Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eiga ekkimargirþjóð- arleiðtogar leið um hlaðið hjá Ro- bert Mugabe, for- seta Simbabve, þessa dagana. Á þriðjudag fékk hann þó að taka á móti Xi Jinping, forseta Kína, og var mikið um dýrðir. Mörg hundruð börn stóðu meðfram veginum inn í Harare og veif- uðu fánum. Mugabe var í skýjunum yf- ir heimsókninni. „Íbúar Sim- babve eru frá sér numdir af gleði yfir að taka móti þér,“ sagði hann við forseta Kína og bætti við að hann gleddist yfir því að „Simbabve og Kína tala sama tungumál um marga hluti“. Xi var ekki jafn margmáll, ef marka má fréttaskeyti, en kvaðst þó hafa „fulla trú á gagnkvæmum samskiptum okkar“. Þeirri kenningu var lengi haldið á lofti að lýðræði væri forsenda efnahagslegra framfara og velmegunar, en stjórnvöld í Kína hafa einsett sér að sanna að svo sé ekki. Lengi vel kallaði kínverski kommúnistaflokkurinn ekki annað en hörmungar yfir Kína, en þar hefur orðið breyting á undanfarna ára- tugi. Flokkurinn er vissulega einráður, andóf barið niður af hörku og stjórnarandstæð- ingum varpað í fangelsi haldi þeir sig ekki á mottunni, en mörg hundruð milljónir manna hafa komist í álnir í þeirri blöndu af kapítalisma og einsflokksræði, sem við lýði er í landinu. Árangur kínverskra stjórnvalda hefur kveikt glampa í augum margra ein- ræðisherra, sem í Kína eygja leið til að sitja sem fastast sem lengst um leið og þeir fylla bankareikninga sína af peningum. Mugabe er einn þeirra sem einna lengst hafa setið. Hann komst til valda 1980 og hefur því verið á valdastóli í 35 ár. Hann er nú 91 árs gamall. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannrétt- indabrot og ferillinn er blóði drifinn. Mannréttindasamtök segja að bæði stuðningsmenn Mugabes og lögregla séu not- uð gegn stjórnarandstæð- inum, sem iðulega sæti pynt- ingum og barsmíðum. Kínverjar sáu ástæðu til þess að heiðra Mugabe með friðarverðlaunum, sem kennd eru við Konfúsíus. Konfúsíus- arverðlaunin hafa verið veitt frá 2010 og eiga að vera svar við friðarverðlaunum Nóbels. Hermt er að Bill Gates hafi verið meðal þeirra, sem komu til greina, en niðurstaðan var sú að Mugabe væri best að viðurkenningunni kominn. Formaður nefndarinnar varði veitinguna með því að Mugabe hefði tryggt íbúum Simbabve mun betri lífskjör en finna mætti í Sýrlandi, Afganistan, Írak og Líbíu. Tilefnið að Konfúsíus- arverðlaununum var ákvörð- un norsku nóbelsnefnd- arinnar að veita kínverska andófsmanninum og rithöf- undinum Liu Xiaobo frið- arverðlaunin. Verulega fauk í kínversk stjórnvöld og eru þau enn með Norðmenn í skammarkróknum. Stuðningur Kínverja við Mugabe er reyndar ekki nýr af nálinni. Á níunda áratugn- um reistu þeir ýmsar bygg- ingar í Simbabve og veittu lán til uppbyggingar. Nú stendur enn til að fjárfesta í landinu, þótt ólíklegt sé að það muni duga til að laga bágan efnahag, sem enn er í molum eftir kreppu fyrsta áratugar aldarinnar þegar verðbólga mun hafa farið upp í 500 milljarða prósenta. Kínverjar hafa farið mik- inn í Afríku undanfarið. Einkum hafa þeir verið í leit að hráefnum til að nota við framleiðslu heima fyrir, en þeir hafa lagt fé í marg- víslegar framkvæmdir víða um álfuna. Árið 2009 urðu þeir sá aðili utan Afríku, sem mest viðskipti átti við ríki álf- unnar. Haft hefur verið á orði að um þessar mundir séu fleiri Kínverjar í Afríku en Evrópumenn þegar nýlendu- tíminn stóð sem hæst. Umsvif Kína í Afríku hafa hins vegar dregist saman vegna þess að hægt hefur á efnahagslífinu heima fyrir. Fjárfestingar Kína í Afríku drógust saman um 40% á fyrri helmingi þessa árs. Leiðtogar í Afríku tóku fjárfestingum Kínverja vel vegna þess að þeim fylgdu engin skilyrði um að virða þyrfti mannréttindi og annað slíkt líkt og þegar vestræn ríki eiga í hlut. Menn eins og Mugabe þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að messað verði yfir þeim eigi þeir sam- skipti við Kína. Með því að heimsækja Mugabe hefur forseti Kína sýnt að á því verður engin breyting. Viðskiptum við Kína fylgir engin krafa um að virða þurfi mannréttindi} Mugabe fær heimsókn Þ að virðist sem hasarinn sé hafinn um hver ætlar að ráða ríkjum á Bessastöðum eða er bara búið að þjófstarta kapphlaupinu of snemma? Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, segist viðurkenna að hafa íhugað framboð vandlega og að allar líkur séu á því að hann bjóði sig fram eftir að opnuð var Face- book-síða í hans nafni. Í fyrradag var opnuð önnur Facebook-síða til að hvetja til þess að Halla Tómasdóttir, sjálfstætt starfandi frumkvöðull, komist á Bessastaði. Nokkur nöfn hafa flogið manna á milli í langan tíma. Á næsta ári hefur Ólafur Ragnar Grímsson verið forseti Íslands í 20 ár. Sumum þykir nóg um en það er algjörlega fráleitt að nota þau rök að forseti Íslands geti ekki setið lengur á forsetastóli vegna þess að hann sé of gamall. Það dylst engum að núverandi forseti er hinn sprækasti til orðs og æðis. Hann hefur verið það allt frá því hann settist í stólinn 53 ára gamall. Það er hverjum manni dýrmætt að fá sem flest ár til ráðstöfunar á annars stuttu æviskeiði. Flestum er það gefið að viska og yfir- sýn eykst með aldrinum. Slíkt ætti að meta enn frekar að verðleikum en gert er hér á landi. Þeir sem yngri eru verða vonandi gamlir og þá átta þeir sig á hversu verð- mætt hvert ár er. Ef Ólafur Ragnar verður í kjöri á næsta ári væri það í sjötta sinn sem hann býður sig fram eftir að hafa setið í ríflega 7 þúsund daga. Hann er löngu búinn að slá öll met í setu af þeim fimm einstaklingum sem gegnt hafa emb- ættinu frá 17. júní árið 1944. Það er því miður engin eiginleg starfslýsing til um embætti forsetans. Það hefur því gefist tækifæri fyrir hvert þeirra til að móta starfið nokkuð eftir eigin höfði og áhugasviði. Núverandi forseti hefur oft á tíðum með orðum sínum og at- höfnum hrist verulega upp í landanum. Það hafa verið skiptar skoðanir bæði til hægri og vinstri. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og kemur því fram fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Hann er verndari ýmiskonar samtaka og viðburða, veitir heiðursmerki og viðurkenningar og ekki má gleyma að hann sæmir valda ein- staklinga hinni íslensku fálkaorðu. Þá eru ótaldar allar ræðurnar, fyrirlestrarnir og ávörpin sem forseti flytur við hin ýmsu tæki- færi. Dagskrá forsetans er að öllu jöfnu þétt- skipuð flesta daga ársins. Það blasir við að það þarf sterk bein og kláran koll í starfið. Það verður spennandi að sjá hverjir hafa þor til að stíga fram og viðurkenna að þeir hafi löngun til að vera í hlutverki forseta Íslands. Það ætti enginn að hika sem á annað borð telur sig hafa eitthvað fram að færa og er reiðubúinn að leggja sig fram fyrir land og þjóð. Konur jafnt sem karlar. Það er örugglega betra að hafa meiri tíma en minni til að ná að sannfæra landsmenn um sitt eigið ágæti. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Það hefur þegar verið hleypt af startbyssunni. Nú er bara að hlaupa af stað í átt að Bessastöðum. Því fleiri frambjóð- endur því betra! margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Verður slagur um Bessastaði? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hvað einkennir nauðg-unarbrot sem kærð erutil lögreglu?