Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 58

Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 BÆKUR Eftir stuttan stans í Osh héldumvið út á þjóðveginn aftur oghjóluðum þessa fáu kílómetratil landamæranna. Fylltum tankana í litlum bæ og hjóluðum svo í síðdegissólinni í átt að snæviþöktum fjöllunum sem aðskilja Kyrgistan og Tajikistan. Endalaus fegurð. Grænt gras upp í miðjar fjallshlíðar, rauðir klettar og snjóhvítir fjallatoppar. Sömu litir og í Tajik-fánanum þó að röðin sé önnur. Eftir því sem innar dró í dalinn minnkaði gróðurinn en ilmurinn í loftinu jókst. Það var eins og sjálf fjöllin ilmuðu. Landamærin voru afgreidd á engri stundu. Hermaðurinn benti okkur á hvar tollarinn var til húsa. Við bönk- uðum hjá honum og syfjulegur maður á joggingbuxum og hlýrabol kom til dyra. „Eruð þið með skotvopn?“ spurði hann á rússnesku og táknmáli. „Nei,“ svöruðum við á sama hátt. „Ókey,“ sagði hann – veifaði okkur í burtu og fór aftur inn til að leggja sig. Svo tók við einskismannslandið milli hinna eiginlegu landamæra. Klifur upp í fjöllin eftir vondum mold- ar- og malarvegi sem hefði verið hryllingur í rigningu. Það var hægt að sjá hvernig forin hafði storknað í hryggjum og rásum eftir síðustu úr- komu. Allt í einu komum við að fossandi á sem hafði brotið sér leið yfir veginn og flæddi niður í gilið á vinstri hönd. Virtist vera bara nýskeð því hún var full af leir og drullu og leit hreint ekki vel út. Högni óð yfir til að tékka á botninum og svo hjólaði ég á eftir með hjartað í brókunum. Áfram héldum við hærra og hærra. Á einum stað sáum við hvar tvær ár, sín úr hvorum dalnum runnu saman, önnur eldrauð og hin grænleit. Upp, upp, upp – hrikalegir klettar og fjöll í öllum regnbogans litum. Hærra og hærra og verri og verri vegur. Önnur á var að ryðja sig, búin að rjúfa veginn. Breið og drullug og straumþung. Þá skiptum við með okkur verkum. Högni keyrði og ég var á myndavélinni. Og allir sáttir. Stuttu seinna komum við að Tajik- landamærunum eftir að hafa farið yf- ir Kyzyl-Art, fjallaskarð í 4.200 m.y.s.. Landamærastöðin var á fer- lega hrjóstrugu, köldu og óvistlegu svæði með nokkrum skúrum á stangli og fáeinum köllum. Okkur var vísað inn á funheita skrifstofu þar sem við sátum á bekk meðan gengið var frá pappírum. Kallarnir voru hinir kátustu. Spurðu hvort við værum hjón og hvað við ættum af börnum. Þessari spurn- ingu svörum við yfirleitt með því að við eigum 7 börn en sundurliðum það ekkert nánar. Íslenskt fjölskyldu- mynstur er heldur flókið til að út- skýra á tungumáli sem maður talar ekki. Þeir óskuðu okkur til hamingju með árangurinn og stungu upp á að við myndum leggja í það 8 í Tajik- istan. Þeim fannst ég frekar verkleg í brynjunni og töldu það minnsta mál fyrir mig að koma bara jafnvel með nokkur í viðbót. Við kvöddum með hlátri og glensi. Við tók Tajikistan. Hér eru bara klettar og grjót. Varla stingandi strá. Þessir fáu, pínulitlu, skorpnu runnar sem vaxa upp úr grjótinu eru um- svifalaust slitnir upp með rótum og hent beint inn í kamínurnar enda ekki margt annað í boði til að brenna til húshitunar og eldamennsku. Þorpið Kara-kol stendur við sam- nefnt vatn skammt frá landamær- unum. Þar héldum við kannski svona einhvernveginn að væri mögulega einhver gróður og eitthvað en um það leyti sem sólin var að setjast og við renndum inn í þorpið sáum við að þar var ekkert frekar en annars staðar. Ekkert gras, engin tré – ekkert nema elskuleg fjölskylda með heimagist- ingu nefnda eftir einkadótturinni Ai- gerim, 5 ára skottu sem endaði á að verða besta vinkona mín og flétta á mér hárið. Húsið var fullt af pólskum mót- orhjólaferðalöngum á leið til Kirg- istan og frúin gaf öllu þessu liði að éta og hýsti okkur öll. Klósettið var úti- kamar með dúandi gólfi yfir holunni og svo horfði maður upp í stjörnurnar gegnum loftið og þvílíkar stjörnur. Við vorum líka ansi nálægt himn- inum í 4.000 metra hæð. (Ég læt fylgja með byrjunina á kaflanum sem fjallar sérstaklega um Tajikistan. Bls. 81). Þetta gerist nokkrum dögum seinna. Högni er kominn á stjá. Hann vaknar alltaf á undan mér enda leitun að manni sem nýtir svefntímann sinn eins vel og hann. Ef hann er