Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 46
46 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Stafangri. AFP. | Gestir á veitinga-
stöðunum kaupa freyðivín í stað
kampavíns, fyrirtæki aflýsa jóla-
veislum, atvinnuleysið eykst og fast-
eignaverð lækkar: Stafangur, olíu-
höfuðborg Noregs, fer ekki varhluta
af timburmönnunum nú þegar verð
á hráolíu hefur snarlækkað eftir að
hafa verið hærra en nokkru sinni
fyrr.
„Þarna sérðu, enn ein höfnunin,“
sagði Roger Schurmeyer og hélt á
einu af mörgum synjunarbréfum
sem hann hefur fengið í leit sinni að
atvinnu í Stafangri. Schurmeyer er
36 ára að aldri og starfaði fyrir
Statoil á sviði hljóð- og myndmiðla
þar til honum var sagt upp fyrir
tæpu ári þegar ríkisfyrirtækið greip
til sparnaðaraðgerða. „Ég hef unnið
frá því að ég var sextán ára og aldrei
verið atvinnulaus þar til nú. Þetta er
skrýtin tilfinning,“ sagði hann í við-
tali í íbúð sinni í bænum Sandnes,
sunnan við Stafangur. „Ég hef heyrt
af því að 300 eða 400 manns hafi sótt
um sama starfið, þannig að þetta er
erfiður markaður.“
Olíufyrirtæki draga
saman seglin
Atvinnuleysið í Stafangri mælist
núna 4,1%, sem telst ekki mikið í
öðrum löndum, en hefur aukist um
rúm 80% á einu ári og er meira en í
öðrum bæjarfélögum í Noregi.
Meginástæðan er sú að olíuverðið
hefur lækkað í 45 dali á fatið úr rúm-
um 100 dölum frá því í byrjun síð-
asta árs. Það hefur orðið til þess að
fyrirtæki hafa dregið úr fjárfest-
ingum sínum og fækkað starfs-
mönnum.
Stafangur var með rúmlega
52.000 íbúa árið 1960 en þeim snar-
fjölgaði eftir árið 1969 þegar Norð-
menn fundu olíulindir í Norðursjó.
Íbúarnir eru nú um 130.000.
Samdrátturinn í olíuvinnslunni
hefur meðal annars orðið til þess að
þremur þjónustuskipum hefur verið
lagt og þau liggja við bryggju í jaðri
borgarinnar. Flugfélagið SAS hefur
hætt beinu áætlunarflugi milli Staf-
angurs og bandarísku olíu-
borgarinnar Houston í Texas.
Telur að ástandið versni
„Ég athuga verðið á olíu næstum
því á hverjum degi,“ sagði Christine
Sagen Vestbo, sem hefur verið
borgarstjóri Stafangurs frá árinu
2011. Þegar hún tók við embættinu
fólst helsta vandamálið í því að laða
að nógu marga verkfræðinga til að
ráða í öll störfin sem voru laus. Staf-
angur var sú borg í Noregi þar sem
markaðshlutdeild Porsche-bíla var
hæst.
Núna er það helsta úrlausnarefnið
að halda þeim störfum sem eftir eru
í olíuvinnslunni og stuðla að nýjum
störfum í öðrum atvinnugreinum,
þannig að borgin verði ekki eins háð
olíuvinnslunni.
„Ég held að ástandið versni á
næsta ári,“ sagði Vestbo. „Við þurf-
um að fjölga störfum í tæknigeir-
anum almennt, í heilsugæslu, á sviði
endurnýjanlegrar orku. Við getum
notfært okkur tækniþekkinguna úr
olíu- og gasvinnslunni til að reisa
vindorkuver í sjó og á landi og hag-
nýta sólarorkuna.“
Veitingastaðurinn Cafe de
France, þar sem þriggja rétta máltíð
kostar sem svarar 10.000 ísl. krón-
um, hefur ekki farið varhluta af sam-
drættinum. Jólaveislum fyrirtækja
hefur fækkað og færri kaupsýslu-
menn sækja staðinn. „Það verða allt-
af gestir á vegum fyrirtækja en þau
hafa strangari reglur núna um hve-
nær viðskiptavinum þeirra er boðið
á veitingastaði og við sjáum að fleiri
fara frá borginni sama dag og þeir
koma í stað þess að gista yfir nótt og
snæða kvöldverð hérna,“ sagði eig-
andi veitingastaðarins, Emil Heim-
dal. „Nú er minna drukkið af kampa-
víni en meira af Cremant de
Bourgogne eða öðru freyðivíni. Fólk
lifði líklega í of miklum vellystingum
áður.“
Of fáir kaupendur
Samdráttur hefur einnig orðið á
fasteignamarkaðnum. Meðal-
fermetraverðið var hærra í Staf-
angri en í Ósló þar til nýlega. Verðið
fer nú lækkandi í olíuborginni og
miklu lengri tíma tekur að selja hús-
in, að sögn Jans Georgs Bybergs,
sem rekur fasteignasölu í Stafangri.
