Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.12.2015, Qupperneq 56
BÆKUR Júlíusi lá hátt rómur og hannhafði hvella rödd; löngu áðuren hann birtist mátti heyrahávært tal hans. Júlíus var eiginlega margir menn í einum og hafði þurft að berjast fyrir tilveru sinni, yngstur fjögurra systkina. Hjá honum kynntist ég eiginlega al- veg nýjum heimum; blúsnum, gamla miðbænum í Reykjavík og mörgum vinum Júlíusar sem bjuggu á svæð- inu. Júlíus var Stefánungur, af Stephensen-ætt, Magnús landshöfð- ingi var langafi hans, og þá var hann Petersen í móðurætt. Yfir fjölskyld- unni hvíldi svona gamalgróin að- alsmennska tengd gömlu Reykjavík. Júlíus gantaðist oft með það að blóð- ið í honum væri blátt, hann vissi ekki með hina. Móður sína, Birnu Petersen, missti Júlíus þegar hann var á unglingsaldri. Hann var hænd- ur að móður sinni og hún var ein- staklega aðlaðandi og góð kona. Eft- ir fráfall hennar var Júlíus mikið einn, systkini hans yfirgáfu æsku- heimilið, timburhöll við Skólastræti, eins og gengur, og hann bjó einn þar áfram með föður sínum sem var þó mikið fjarverandi. Júlíus var í reikningi í Síld og fisk og gekk þar um eins og greifi, sá um sig sjálfur í stóru sem smáu. Hann lifði í mörgu eins og bóhem, hafði það í eðlinu. Júlíus fór mikinn hvar sem hann kom og hafði gjarnan svo- litla hirð í kringum sig. Hirðin gat verið einn maður sem varð að sýna Júlíusi takmarkalausa virðingu og jámaður skyldi hann vera í flestu, þetta hét í orðabók Júlíusar að vera „besti vinur aðal“. Sá gat haft marg- vísleg hlutverk, en aðallega var hann í erindum sem tengdust nauð- þurftum Júlla hverju sinni. Þær gátu verið að sækja súkku- laðikaramelluhristing á Prikið og koma færandi í einkastofu hans á heimili foreldranna í Skólastræti 1, þaðan sem hann vék ógjarnan. Þá var honum mjög í mun að ekki sæist að smakkað hefði verið á hrist- ingnum í sendiferðinni. Þó var allt með merkjum glaðværðar og húm- ors sem Júlíus bar í sekkjum. Júlíus naut sín best í þröngum hópi þar sem hann hafði óskipta at- hygli og því var hann lítt gefinn fyrir fjölmenn mannamót. Við vorum stundum sendir til að sækja fólk og færa á fund Júlíusar. Og hann gaf skipanirnar þegar Scream var stofn- uð, réði lagavali að mestu. Ég man að Júlli sagði að útprjónaðar peysur væri bannklæðnaður, móðir mín hafði prjónað á mig forláta ull- arpeysu með skrautlegum bekk yfir brjóstið í norskum stíl – Júlíus taldi að enginn tæki mark á blúsmanni íklæddum svona mömmutreyju með munstri. Júlíus var óútreiknanlegur. Mér er ógleymanlegt þegar ég kom heim til hans í Skólastræti þegar Nixon og Pompidou funduðu í Reykjavík og heimsóttu Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá er Júlíus úti í glugga með hlaðinn riffil. Þetta var sólbjartur dagur og Júl- íus hafði báða forsetana í beinni sjónlínu frá Skólastrætinu. Hann horfir á mig glottandi með fingur á gikknum og segir: „Jæja, á ég að fara í mannkynssöguna, hvorn á ég að taka fyrst?“ Ósjálfráð viðbrögð voru að fleygja sér í gólfið enda krökkt af frönskum og amerískum lífvörðum allt í kring, skimandi í all- ar áttir. Þarna lá ég, auðvitað lamað- ur af ótta, en Júlíus var pollrólegur með forseta Bandaríkjanna í sigtinu. Þetta var óðs manns æði. Júlíus hélt á fílabyssu föður síns, skothylki í svona byssu var tvö „bore“ með reyklausu púðri, skothylki sem eru nær þrisvar sinnum stærri en venju- leg rifflaskothylki. Ef hann hæfði höfuð mannanna, tættust þau í þús- und bita. „Þau duga vel á 1500 fet- um,“ kallaði Júlíus; „They are dead meat.