Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 54

Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Í nýársávarpi 2011 sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son: „Efnahags- kreppan, hrunið sem við nefnum svo, hefur þrengt svo að þús- undum Íslendinga að í viku hverri bíður fjöldi í röðum eftir mat- argjöfum. Fátækt hef- ur að vísu fylgt okkur lengi en nú hefur fjárhagsvandi margra, biðraðirnar eftir mat, orðið að smánarbletti (...) Við skulum sam- einast um að afmá þennan smán- arblett strax á næstu mánuðum. Ís- lendingar lyfta grettistaki þegar við leggjumst öll á árar.“ Lýðræði James Harrington (1611-1677), enskur stjórnmálahugsuður, sagði á sinni tíð: „Einveldi ríkir þegar krún- an á allt eða í það minnsta tvo þriðju af öllum landauði. Höfðingjaveldi rík- ir ef aðalsmenn eiga svipaðan hlut. Eigi almenningur tvo þriðju eða meira, ríkir lýðræði.“ 1) Þótt margt sé breytt síðan á 17. öld er kjarni þessarar hugsunar í fullu gildi. Í stað krúnunnar kemur ríkið, í stað aðalsins koma auðmennirnir en almenningur er enn almenningur. Í stað landauðs koma allar eignir, allur auður þjóðfélagsins. Þau sannindi eru enn góð og gild að eignum og útdeilingu þeirra fylgja völd en lýðræðið byggist á því hversu vel tekst til með eignadreifingu í þjóðfélaginu. Valdið leitar fyrr eða síðar þangað sem auðurinn er. Þess vegna er til- tölulega jöfn dreifing auðsins meðal landsmanna forsenda lýðræðis. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Ís- lands er allur þjóð- arauður Íslendinga (allar eignir lands- manna, einkaeignir og opinberar eignir, sam- anlagt) 23,3 billjónir króna. Af þeim eru u.þ.b. 4,4 billjónir í einkaeign en u.þ.b. 19 billjónir í opinberri eigu. Lýðræði í skiln- ingi Harringtons er því víðs fjarri, því eignir einstaklinga eru ekki nema um 19% en opinberar eignir um 81% af heild- areignum þjóðfélagsins. Ef lýðræði ætti að vera raunverulegt þyrfti al- menningur, þ.e. einstaklingarnir sjálfir, að eiga 15 billjónir til að leið- rétta þennan lýðræðishalla. Ásætt- anlega jöfn dreifing eigna á milli ein- staklinga innbyrðis yrði svo einnig að vera til staðar til að treysta lýðræði og sátt í þjóðfélaginu. Þeirri skoðun er stíft haldið fram að lýðræði sé aðeins það að kjósendur fái að kjósa um og hafa áhrif á með kosningum, hvernig hið opinbera beiti valdi sínu yfir þeim. Þessi skil- greining er alltof þröng. Lýðræði er miklu fremur og ekki síður það vald sem einstaklingar hafa yfir sjálfum sér án afskipta annarra, án þess að skaða aðra og innan reglna sem gilda um farsæl samskipti manna. Vald er yfirráð yfir öðrum og það að bera ábyrgð á öðrum. Vald án ábyrgðar er sjúkt og leiðir oftast til ofbeldis og valdofsa. Frelsi er það að bera ábyrgð á sjálfum sér og hafa til þess mannrétt- indi og hæfilegt svigrúm m.a. efna- hagslegt. Það opnar mönnum mögu- leika á að hjálpa sjálfum sér og öðrum. Jafnrétti er það að allir hafi mann- réttindi og sömu möguleika. For- senda jafnréttis er m.a. að eignar- dreifing sé ásættanleg og sérhver eigi nægilegar eignir til að tryggja svigrúm sitt og sjálfstæði. Bræðralag er það að nota frelsi sitt án þess að skaða aðra en hjálpa öðrum til sjálfsbjargar og frelsis. Þjóðaratkvæðagreiðslur og kosn- ingar einar og sér tryggja ekki lýð- ræði, þegar megnið af tekjum og eignum manna er komið í hendur yf- irvalda og auðmanna endurúthlutun- arþjóðfélagsins. Er lýðræði nothæft í þjóðfélagi þar sem hið opinbera á 80% af eign- um þjóðfélagsins og ráðstafar 50% af tekjum manna? Eignamisskipting á Íslandi Eignaskipting á Íslandi miðað við skattframtöl um áramót 2014 (upp- gefið 15.10. 