Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 53
UMRÆÐAN 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Kia Soul SUV
Í Soul fyrir jól
— Kia Soul á frábæru verði
Fylgdu okkur á Facebook.
facebook.com/kiamotorsisland
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.
Reynsluaktu hátíðlegum Kia Soul
Kia Soul bíður þín í Öskju. Komdu og prófaðu. Kia Soul —1,6 dísil, 6 gíra, beinskiptur,128 hö.
Verð frá 3.490.777 kr.
Kia Soul er glæsilegur á að líta. Hann er þægilegur í akstri, rúmgóður og þú situr hátt í honum.
Soul hefur ótal spennandi eiginleika eins og hita í stýri og sætum, loftkælingu, bakkmyndavél,
bakkskynjara, 4,3" litaskjá og 16" álfelgur. Þú getur fengið Soul sem rafbíl eða disilbíl, sjálfskiptan
eða beinskiptan — og á alveg frábæru verði. 7 ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Kia bílum.
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Litlar breytingar í keppninni
um Súgfirðingaskálina
Þriðja lota um Súgfirðingaskálina
var spiluð á snjóþungu kvöldi í fyrri
hluta ýlis.
Fjórtan pör mættu til leiks og
styrktu félagsauðinn.
Úrslit kvöldsins, meðalskor 156
stig:
Hnikarr Antons. - Guðbjartur Halldórs.
184
Flemming Jessen - Sigurður Þorvaldss.
177
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 172
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 164
Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnsson
163
Mortan Hólm - Sigurjón Guðröðarson 161
Hnikarr og Guðbjartur enduðu á
toppnum með 59,1% skor eftir
sviptingasamt kvöld en nokkur pör
tylltu sér á toppinn.
Staðan eftir þrjár lotur.
Flemming Jessen -
Kristján H. Björnss. 544
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 525
Hafliði Baldursson - Árni Guðbjörnss. 509
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 499
Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 489
Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 482
Staða þriggja efstu para breyttist
ekkert.
Næsta lota, sú fjórða í röðinni,
verður spiluð á nýju ári og hefst í
byrjun þorra. Frí frá spilum í mörs-
ugi.
Rótin fagnar aukinni umræðu
um kynferðisbrot í samfélaginu,
ekki síst þeirri sem snýr að val-
deflingu þolenda. Þar má nefna
Druslugöngu, Free the Nipple- og
Beauty tips-byltingar þar sem
þöggun, vinnubrögð lögreglu og
refsileysi er mótmælt. Kynferðis-
ofbeldi skilur hins vegar eftir sig
djúp spor sem oft getur verið
betra að vinna með í trún-
aðarsamtölum við fagfólk áður en
slík áföll eru rædd opinberlega.
Það er að sjálfsögðu allaf á valdi
þolenda hvort og hvenær þeir
ræða sína sögu við fjölmiðla og
slík umræða hefur marga kosti.
Rótin gaf nýlega út bæklinginn
„Ef fjölmiðlar hafa samband.
Leiðbeiningar fyrir brotaþola og
aðstandendur“ sem ætlaður er
þolendum ofbeldisglæpa. Hann
inniheldur leiðbeiningar um sam-
skipti við fjölmiðla eftir áföll
vegna ofbeldis. Bæklingurinn er
þýddur úr ensku með leyfi Ca-
nadian Resource Centre for Vic-
tims of Crime. Mannréttindaráð
Reykjavíkur og Sorpa/Góði hirð-
irinn styrktu gerð bæklingsins.
Aðdragandi þess að Rótin ákvað
að ráðast í þýðingu og útgáfu
bæklingsins er sá að færst hefur í
aukana að fólk tjái sig um kyn-
ferðisbrot og önnur ofbeldisbrot í
fjölmiðlum. Stundum er fólk að
opna á slíka reynslu í fyrsta
skipti. Við teljum að leiðbeining-
arnar geti hjálpað þolendum of-
beldis að gera upp hug sinn um
það hvernig þeir vilja haga sam-
skiptum við fjölmiðla. Tilgangur
Rótarinnar er ekki að draga úr
þeim sem kjósa að deila sinni sögu
opinberlega heldur skapa umræðu
um kosti þess og galla fyrir þol-
endur.
Bæklingurinn getur hjálpað þol-
endum að vinna með fjölmiðlum á
markvissan og þægilegan hátt eða
að hafna því að gera það. Það er
þýðingarmikil ákvörðun fyrir þol-
endur að vera í sambandi við fjöl-
miðla. Fjölmiðlaumfjöllun getur
haft jákvæð eða neikvæð áhrif á
bataferli þeirra. Ef þú eða ástvin-
ur þinn hefur orðið fyrir alvar-
legum glæp vilja fjölmiðlar tala
við þig. Þeir sem ekki hafa áhuga
á að tala við fjölmiðla geta hafnað
því boði þegar þeim hentar, of-
beldið á ekki að svipta þig rétt-
inum til einkalífs. Allir hafa val
um það hvort þeir tala við fjöl-
miðla eða ekki.
Hvernig er rétt að
bera sig að?
Ef þolandi velur að ræða við
fjölmiðla er mikilvægt að átta sig
á því að hann hefur litla stjórn á
því sem sagt er frá og hvernig það
er kynnt almenningi. Einnig getur
verið mikilvægt að ráðfæra sig við
lögfræðing, eða aðra sem þjónusta
brotaþola, um hvað megi segja. Ef
lögreglurannsókn er í gangi eða
málarekstur í undirbúningi getur
fjölmiðlaumfjöllun haft áhrif á
málaferlin. Það getur verið erfitt
að vernda einkalíf sitt og rétt að
vera viðbúinn því að fjölmiðlar
birti hvers eðlis málið er og ein-
stök atriði þess jafnvel þó útgáfu-
bann sé á upplýsingum um málið.
Fjölmiðlar geta flutt fréttir af
glæpnum, rannsókninni og mála-
ferlunum hvenær sem er, líka eftir
að þeim lýkur. Fréttaflutningur
þeirra getur komið brotaþolum að
óvörum mánuðum og árum síðar.
Áhugi og umfjöllun fjölmiðla er
mismikil eftir málum og minnkar
eftir því sem frá líður. Frétta-
flutningur veltur á því hvort sagan
er talin „fréttnæm“ og á öðrum
fréttum sem berjast um birtingu á
sama tíma og tónninn í fjölmiðla-
umfjölluninni getur breyst hvenær
sem er. Til dæmis geta fjölmiðlar
dregið upp jákvæða mynd af
brotaþola og síðan getur umfjöll-
unin skyndilega orðið mjög nei-
kvæð. Oft er ábyrgðin á glæpnum
sett á brotaþola, t.d. ef í ljós kem-
ur að hann er á sakaskrá.
Bæklingurinn er aðgengilegur á
vef félagsins:
www.rotin.is/ef-fjolmidlar-hafa-
samband.
Hagnýt ráð til
þolenda ofbeldis
Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafs-
dóttur, Katrínu Guðnýju
Alfreðsdóttur, Kristínu I.
Pálsdóttur og Þórlaugu
Sveinsdóttur
»Rótin gaf nýlega út
bæklinginn „Ef fjöl-
miðlar hafa samband.
Leiðbeiningar fyrir
brotaþola og aðstand-
endur“ sem ætlaður
er þolendum ofbeld-
isglæpa.
F.v. Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba
Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.
Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
mbl.is
alltaf - allstaðar