Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Mótorhjólafélagið Unknown Bi- kers Iceland vakti athygli á Þjó- ðahátíð sem haldin var í Borg- arnesi í nóvember. Þar sáu félagar í klúbbnum um að kynna Pólland og buðu upp á smakk af pólskum mat, m.a. bigos og zurek. Unknown Bikers var upphaflega stofnað í Bandaríkjunum árið 1974 af ungum karlmönnum sem voru áhugamenn um mótorhjól. Með tímanum breyttust áherslur og í samtökunum eru núna reyndir mótorhjólamenn með mikla ástríðu fyrir mótorhjólum, að- allega Harley, segja þeir fé- lagarnir. Klúbburinn er með marga anga í Bandaríkjunum og hefur nú teygt sig til annarra landa, m.a. Puerto Rico, Póllands og nú síðast til Íslands. Allir meðlimir félags- ins búa á Íslandi, þó flestir séu Pólverjar. ‚,Íslenski klúbburinn var stofnaður árið 2014 af nokkr- um vinum sem vilja hjóla og hanga saman. Allir sem hafa áhuga á og elska mótorhjól geta gengið í klúbbinn óháð þjóðerni, en þeir verða að vera góðir menn,“ segir Marcin Kolenda, einn meðlima. Eru bara venjulegt fólk ,,Markmið Unknown Bikers er að hvetja til jákvæðrar ímyndar af mótórhjólaklúbbum, við viljum ekki að fólk líti á okkur í skugga af einhverri steríótýpu af mót- orhjólagengi. Við viljum láta gott af okkur leiða, styðja við pólska menningu og eyða tíma með öðru fólki sem elskar mótorhjól. Við er- um bara venjulegt fólk, eigum fjölskyldur og erum í vinnu bara alveg eins og aðrir. En í frítíma okkar hittumst við í klúbbnum því það er ástríða okkar.“ Félagarnir tóku sem fyrr segir þátt í Þjó- ðahátíðinni í Borgarnesi, en þeir höfðu komist að því að engir Pól- verjar ætluðu að taka þátt. Dags daglega eru félagarnir ekki með neitt sérstakt á prjónunum en sem félagsskapur vilja þeir gjarnan taka þátt í eða skipuleggja sam- komur svona eins og þjóðahátíð í framtíðinni. ,,Um leið og slíkt tækifæri gefst getum við kynnt pólska menningu og hvernig mót- orhjólaklúbbamenning er best. Félagsskapurinn er sjálfstæður og óháður og nýtur ekki stuðnings annarra. ,,Við reynum að eiga og viðhalda jákvæðum og vinsam- legum samskiptum við aðra mót- orhjólaklúbba hér á landi og tök- um þátt í ýmsum uppákomum sem aðrir klúbbar standa fyrir. Og við vonumst til að verða þekktir á já- kvæðum nótum í framtíðinni,“ segir Marcin að lokum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Samhentir Félagarnir í klúbbnum á Þjóðahátíð í Borgarnesi nýlega. Frá vinstri: Damian Geriak, Marcin Kolenda, Grazyna Dobrzynska, Marcin Dobrzynska, Arkadiusz Zarzycki, Linda Zarzycka og Tomasz Drapala. Vilja láta gott af sér leiða og styðja pólska menningu  Mótorhjólafélagið Unknown Bikers Iceland var stofnað af nokkrum vinum  Allir meðlimir félagsins búa á Íslandi Varðskipið Þór kom nýlega við í Færeyjum og bætti olíu á eldsneyt- istankana. Íslensk skip hafa gjarn- an tekið olíu í Færeyjum vegna hagstæðara olíuverðs þar en hér. Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, sagði að þegar varðskipin væru stödd á miðunum suðaustan við landið væri stutt að skjótast yfir til Færeyja. Eldsneytisgeymar vs. Þórs rúma um 1,2 milljónir lítra. „Við tókum í kringum 800 þúsund lítra í ágúst og fyrst við vorum þarna á miðunum suðaustanlands fórum við núna og tókum 300 þús- und lítra,“ sagði Ásgrímur. Skipið eyðir um 100 þúsund lítrum á mán- uði að meðaltali þannig að fullir eldsneytisgeymar duga til siglinga í heilt ár. Ásgrímur segir að Landhelgis- gæslan efni til örútboða vegna kaupa á olíu og taki lægsta tilboði. Haft er samband við íslensku olíufé- lögin og þau gera tilboð og olían er síðan tekin hjá samstarfsaðilum þeirra í Færeyjum samkvæmt hag- stæðasta tilboði. gudni@mbl.is Ljósmynd/Eyjafréttir Vestmannaeyjar Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn í íslenska höfn í Vest- mannaeyjum. Fyrsta varðskip Íslendinga var Þór frá Vestmannaeyjum. Skrapp til Fær- eyja og tók olíu  Hagstæðari olíukaup fyrir varðskip Samtök atvinnulífsins (SA) gagn- rýna ummæli Gissurar Péturssonar, framkvæmdastjóra Vinnumálastofn- unar, um Atvinnuleysistrygginga- sjóð í Morgunblaðinu í gær. Varaði Gissur við því að lækkun tryggingagjalds myndi hægja á söfnun fjár í sjóðinn. Nú sé lag að búa í haginn fyrir mögru árin. Eigið fé sjóðsins dugi aðeins fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta í eitt ár. SA rifja upp í tilkynningu að þau hafi lagt til að atvinnutrygginga- gjald yrði hækkað eftir hrun. „Samtökin viðurkenndu þannig ábyrgð atvinnulífsins við að standa undir kostnaði við greiðslu atvinnu- leysisbóta. Á sama hátt krefjast samtökin þess nú að gjaldið verði lækkað til samræmis við minnkandi atvinnuleysi … Tryggingagjaldið er nú miklu hærra en það þyrfti að vera til að fjármagna bætur til þeirra sem nú eru atvinnulausir eða verða það á næstu árum. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að eigið fé Atvinnuleys- istryggingasjóðs verði rúmir 11 milljarðar um áramótin. Forstjóri Vinnumálastofnunar lýsir því þar yf- ir að honum finnist nauðsynlegt að atvinnulífið greiði áfram hærra gjald en þarf til að fjármagna bæturnar … Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á að aðilar á vinnumarkaði taki yfir stjórn og rekstur atvinnu- leysistrygginga og telja að með því megi ná mun meiri skilvirkni, auknu eftirliti og betri þjónustu við at- vinnuleitendur en með núverandi fyrirkomulag þar sem Vinnumála- stofnun virðist mylja undir sig sífellt stærri hluta framlags atvinnurek- enda til greiðslu atvinnuleysisbóta til eigin reksturs.“ baldura@mbl.is Vinnumálastofnun sögð soga til sín fé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.