2015 á vef Hagstofu Ís- lands) var eins og sýnt er á með- fylgjandi töflum. Skattframtöl einkaaðila voru ca. 200 þúsund. Op- inberar eignir eru fjórum sinnum meiri en einkaeignir. Töflurnar leiða í ljós athyglisverð- ar staðreyndir um eignaskiptingu á Íslandi. Skv. töflu 1 eiga 30% skatt- greiðenda 79% af einkaeignum á Ís- landi og 15% af heildareignum þjóð- félagsins. Saman eiga opinberir aðilar og efnuðustu 30% skattgreið- enda yfir 95% af heildareignum þjóðarinnar. 70% þjóðarinnar, 226 þúsund manns, fara með 5% af heild- areignum þjóðfélagsins. Stór hluti þessa fólks er eignalaus en skuldar öðrum 87 milljarða, sbr. töflu 2. Þar sem hið opinbera hefur svo mikið forræði yfir eignum og tekjum þjóðarinnar ætti að vera mögulegt að koma á jafnari eigna- og tekju- skiptingu í landinu og útrýma fátækt og efla sátt og virkt lýðræði. En ekkert slíkt gerist. Hið op- inbera espar upp fjandskap meðal einkaaðilanna innbyrðis og veifar öf- undinni eins og rauðri dulu nauta- banans. Í þessu ástandi magnar hið op- inbera upp meira skrum og hefur sannfært almenning um að ríkið þurfi að fá allar náttúruauðlindir þjóðarinnar í viðbót við þau 80% sem það hefur, fært því á silfurfati stjórnarskrárbreytingar. Geri einhver sér grein fyrir þess- um veruleika, verður það ekki nema í korter. Síðan er þessum viðhorfum buskað út í ljósvakann eins og orð- um forsetans, í upphafi grein- arinnar. 1) James Harringon. Commonwealth of Oceana, Cambrigde 1992. Útrýmum fátækt – gerum lýðræðið nothæft Eftir Jóhann J. Ólafsson » Lýðræðið byggist á því hversu vel tekst til með eignadreifingu í þjóðfélaginu. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Eignir einstaklinga og fjölskyldna, raðað eftir efnahag (brútto) skv. framtali 2014 Skuldir + eigið fé einstaklinga og fjölskyldna, raðað eftir efnahag (milljarðar) Hlutfall heildar- eigna af heild (%) Hlutfall eigna af öllum þjóðarauði 23,3 billjónir 1. 10% 1.949,8 44,19% 8,4% 2. 10% 911,1 20,65% 4,0% 3. 10% 644,3 14,60% 2,8% 1.-3. 30% 3.505,2 79,44% 15,2% 4. 10% 480,2 10,88% 2,1% 5. 10% 308,3 6,99% 1,4% 6. 10% 82,9 1,88% 7. 10% 22,1 0,50% 8. 10% 9,5 0,22% 9. 10% 3,6 0,08% 10. 10% 0,4 0,01% 4.-10. 70% 907,0 20,56% Heild 100% 4.412,2 100% 18,9% *40% eða ca. 80 þús. framteljendur eru eignalausir og í mínus. Eigið fé einstaklinga og fjölskyldna, raðað eftir efnahag (netto) skv. framtali 2014 Eigið fé einstaklinga og fjölskyldna, raðað eftir efnahag (milljarðar) Hlutfall heildareigna án skulda (%) 1. 10% 1.546 59,5% 2. 10% 522 20,0% 3. 10% 282 11,0% 4. 10% 148 5,7% 5. 10% 75 2,9% 6. 10% 24 0,9% 7. 10% -14 -* 8. 10% -21 -* 9. 10% -24 -* 10. 10% -28 -* 7-10 -87 milljarðar Heild af efstu 60% 100% 2.598 100% Tafla 1 Tafla 2 Á undanförnum mánuðum hefur nokk- uð verið rætt hvort rétt sé að Íbúðalánasjóður starfi áfram og þá í hvaða formi. Þeir sem efast um framtíð sjóðsins hafa bent á að ríkissjóður hafi á undanförnum ár- um þurft að leggja sjóðnum til um 50 milj- arða og það sýni að slík starfsemi í eigu og á ábyrgð ríkisins eigi ekki rétt á sér og rekstur fjár- málafyrirtækja sé betur kominn í hlutafélagaformi og drifinn áfram af arðsvon eigenda hlutfjárins. Ekki