„Við höfum of marga sem vilja selja
og of fáa kaupendur,“ sagði hann.
„Breytingin felst líka í því að við-
skiptavinir okkar selja áður en þeir
kaupa. Hugarfar þeirra hefur breyst
og þeir hafa áhyggjur af því hvort
þeir fái nógu mikið fyrir húsið sitt.“
Schurmeyer kveðst ekki vera orð-
inn úrkula vonar um að hann finni
atvinnu. Hann segist þó ætla að
„stækka leitarsvæðið“ og leita að
störfum í fleiri atvinnugreinum en
áður. „Menn breytast þegar þeir
hafa verið atvinnulausir í ellefu mán-
uði. Ég sakna þess að hafa vinnu.“
Kreppir að olíuhöfuðborginni
Aukið atvinnuleysi í Stafangri vegna sparnaðaraðgerða olíufyrirtækja Fasteignaverð lækkar
og veitingastaðir fara ekki varhluta af samdrættinum „Fólk lifði líklega í of miklum vellystingum“
AFP
Olíuævintýrinu lokið? Kona sýnir barni eftirlíkingu af olíuborpöllum á Olíusafninu í norsku borginni Stafangri.
Atvinnulaus Roger Schurmeyer hefur verið án vinnu í ellefu mánuði.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Rússlandi sökuðu í gær
Tayyip Recep Erdogan, forseta
Tyrklands, og fjölskyldu hans um
aðild að smygli á olíu frá yfirráða-
svæðum Ríkis íslams, samtaka ísl-
amista, í Sýrlandi og Írak. Erdogan
sagði ekkert hæft í þessari ásökun
og lýsti henni sem rógburði.
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum Tyrkja og Rússa frá því að
tyrknesk herflugvél skaut niður
rússneska herþotu við landamæri
Sýrlands og Tyrklands 24. nóvem-
ber. Tyrkir segja að rússneska þotan
hafi farið inn í lofthelgi Tyrklands en
Rússar neita því og hafa gripið til
efnahagslegra refsiaðgerða gegn
landinu vegna málsins.
Anatolí Antonov, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Rússlands, sagði á
blaðamannafundi í Moskvu í gær að
Tyrkir keyptu megnið af þeirri olíu
sem smyglað væri frá yfirráðasvæð-
um samtaka íslamistanna. „Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem við
höfum eru æðstu embættismenn
landsins, Erdogan forseti og fjöl-
skylda hans, viðriðnir þessa glæpa-
starfsemi,“ sagði aðstoðarvarnar-
málaráðherrann. Hann ýjaði einnig
að því að olíusmyglið tengdist
tengdasyni Erdogans, Berat Albay-
rak, sem var skipaður olíumálaráð-
herra nýlega, og syni forsetans sem
Antonov sagði stjórna einu af
stærstu orkufyrirtækjum Tyrk-
lands.
Rússneska varnarmálaráðuneytið
telur að tekjur samtaka íslamistanna
af olíusmyglinu nemi jafnvirði rúmra
260 milljarða króna á ári. Áður hafði
Erdogan neitað því að tyrknesk
stjórnvöld tengdust olíusmyglinu og
sagt að hann myndi segja af sér ef
ásakanirnar reyndust réttar.
Bendla Erdogan
við olíusmyglið
Rússar þjarma að forseta Tyrklands
AFP
Neitar ásökun Erdogan á loftslags-
ráðstefnunni í París á mánudag.
Söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 | Gullúrið, Mjódd | GÞ skartgripir og úr, Bankastræti 12 | Meba, Kringlunni Meba-Rhodium,
Smáralind | Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni | Rhodium, Kringlunni | Jón Sigmundsson skartgripaverslun, Laugavegi 5 | Úra- og skartgripaverslun
Heide, Glæsibæ | Hafnarfjörður: Úr og Gull, Firði | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður,
Glerártorgi | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður, Suðurgötu 65 | Egilsstaðir: Klassík, Selási 1 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður,
Austurvegi 11 | Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4