“ nefnist er-indi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, sviðsstjóra lög- fræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem hún heldur á málþinginu Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brot- anna, á vegum lagadeildar Háskól- ans í Reykjavík í samstarfi við Há- skólann á Bifröst sem haldið er í dag kl. 13-17 í HR. Þorbjörg skoðaði, ásamt Hildi Fjólu Antonsdótt- ur, einkenni og afdrif nauðgunar- mála sem lög- regla rannsakaði á árunum 2008 og 2009. Skoðuð voru öll tilkynnt nauðgunarbrot til lögreglu á lands- vísu, alls voru þetta 164 saka- mál. Í sumum tilvikum voru ger- endur fleiri en einn og þá var um að ræða 189 tilvik. Skoðað var m.a. málsmeðferðartími, hversu mörg þeirra féllu niður, hversu mörg leiddu til ákæru, hver var dæmigerð refsing fyrir brotin o.fl. Ungur aldur brotaþola „Það kom mér á óvart að 13% brotanna voru hópmál og einnig hversu ungir margir brotaþolar voru en 40% brotaþola voru undir 18 ára aldri og því börn í skilningi laga,“ segir Þorbjörg. Rúmlega helmingur sakborninga voru ungir karlar á aldrinum 18-29 ára. Af þeim 164 málum sem tilkynnt voru til lögreglu, fóru alls 75 mál til ríkissaksóknara og ákæra gefin út í 29 málum. Lögregla hætti rannsókn vegna formlegra ástæðna í 62 málum (þar af voru 43 mál þar sem brotaþoli vildi ekki leggja fram kæru vegna málsins, í 19 málum voru gerendur óþekktir, í 6 málum voru sakborn- ingar ósakhæfir, 2 mál voru fyrnd) og rannsókn var hætt vegna efn- islegra ástæðna í 27 málum. Sambærileg rannsókn þeirra Þorbjargar og Hildar hefur einu sinni verið gerð hérlendis en hún birtist í skýrslu nauðgunarmála- nefndar árið 1989. Samanburður á niðurstöðum þessara tveggja rann- sókna leiddi í ljós að tilkynntum nauðgunarbrotum hefur fjölgað mik- ið á þessum 30 árum. Rannsóknar- lögregla ríkisins var á fyrra rann- sóknartímabilinu (1977-1983) að meðaltali með 19 mál á ári til rann- sóknar en á síðara tímabilinu (2008 og 2009) var meðaltalið 82 mál á ári sem tilkynnt voru til lögreglu. Óhræddari að kæra Málin sem lögregla rannsakaði á fyrra tímabilinu voru frábrugðin á því síðara. Á fyrra tímabilinu voru aðilar ókunnugir í 63% mála en svo var aðeins í 16% mála nú og þá voru brotin ofbeldisfyllri en nú er. „Hér mætti draga þá ályktun að brotaþol- ar séu nú óhræddari við að leggja fram kærur en áður var, að tengslin geri síður að verkum að brotaþolar leggi ekki fram kæru,“ segir Þor- björg. Málsmeðferðartími lögreglu frá því að lögreglu barst tilkynning og þar til rannsókn lauk hefur styst verulega frá 2001-2006. Meðaltalið er 135 dagar yfir allt landið en er lengra hjá embættum á landsbyggðinni. Árin 2001-2006 var hann 210 dagar. Meðaltími málsmeðferðar frá því að ákæra var gefin út og þar til dómur féll í héraðs- dómi er 115 dagar. Að meðaltali liðu 509 dagar, eitt ár og fimm mán- uðir, frá því að mál var kært til lögreglu og þar til endan- legur dómur í málinu féll, ýmist héraðsdómur eða hæstaréttardómur. Málsmeðferð styst í nauðgunarmálum Morgunblaðið/Þórður Mál „Það kom mér á óvart að 13% brotanna voru hópmál og einnig hversu ungir margir brotaþolar voru en 40% voru undir 18 ára,“ segir Þorbjörg. „Ég trúði henni ekki í fyrstu af því ég taldi mig vita að hún væri tiltölulega lauslát.“ Svo nefnist erindi Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við laga- deild HR, þar sem hún greinir frá niðurstöðum rannsóknar á dómum Hæstaréttar um nauðgun unglingsstúlkna. Þar kemur fram að 32 dómar reyndust hafa fallið í Hæsta- rétti á rannsóknartímabilinu (árið 1920 til 1. ágúst 2015) þar sem sakfellt er fyrir nauðgun unglingsstúlku, til- raun til slíks brots eða hlut- deild í slíku broti án þess að brot varði jafnframt við sér- ákvæði um kynferðisbrot gegn barni. Þolendur eru jafnmargir dómunum og í öllum tilvikum stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Gerendur eru 41 tals- ins, þar af eru þrír ósak- hæfir vegna ungs ald- urs. Dómþolar eru þar af leiðandi 38. 12 ger- endur af 41 eru börn er þeir fremja verkn- aðinn. Yngsti gerand- inn er 14 ára og sá elsti 49 ára, með- alaldurinn 26 ár. Dómar Hæstaréttar ÞOLENDUR 13 TIL 17 ÁRA Svala Ísfeld Ólafsdóttir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.