengjuárás
„Þegar ég verð stór langar mig að
verða píanóleikari,“ segir Rola, tíu
ára, sem hefur búið í tjaldi í Bekaa-
dalnum í 9 mánuði og byrjaði í skóla
fyrir skömmu. Hún flúði Sýrland
með móður sinni og bræðrum eftir
að húsið þeirra var sprengt í loft
upp. Faðir hennar lést í sprengju-
árás. Áður en hún kom til Líbanons
hafði skólagangan verið stopul
vegna stríðsins. Hún saknar skólans
í heimalandinu líkt og annarra
hversdagslegra þátta. „Ég sakna
þess hvernig lífið var, þegar við hitt-
umst öll og gerðum eitthvað
skemmtilegt. Fórum í sparifötin og
nutum lífsins.“
Jamal Al Hassani, 12 ára, saknar
einnig skólans síns í Sýrlandi. Það er
eitt og hálft ár síðan hann flúði með
fjölskyldunni undan stríðinu. Nú er
hann í skóla í Líbanon þar sem flest
er framandi, meira að segja stunda-
skráin. Hann langar að verða barna-
læknir. „Mér fannst ég búa í himna-
ríki,“ segir hann um heimalandið og
andlitið bókstaflega lýsist upp við
minninguna sem kviknar. „Ég sakna
vina minna og skólans míns. Og ég
vona að ég komist aftur til Sýr-
lands.“
Eiga hvergi heima
Jamal og Rola eiga það sameig-
inlegt að eiga minningar frá Sýr-
landi. Flestar flóttafjölskyldurnar
hafa verið í Líbanon í 3-5 ár. Mörg
barnanna voru þá kornung og
þekkja því ekkert annað en líf á
flótta.
Þúsundir barna hafa svo fæðst í
Líbanon og í raun hefur orðið
sprenging í fæðingum síðustu miss-
eri. Aðstæður þessara barna eru
sérstaklega viðkvæmar því þau fá
yfirleitt ekki fæðingarvottorð og eru
því ríkisfangslaus. Slíkt getur haft
mikil áhrif á framtíð þeirra.
„Flóttafólkið hér í Líbanon á
hvergi heima,“ segir Violet hjá UNI-
CEF. „Í því felst vandinn. Þau vilja
fara aftur til Sýrlands, en það er
auðvitað ekki hægt. Þau vilja fara til
Evrópu, en hafa ekki efni á því. Þau
eru því í mikilli klemmu.“
En það er ekki öll von úti. Tugir
hjálparsamtaka starfa með flótta-
fólkinu í Líbanon og Rauði krossinn,
UNICEF og Flóttamannastofnun
leggja þeim m.a. lið í sinni erfiðu lífs-
baráttu, veita þeim sálrænan og
fjárhagslegan stuðning, þó að
styrktarfé sé engan veginn nægj-
anlegt. Í ár hafa 19.165 sýrlenskir
flóttamenn í Líbanon fengið hæli í
öðrum löndum.
55 þeirra munu koma til Íslands
rétt fyrir jól. Þar með verður flótta
þeirra loks lokið.
Dreymir um Evrópu Haya býr ásamt 10 ættingjum í litlu tjaldi. Þau eiga ekki fyrir leigunni. Í góðum höndum Lítill drengur með flensu fær skoðun hjá lækni á heilsugæslu í tjaldi.
„Ég sakna reiðhjólsins míns,“ segir Jamal, 12 ára feim-
inn strákur. Bróðir hans kenndi honum að hjóla í Sýr-
landi. En hjólið varð eftir heima þegar þeir flúðu til
Líbanons. Jamal er í hópi þeirra 100 barna sem koma
nær daglega í barnvænar tjaldbúðir UNICEF í Bekaa-
dalnum, eina af 47 sambærilegum búðum í landinu. Þar
leikur hann sér í fótbolta en hann stundar einnig nám,
m.a. í ritlist. Í síðasta ritlistartíma skrifaði hann þessa
ljóðrænu ritgerð:
Ég er númer
Einn daginn hringdi frændi minn og spurði hvort við
værum örugg. Síðan versnaði ástandið sífellt. Við urð-
um að fara til Líbanons. Og nú búum við í tjaldi.
Ég er númer. Búðirnar mínar hafa númer. Tjaldið
mitt er með númer. Bekkurinn minn er með númer.
Skilríkin mín eru með númer. Ég er ekki lengur mann-
eskja, ég er númer. Ég er orðinn mjög leiður á núm-
erum. Ég vil fara héðan, aftur til Sýrlands. Og takist
mér það gef ég fús hverjum sem er númerið mitt.
„Ég er ekki
lengur manneskja,
ég er númer“
Söknuður Jamal þráir að fara aftur til Sýrlands.
’
Ég átti heima í stóru húsi
með fallegum garði. Ég átti
allt sem ég þarfnaðist, ég var
prinsessa. Ég átti mitt hverfi,
mína götu, mitt heimilisfang. Nú
bý ég í tjaldi og er bara númer hjá
Sameinuðu þjóðunum.“
– Rasha, 11 ára.
’
Ég hef misst húsið mitt. Ég
hef misst skólann minn. Núna
er það umsjónarmaður tjaldbúð-
anna sem stjórnar lífi okkar.“
– Elyas, 13 ára.
’
Það er munur á húsi og
tjaldi. Húsið verndar mann
fyrir kulda. Tjaldið er úr segldúk
og veitir enga vernd. En þó að það
sé kalt þá vernda foreldrarnir mig
og ylja mér með ást sinni. Svona
er saga mín því ég get ekki verið í
heimalandinu mínu.“
– Sayid, 12 ára.
’
Ég hugsa oft um Sýrland. Og
ég vildi óska þess að ég gæti
farið þangað aftur.“
– Walid, 8 ára.
’
Húsið okkar var eyðilagt, það
var sprengt.“
– Rola, 10 ára.
’
Ég sakna reiðhjólsins míns.
Hér á ég ekkert reiðhjól.“
– Jamal, 12 ára.
’
Mér fannst ég búa í himnaríki.
Ég sakna vina minna og skól-
ans míns. Og ég vona að ég kom-
ist aftur til Sýrlands.“
– Jamal Al Hassani, 12 ára.
Með orðum
barnanna