andvaka þá má merkja það á því að hann nær að klára setninguna „Góða nótt elsk- an“ áður en hann sofnar. Hann vorkennir mér næturvökur og svefnleysi en stundum er ljóst að hann nennir ekki lengur að bíða eftir að ég rumski á morgnana. Þá er skröltið í honum eins og leikhúshvísl; tónninn er hvíslkenndur en greini- lega má heyra orðaskil aftur á aftasta bekk. Þessi nótt var í erfiðara lagi fyrir okkur bæði. Sjóðheit í framan með bólgnar varir eftir brennandi sólina og rykið daginn áður, stífluð í nefinu með munnþurrk og höfuðverk af há- fjallaveiki. En það var ekkert í boði að liggja í bælinu. Fólkið sem átti yurtið – samskonar tjaldhús og notuð eru í Mongólíu og hýsti okkur þessa nótt – vildi sjálfsagt losna við okkur sem fyrst. Við brutum saman þessi litríku og fallegu teppi sem við höfð- um hlaðið undir okkur og sofið á á gólfinu, pökkuðum dótinu okkar sam- an og röðuðum á hjólin. Tanktöskurnar voru festar á bens- íntankinn og gengið úr skugga um að í þeim væri það sem þar átti að vera. Ljósmyndabúnaður, sími, sólarvörn, hleðslugræjur. Þar sem ekkert raf- magn hafði verið í yurtinu okkar þurfti nú að hlaða öll rafmagnstækin í 12V tenglinum á hjólinu. Með tímanum skapast venjur í pökkuninni, að hluta til byggðar á skynsemi og að hluta til á sérvisku. Það er skynsemi í að hafa þunga hluti neðarlega á hjólinu til að tryggja að þyngdarpunkturinn sé sem lægstur. Því voru lásakeðjurnar okkar og verkfæri í litlum skjóðum sem Högni hafði fest á veltigrindina á hjólinu hjá sér. Svefnpokar, dýnur og föt fóru í annan hliðarkassann og eldhúsdót og matur í hinn. Afturkassinn var nýttur undir það sem nauðsynlegt var að hafa til að grípa í yfir daginn. Smá nesti, vatnsflaska, aukaföt – þó að þau væru sannarlega ekki nauðsyn- leg þessa dagana. Hjólin voru yfirfar- in, tékkað á olíustöðunni, keðjur smurðar, athugað hvort skrölti óeðli- lega í einhverju sem gæti þýtt að bolti hefði losnað eða eitthvað væri brotið, dekkin skoðuð. Allt leit vel út. Hluti af morgunrútínunni hvern dag er að fara yfir birgðastöðu mat- vælanna. Þurfum við að kaupa inn? Er verslun í grenndinni? Getum við keypt okkur morgunverð á leiðinni eða eigum við að malla okkur eitthvað áður en við förum af stað? Staðan þennan morguninn var frekar léleg. Ég fór af stað og svip- aðist um eftir búð. Sá ekkert í fljótu bragði sem minnti á verslun. Spurði góða fólkið á veitingahúsinu um mag- asín. Var bent á hús og þangað arkaði ég. Barði að dyrum og ungur drengur tók á móti mér og fylgdi mér að skúr þar sem einn poki af lauk og annar af kartöflum lá á gólfinu ásamt hrúgu af vatnsmelónum í yfirstærð. Þær voru reyndar gríðarlega freistandi en bara ekkert svo auðvelt að flytja þær á mótorhjóli. Bak við búðarborðið var kexpakki, tvær fernur af ávaxtasafa og nammi í kassa. Ekkert vatn. Ég keypti ávaxtasafa og kexpakka, svona til að koma ekki tómhent til baka og það var nestið okkar inn í þann dag- inn ásamt dós af sardínum frá Rúss- landi. Á leiðinni heim úr kaupfélaginu sá ég nágrannakonu okkar koma gang- andi með leirtau í vaskafati. Hún kraup niður við grunna vatnsrás sem hoggin hafði verið í jarðveginn og lá í gegnum þorpið. Þarna vaskaði hún upp eftir morgunverð fjölskyldunnar en ofar í læknum stóð geit og fékk sér sopa. Rennandi vatn? Jújú það vant- aði ekki. Lá bara ofanjarðar milli húsanna. Það örlaði aðeins á smá sting í ristl- inum við þessa sjón enda teið sem við drukkum á veitingahúsinu kvöldið áður sjálfsagt lagað upp úr þessu sama vatni. Grænt gras og snjóhvítir fjallstoppar  Hjónin Unnur Sveins- dóttir og Högni Páll Harð- arson lýsa bifhjólaferð sinni um Mið-Asíu í bókinni Vega- bréf, vísakort og lyklar að hjólinu  Hvað fær venju- legt fólk á miðjum aldri til að pakka á mótorhjól tjaldi, núðlupakka og nærfötum til skiptanna og hjóla svo í fimm mánuði?  Bókin er ríkulega myndskreytt  Allsherji gefur út. Á ferðalagi Hjónin Unnur Sveinsdóttir og Högni Páll Harðarson lýsa ferða- lagi sínu um Mið-Asíu í bókinni Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu. Munið að slökkva á kertunum Kerti úr sama pakka geta brunnið mis- munandi hratt og á ólíkan hátt Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.