“ Fyrst hafði hann Nixon í skotmáli og svo Pompidou. Mér tókst þó að tala hann ofan af þessu – það var seint fyrirgefið, enda kom ég með því í veg fyrir að nafn hans rataði á spjöld sögunnar. Enginn hafði roð við Júlla í kjaft- inum. Jafnvel Guðni, rektor MR, sem stundum var kenndur við þenn- an hluta andlits, varð að játa sig sigraðan í minnisstæðri senu í Skólastræti sem ég varð vitni að. Júlíus átti alltaf síðasta orðið. Júlli var auðvitað baldinn, laut aldrei neinum reglum og í MR hafði hann sína hentisemi. Guðni rektor taldi hann eitthvert alversta fyrirbæri sem hér gengi um götur. Hann rak Júlíus úr skólanum nokkrum sinn- um, í eitt skiptið fyrir að falsa mæt- ingabókhaldið, en þá hótaði Júlíus því að verða eins og landafjandi á öllum gluggum og göngum og aldrei til friðs. Agnar, pabbi Júlla, sem var kunningi Guðna, sagði honum að það væri örugglega betra fyrir Guðna að hafa Júlíus bara í skól- anum. Þegar Júlli útskrifaðist er sagt að Guðni rektor hafi stigið villt- an stríðsdans inn á kennarastofuna og hrópað hástöfum feginsrómi: „Við erum laus við Júlíus Agn- arsson. Júlíus Agnarsson ALDREI meir!“ Við bárum líka óttablandna virð- ingu fyrir pabba Júlíusar, Agnari hval sem kallaður var. Hann hafði mikinn presens og sýndi stundum hver væri húsbóndinn, þótt Júlíus væri mikið einn og gerði það sem hann vildi heima hjá sér. Agnar Guðmundsson skipstjóri var ekki óáþekkur Patton, hershöfðingjanum kunna – hár maður og setti svolítið í herðarnar, teygði hökuna áberandi fram um leið og hann beindi höfðinu svolítið til vinstri svo hann mætti fókusera betur með hægra auganu á það sem hann hafði sjón á, það var þungi í göngulaginu og hann gladd- ist snögglega en stillti sig jafn- harðan. Það fór ekkert á milli mála hverjum bæri að hlýða þegar hann mætti á svæðið. Sagan um Flotarann sýnir vel hvernig Agnar kenndi okkur lexíu. Á þessum árum blésu vindar þannig að menn áttu allra helst að sitja í lót- usstellingu á gólfinu, fætur voru gjarnan sagaðir undan stólum og dí- vönum og menn flatmöguðu á púð- um og teppum eins og tíðkaðist víða í Austurlöndum, jafnan sem næst gólfi. Þetta var hippastemningin. Og senan með Flotarann var þannig að við lágum nokkrir á púðum í her- bergi Júlla; Kjartan Davíðsson (læknir), Þorvaldur Ragnarsson (lögm., nú látinn) og Kjartan Gunn- ar Kjartansson (blm.), allir í lót- usstellingum þegar dyrnar opnast hægt, frá okkur á gólfinu séð er bambus-prik það fyrsta sem við sjáum. Svo birtist Agnar hægt í öllu sínu veldi og heldur prikinu lóðrétt út frá sér. Hann hvessir augun á okkur, ógnandi á svip og það drýpur af prikendanum sem hann otar að okkur. Hann ávarpar okkur, heldur stuttur í spuna: „Jæja, hver skeit flotkúknum sem nú er í klósettinu uppi? Ég er búinn að standa við lengi og reyna að mylja hann en þetta er ósökkvanlegt fyrirbæri.“ Svo horfði hann stingandi augum á hvern og einn og las í svipinn, allir voru teknir fyrir. Við urðum eins og kúkar í framan og á endanum varð einn okkar að fara upp og mylja flot- kúkinn lengi dags undir vökulu auga Agnars sem létti ekki takinu fyrr en Flotarinn var með öllu horfinn: „Sé ég ekki örðu þarna í horninu? Þú verður að halda áfram … við skulum ganga hreint til verks.“ Með Nixon og Pompidou í sigtinu  Í Egils sögum, sjálfsævisögu Egils Ólafssonar söngvara, lifnar Reykjavík stillansa og nýreistra blokka í nýjum hverf- um austurborgarinnar, tíðarandi hippaáranna og MH, Spil- verkstíminn, ævintýri Stuðmanna og Þursa, árin í leikhús- inu og íslenska kvikmyndavorið  Páll Valsson skrásetur  JPV gefur út. Félagar Júlíus Agnarsson og Egill Ólafsson í myndakassanum. gefðu Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is vívoactive Verð 46.900 vívofit 2 Verð 19.900 Hvort sem það er einfaldleik- inn við vívofit 2 sem þarf ekki að hlaða, snjallsímalausnir og innbyggði púlsmælirinn í vívosmart HR eða GPS mót- takarinn og golfvellirnir í vívoactive þá eiga heilsuúrin frá Garmin það sameiginlegt að hreyfa við þér. Láttu Garmin hreyfa við þér, þinn líkami á það skilið! vívosmart HR Verð 26.900 Heilsuúrin sem hreyfa við þér!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.