verður þó horft fram hjá að rekstur íslensku bankanna hefur ekki gengið áfallalaust á undanförnum ár- um. Því hefur verið haldið fram að fall einkabankanna hafi beint og óbeint kostað ríkissjóð a.m.k. 500 milljarða. Einnig verður að horfa til að setja varð neyðarlög til að fall bankanna felldi ekki fjölda einstaklinga og fyrirtækja og raunar þjóðarbúið í heild. Þó að neyðarlögin björguðu þjóðinni frá algjöru hruni orkuðu þau tví- mælis séð frá sjónar- horni annarra aðila, jafnt innlendra sem erlendra, sem áttu fjármuni hjá bönkunum og voru í góðri trú um að þeirra kröfur væru jafngildar öðrum kröfum. Þá verður að hafa í huga að þúsundir Íslendinga töpuðu þeim hluta af sparifé sínu og jafnvel lánsfé sem þeir höfðu lagt til kaupa á hlutafé í bönkunum. Ekki verður heldur horft fram hjá þeim hundruðum milljarða sem lífeyrissjóðir töpuðu við fall bank- anna. Í ljósi þess sem nefnt hefur verið hér að framan þarf engan að undra þótt ekki séu allir sannfærðir um að hlutafjárbankar séu öruggasta rekstrarform fjármálafyrirtækja. Áður en Íbúðalánasjóður er sleg- inn af virðist því sanngjarnt að reyna að meta helstu orsakir taps hans: Stærsti hluti tapsins virðist til kominn vegna falls bankanna sem leiddi til verðbólguskots og skertra atvinnutekna hjá fjölda lántakenda sem olli því að þeir hvorki gátu né vildu standa í skilum við sjóðinn, ekki hjálpaði að í kjölfar bankahrunsins litu margir svo á að ekki væri sjálfsagt að reyna að standa við lánaskilmála. Samþjöppun aflaheimilda sem skað- að hefur atvinnulíf margra sjáv- arbyggða hefur gert mörg veð Íbúða- lánasjóðs á þeim stöðum verðlítil. Við brottför varnarliðs frá Keflavík dró mjög úr atvinnutækifærum á Suð- urnesjum samfara framboði á íbúðum sem áður voru í eigu varnarliðsins. Það er því ekki að ástæðulausu að van- skil við Íbúðalánasjóð eru hvergi meiri en þar og uppboðseignir sjóðsins hvergi fleiri. Íbúðalánasjóði er samkvæmt reglu- gerðarákvæðum skylt að eiga 5% laust eigið fé sem að hluta var geymt í bönk- unum ásamt háum upphæðum af „uppgreiðslufé“, þ.e. fjármunum sem sjóðurinn sat uppi með vegna þess að lánþegar greiddu upp lán sín hjá sjóðnum þegar bankarnir hófu að end- urfjármagna íbúðalán. Þar töpuðust við fall bankanna um 8 milljarðar að hluta vegna neyðarlaganna. Þröngar reglur um laust fé Íbúðalánasjóðs ollu þannig miklu beinu tapi við fall bankanna en einnig óbeinu tapi vegna takmarkaðra möguleika til ávöxtunar lausafjár. Íbúðalánasjóður aflar lánsfjár með skuldabréfaútboði til lengri tíma, að stórum hluta hjá lífeyrissjóðunum, lögbundin há vaxtakrafa lífeyrissjóða og langur binditími skuldabréfanna leiðir til vaxtataps sjóðsins ef inn- borganir eldri lána eru meiri en ný útlán svo sem varð þegar fram- kvæmdir stöðvuðust eftir hrun. Af ofantöldu virðist mega álykta að stærsta hluta tapa Íbúðalánasjóðs megi rekja til utanaðkomandi að- stæðna, ekki síst falls bankanna. Sé það rétt orkar tvímælist að afhenda bönkunum hlutverk hans á grundvelli lakari rekstrar. Þankar um Íbúðalánasjóð Eftir Ara Teitsson » Fjallað er um meint- an áhuga á að bank- ar taki við hlutverki Íbúðalánasjóðs vegna hallarekstrar hans og skýringa leitað á erf- iðum rekstri sjóðsins. Ari Teitsson Höfundur hefur reynslu af rekstri fjármálafyrirtækja. www.utivist.is Ferðaáætlun Útivistar 2016 kemur út 10. desember
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.