Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
BÆKUR
R
ithöfundar létu sjaldan vita
af því hvað þeim fannst um
skrif okkar – stundum
saknaði ég þess að enginn
vildi fara í fótspor Elíasar Marar
sem skrifaði ágæta grein til að mót-
mæla ritdómi í Þjóðviljanum um
Sóleyjarsögu hans. Ég nefni þó fá-
ein dæmi svo sem til gamans.
Snemma á mínum ferli gengur
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur
snúðugt inn um dyr hjá mér og
spyr: „Veist þú hvað þú hefur gert,
drengur?“ Nei, ég vissi það ekki.
„Þú hefur kallað mig bókmennta-
lega hóru!“
Ég hafði skömmu áður leyft mér
smávegis háð í umsögn um nýtt
bindi af „Íslenskum örlagaþáttum“
sem þeir Sverrir og Tómas skáld
Guðmundsson tóku saman – í þá
veru að fulllítið legðist fyrir slíka
kappa í þessum mannlýsingum. En
hvað gat ég sagt? Sverrir stikaði
um gólf um stund og barði niður
staf sínum en ég þagði eins og
hundur sem hefur velt um koníaks-
glösum þar til þessi meistari stíls
og skarprar rökvísi dregur upp
sérríflösku og segir:
„Jæja, fáðu þér einn.“
Þegar Guðmundur Hagalín var
áttræður skrifaði ég grein um hann
og minntist þar á nokkrar bækur
hans sem ég las ungur og fann
þeim ýmislegt til ágætis. Guð-
mundur hringdi í mig og þakkaði
mér mörgum orðum fyrir pistilinn.
Hann lét þess getið um leið að eig-
inlega hefði hann alltaf verið vel
róttækur maður. Mér er nær að
halda að Guðmundur hafi haldið að
með þessari grein minni hafi hin
rauða kirkja Íslands ákveðið að
taka sig í sátt, að hér hefði mikil
stefnubreyting átt sér stað sem
kallaði á jákvæð viðbrögð. Hann
hafði vanist á það að reikna sín
dæmi á þann veg.
Skáld eru að jafnaði örlátari á
skammir en að þau þakki það sem
þeim líkar vel. Því kom það mér á
óvart þegar ég hitti Stefán Hörð
Grímsson á DAS, þar sem hann bjó
sín síðustu ár, hve undarlega ham-
ingjusamur hann var yfir umsögn
sem ég hafði þá skrifað um nýja
ljóðabók hans, Tengsl. Svo bætti
hann við þessum einkennilegu orð-
um:
„Ég er viss um að aðrir höfundar
hata mig núna. Best að fara ekki úr
húsi.“
Hann sagði líka: „Þú ert sjálfur
skáld, ég efa það ekki. Þú skrifar
þannig …“
Mikið var ég sjálfur sæll með mig
þennan dag.
En hvað sem á gekk: ég lít um
öxl og sé að þetta var indælt stríð.
Hvernig gat bókaormi og lestr-
arhesti fundist annað? Gat nokkurn
skugga borið á þá skemmtun að
stunda listina að lesa? Varla. Nema
hvað lífsklukkan gengur, tímans
tönn er þolinmóð og nagar hvað
sem er. Til dæmis hæfileikann til að
hrífast sem er illt án að vera þeim
sem opnar nýja bók og vill um hana
hugsa og fjalla.
Þá kemur upp í hugann samtal
sem ég átti við Sigfús Daðason
skáld sumarið 1988. Við fórum að
tala um það að nú væru allir hættir
að skrifa bréf: „Menn gefa ekki svo
glatt út bréfasöfn frá seinni hluta
okkar aldar,“ sagði ég.
„Bættur sé skaðinn,“ sagði Sig-
fús.
„Ojæja,“ sagði ég. „Bréf eru nú
góð ábót.“
„Já, ef maður er forlyftur í höf-
undi þá grípur maður feginn hvaða
snifsi frá hans hendi sem er.“
„Verst að það eldist af manni að
vera forlyftur í nýjum höfundum,
grípa í uppnámi nýja bók og hugsa:
hvað er hann að fara þessi,“ sagði
ég.
„Gerir ekkert til,“ sagði Sigfús.
„Maður les bara betur þá gömlu.
Það er gott að lesa Virgil, það er í
honum súbstans. Þótt hann geti nú
verið djöfull leiðinlegur líka.“
„Já, þetta eldist af manni,“ end-
urtók ég. „Miklu frekar getur mað-
ur orðið forlyftur í kvenmanni.“
Nú hló Sigfús.
„Það eldist af manni líka,“ sagði
hann.
„Ekki jafn andskoti hratt og
hrifning af bókmenntum …“
Ég held reyndar að fyrir utan
spellvirki aldursins hafi það þegar
leið á minn gagnrýnandaferil haft
sitt að segja að ég fór að sjálfur að
skrifa bækur. Ég tók eftir því að
meðan ég sjálfur var með skáldsögu
í smíðum fannst mér aðrar skáld-
sögur um stund næsta óþarfar. Lík-
lega er þetta óumflýjanlegur hluti
af þeirri sjálfhverfu sem er allt að
því atvinnusjúkdómur þeirra sem
setja saman bækur. En það kemur
satt að segja líka fyrir bestu skáld
að finnast flest ómerkilegt sem aðr-
ir eru að setja saman. Rússneska
skáldkonan Anna Akhmatova sagði
eitt sinn við góða vinkonu sína:
„Skáld þarf ekki annars manns
kvæði, það ber í sér heilan heim.“
Eins gott að þessi hugsun ráði
ekki yfir öllum dögum gamals lestr-
arhests.
Raunir gagnrýnandans
Eitt á ég samt, endurminningar Árna Bergmanns, grein-
ir frá ferli hans sem lykilmanns í íslensku menningarlífi
Hann var lengi blaðamaður og ritstjóri á Þjóðviljanum,
helsta málgagni íslenskra vinstrimanna, og skrifaði jöfnum
höndum um bókmenntir og alþjóðamál En Árni var
einnig fjölhæfur skáldsagnahöfundur, heimspekingur, eig-
inmaður og faðir sem tengst hefur Rússlandi og gyðingum
á sérstakan hátt Mál og menning gefur út.
Fyrsti ritstjórnarfundur Þjóðviljans í Síðumúlanum Frá vinstri: Árni Bergmann, Guðjón Sveinbjörnsson, Rúnar
Ármann Arthúrsson, Sigurdór Sigurdórsson, Guðjón Friðriksson, Dagur Þorleifsson, Gunnar Steinn Pálsson, Einar
Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson og Svavar Gestsson.
Stigið út fyrir Árið 1971 var settur saman hópur til að búa til vikulegan sjónvarpsþátt um alþjóðamál: Haraldur
Ólafsson, Jón H. Magnússon, Baldur Guðlaugsson og Árni. Á myndina vantar Sonju Diego og Björn Bjarnason.
holar@holabok.is — www.holabok.is
Ævisaga Jóns Magnússonar
skipstjóra, útgerðar- og
athafnamanns á Patreksfirði á
erindi til allra sem áhuga hafa
á sögu sjávarútvegs á Íslandi.
Hann hefur ekki alltaf
fylgt straumnum, heldur fer
hann óhikað sínar leiðir
ef svo ber undir.
Þetta var nú bara svona er
lífleg og skemmtileg bók þar
sem orðalag og frásagnargleði
Jóns fær að njóta sín.
ÞETTA VAR NÚ BARA SVONA