Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 64

Morgunblaðið - 03.12.2015, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 BÆKUR Þ að var helvítis harkan. Þegar ég var eins árs fékk ég lungnabólgu. Og það dóu flestir sem fengu lungna- bólgu á þessum tíma. Pabbi sótti lækni sem var nú svona einum of blautur. Þegar hann kemur inn í húsið og sér „kvikindið“ – sem var ég, hvað heldurðu að hann segi: „Hann drepst. Komdu með kaffi.“ Og brennivín út í eins og alltaf var gert í gamla daga. En ég drapst ekki!… Pabbi kom af næsta bæ, Rakna- dal, og þegar foreldrar hans voru orðnir gamlir fóru þeir út á Pat- reksfjörð til dóttur sinnar. Mamma var vinnukona í firðinum. Hún kom upphaflega sem ráðskona til hans og þau giftu sig síðan. Húsið var rétt í flæðarmálinu á Hlaðseyri. Þetta er svolítil eyri þarna út í Patreksfjörðinn, Hlaðs- eyri, og það er dalur þarna fyrir framan þar sem var heyjað mýr- arhey sem þó var ekkert fóður í en var þó gefið kindunum þegar ekki var hægt að hleypa þeim út. Annars hleyptum við þeim bara út í fjöruna, það var alltaf hleypt út þegar hægt var. En svo þegar ásetningsmenn- irnir komu á vorin var hvergi fal- legra fé en heima. Það er nefnilega fleira matur en þurrt hey. Húsið var hálfgert torfhús en skúr byggður við það, ekki úr torfi. Þarna var búið til 1939 en ég var níu ára þegar nýtt hús var byggt úr steinsteypu. Í gamla húsinu var baðstofa og loft sem var sofið í og við lifðum á því sem náttúran gaf okkur. Vorum með 50 kindur og tvær beljur. Hundur lifði ekki á þessu í dag. Og það var ekki til hey af túnum nema fyrir beljurnar þannig að við fórum á Teistunni, smáskektu sem pabbi átti, út á sjó og háfuðum síld sem kindurnar fengu. Ég hef verið fimm ára þegar ég fór að fara þetta. Ég var ekki einn við það fyrst en við fórum voðalega snemma einir. Við vorum alltaf í sjónum bræðurnir og maður vorkenndi mömmu þegar maður fór að hugsa eitthvað. Að taka þessa skriðla oft á dag, hundblauta upp í klof. Við vorum hins vegar alltaf í vandræðum með neysluvatn þarna heima, bæði í miklum þurrkum á sumrin og frostum á vetrum og þurftum að sækja vatn í á sem er hálfan annan kílómetra fyrir innan bæinn. Bárum þetta í fötum bara. En þetta hafðist einhvern veginn. Það er til dæmis um hörkuna á þessum tíma að amma mín, sem hét Helga, bjó í Krossadal, ysta dalnum í Tálknafirði. Þau afi áttu sjö krakka þegar hann fór eitthvað á skútu og veikist. Hann var settur í land á Þingeyri, dó þar og var graf- inn þar. Bara eins og hundur. Þá sat hún uppi konan með sjö krakka og þurfti að koma þeim hingað og þangað en hélt þeim tveimur yngstu hjá sér. En það eru fáar konur sem eiga sjö krakka með fyrri manni en gullbrúðkaup með seinni manni eins og hún afrekaði … Byssuleyfi 13 ára Ég átti að fermast í Sauðlauks- dal, það var sóknin. En Klásína vildi endilega að ég fermdist á Patreks- firði og því var fengið leyfi til þess að ég gengi til prestsins og fermdist með krökkunum þar. Það var ef- laust vegna þess að ég var í uppá- haldi hjá þeim hjónum og var mikið þar. Hún var yndisleg kona og mað- urinn hennar, Helgi Árnason, hafði vart lært neitt meira en kverið sitt en var mikill snillingur sem hélt öllu gangandi. Þjóðverjar settu til dæm- is upp gúanóverksmiðju hérna heima en fengu hana aldrei til að virka almennilega og fóru bara. En Helgi fékk hana til þess og vel það. Svo eftir stríðið seldu þeir Kan- adamönnum samskonar verk- smiðjur og þá var Helgi fenginn út til þess að setja þær upp. Það var ekki skólagöngunni fyrir að fara þar en hann hafði gaman af því að gera það sem aðrir sögðu að væri ekki hægt. Ég stækkaði hratt og um 13 ára aldur var ég orðinn um 190 cm á hæð, vildi bara vinna og vinna og ekkert helvítis kjaftæði. Þá ætl- uðum við að kaupa byssu og ég vildi vera sjálfstæður svo ég fór til sýslu- mannsins til að sækja um byssu- leyfi. – Nei, nei, þú ert of ungur, segir sýsluskrifarinn. Færð ekkert byssu- leyfi. Þá opnast dyr, sýslumaðurinn kemur fram og segir: – Látið þér þennan dreng hafa byssuleyfi. Þeir eru ekki að þessu að gamni sínu Hlaðseyrardrengirnir eins og Eyrardrengirnir! Hann vissi að við lifðum af þessu og var ærlegur. Svo ég var kominn með byssuleyfi 13 ára gamall. Og þá var aðalmálið að ná sem flestum fuglum í skoti. Í dag skjóta menn út í loftið án þess að fá einn einasta fugl. Við þurftum að ná lágmark tveimur í hverju. Og við skutum aldrei í mark. Aldrei nokkurn tím- ann. Alltaf til matar. Það var alltaf farið á fjörð eins og kallað var ef veður var gott. Þá var skektan tekin og farið að veiða, skjóta eða fiska. Það var létt að róa hennig og við vissum ekkert af því. Þjálfuðumst í að róa og lentum yf- irleitt aldrei í neinu. Nema við hög- uðum okkur eins og vitleysingar einu sinni þegar við settum svo mik- ið af fiski í hana að það var bara nokkurra sentímetra borð og marg- ir fiskar sluppu aftur í sjóinn. Finn- bogi reri og ég stýrði og mátti ekki hreyfa mig í kösinni. Við vorum úti á miðjum firði og það kom þarna bátur frá Raknadal, vélbátur, sem ég bað að taka eitthvað af fiski hjá okkur. – Njah, sagði hann, það gæti ver- ið að við lentum í honum. En þeir náðu engu undir og þeg- ar við vorum komnir hálfa leið keyrðu þeir í land með tóman bát. Þarna vorum við 12-14 ára eða eitt- hvað svoleiðis og þetta var fyrsta mokfiskiríið okkar. Við fórum með fiskinn heim að gera að þessu og pabbi skammaði okkur náttúrlega en við hlustuðum ekkert á það. Afl- inn fór mestur í salt en stundum fórum við með ferskan fisk til Pat- reksfjarðar. Smám saman lærði maður hvað maður komst langt í þessu og hinu og þurfti að reka sig á til þess. Þetta var ákveðinn skóli fyrir framtíðina. Byssuleyfið fengið á táningsaldri Heimahagarnir Hlaðseyri um 1940 á uppvaxtarárum Jóns Magnússonar, skipstjóra og athafnamanns á Patreksfirði.  Þetta var nú bara svona er ævisaga Jóns Magnússonar, skipstjóra og athafnamanns á Pat- reksfirði  Þetta er bar- áttusaga manns sem var ekki hugað líf fljótlega eft- ir fæðingu, hætti að reykja 12 ára gamall og hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumn- um  Bókaútgáfan Hólar gefur út. Jolamjolk.is Fylgstu með á Facebook og jolamjolk.is Jólamjólkin er komin til byggða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.