Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
✝ Dagrún Þor-valdsdóttir
fæddist 1. apríl
1934 í Reykjavík.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum 22. nóv-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Mar-
grét Jónsdóttir, f.
5. september 1910
Stokkseyri, d. 15.
september 1990, og Þorvaldur
Ármannsson verkamaður, f. 15.
júlí 1903, d. 28. mars 1992. Dag-
rún var elst fjögurra systkina
en þau eru: Viktoría, f. 23. apríl
1937, d. 7. maí 2007, gift Magn-
úsi Sigurjónssyni frá Bakka-
velli, Guðný, f. 5. september
1943, í sambúð með Þórdóri
Pálssyni, og Jóhannes, f. 28. júlí
1946, d. 25. október 1974.
Dagrún giftist Björgvin Guð-
mundssyni viðskiptafræðingi,
fyrrverandi borgarfulltrúa, 12.
desember 1953. Eignuðust þau
sex börn. Þau eru: 1) Þorvaldur
sölumaður, f. 8. júlí 1953. 2)
Guðmundur myndlistarmaður,
f. 5. ágúst 1954. Börn hans eru:
a) Steinunn, f. 1982, barnsmóðir
Anna María Hilmarsdóttir.
Steinunn er í sambúð með
1980, barnsmóðir Margrét Guð-
finnsdóttir. Dagrún er gift
Reimari Sigurjónssyni. Þau
eiga þrjú börn: Stefaníu Mar-
gréti, Unni Vilborgu og Helgu
Björgu. c) Ólöf Karla, f. 1988.
Barnsmóðir Hrafnhildur Jóna
Þórisdóttir. Ólöf Karla á eitt
barn, Aron Ísak, með sambýlis-
manni sínum Daða Erni Jens-
syni.
5) Rúnar framkvæmdastjóri,
kvæntur Elínu Traustadóttur
grunnskólakennara. Börn
þeirra eru Sandra Rún, f. 1985,
hún á tvo óskírða tvíburasyni,
og Lena Björg, f. 1987. Hún á
eitt barn, Hrafntinnu Björk,
með sambýlismanni sínum
Gunnari Jónssyni. Börn Elínar:
a) Jóhann, f. 1978, sambýlis-
kona Birgitta Birgisdóttir. Börn
þeirra eru Grétar Rafn og Sæ-
sól Ylfa. b) Júlía, f. 1982.
6) Hilmar aðstoðarskóla-
stjóri, fæddur 28. ágúst 1963,
kvæntur Sjöfn Marvinsdóttur
verslunarmanni. Börn þeirra
eru: a) Dagur, f. 1986. b) Dröfn,
f. 1989, gift Arnari Guðjónssyni.
Dóttir þeirra er Iðunn. c) Ást-
rós, f. 1997.
Dagrún ólst upp í Reykjavík.
Hún var fyrst í Miðbæjarskól-
anum en síðan Melaskólanum
og lauk þaðan fullnaðarprófi.
Hún gekk síðan í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og tók þar
gagnfræðapróf.
Útför Dagrúnar verður gerð
frá Fríkirkjunni í dag, 3. desem-
ber 2015, klukkan 15.
Cornelius Kelleher.
Börn þeirra eru
Benjamín Guð-
mundur og Kári
Harrison. b) Kol-
beinn, f. 1985,
barnsmóðir Soffía
Auður Birgisdóttir.
Kolbeinn er í sam-
búð með Þórönnu
Björnsdóttur. Barn
þeirra er Röskva.
c) Arngrímur, f.
1998, barnsmóðir Þóra Gunn-
arsdóttir. 3) Björgvin mynd-
menntakennari, f. 26. nóvember
1955, kvæntur Pirjo Aaltonen
myndmenntakennara. Þau búa í
Finnlandi. 4) Þórir rafiðnfræð-
ingur, kvæntur Unni Kristjáns-
dóttur leikskólaliða. Þau eiga
saman eina dóttur, Þórunni El-
ísu, f. 2001. Fyrir átti Unnur tvo
syni: Björn, f. 1988, og Kristin,
f. 1990. Þórir eignaðist þrjú
börn í fyrri hjónaböndum: a)
Sigurjón, f. 1976, barnsmóðir
Margrét Guðfinnsdóttir. Sigur-
jón á tvö börn með sambýlis-
konu sinni Margréti Jónsdóttur:
Viktoríu Fjólu og Kristínu Birtu
og tvö börn með fyrri sambýlis-
konu sinni Jónu Kristínu Gunn-
arsdóttur: Margréti Nínu og
Alexöndru Ödu. b) Dagrún, f.
Elsku mamma mín. Mig lang-
ar að þakka þér samfylgdina í
þessu lífi, sem hefur reynst þér
svo erfitt síðustu níu árin eftir að
þú greindist með alzheimers-
sjúkdóminn. En þú hefur alltaf
staðið þig eins og hetja hversu
þungbær sem örlög þín hafa ver-
ið og alltaf haldið skapinu þínu
góða og brosinu þínu bjarta og
fallega, hversu illa sem sjúkdóm-
urinn hefur leikið þig.
Líf þitt hefur ekki alltaf verið
markað erfiðleikum og þjáning-
um, því þú hefur fengið þinn
ómælda skerf af gleði og ham-
ingju, jafnvel síðustu árin, þegar
alzheimers-sjúkdómurinn var
kominn á hátt stig og þú að mestu
hætt að geta tjáð þig með orðum.
Þú fæddist í Reykjavík á
páskadag 1. apríl 1934. Þú ólst
upp í skjóli góðra foreldra, Þor-
valdar Ármannssonar verka-
manns og Jónu Margrétar Jóns-
dóttur húsfreyju. Lengi bjuggu
foreldrar þínir ásamt börnunum,
sem urðu fjögur, að Bakkastíg 6 í
Reykjavík við þröngan húsakost í
einu herbergi í íbúð föðurömmu
þinnar, Guðnýjar Jónsdóttur,
systur sr. Bjarna Jónssonar
vígslubiskups. Tæplega 18 ára
gömul fluttir þú að heiman og
leigðir þér herbergi.
Sumarið 1953 eignuðust þið
pabbi ykkar fyrsta barn. Í des-
ember það ár gaf sr. Bjarni ykk-
ur saman í hjónaband. Þið pabbi
eignuðust sex syni á 10 árum. Það
mæddi því mikið á þér, elsku
mamma mín, sem ungri móður að
hugsa um okkur syni þína barn-
unga, því að pabbi vann fulla
vinnu sem blaðamaður, stundum
langt fram á nótt ásamt háskóla-
námi, fyrstu búskaparár ykkar.
Tæplega 25 ára gömul, í febrúar
1959, hafðir þú eignast fimm syni.
Í vöggugjöf hlaustu marga
góða eiginleika, sem fylgdu þér
alla ævi. Sá eiginleiki þinn sem
mér er minnisstæðastur er kær-
leikur þinn og góðvild. En engum
sem þér kynntist duldist hversu
góð og vönduð kona þú varst og
vildir öllum vel. Þú varst hógvær
og af hjarta lítillát. Tillitssöm
varstu og nærgætin við alla sem
þú umgekkst. Listræn varstu og
smekkvís. Þú hafðir mikla unun
af fallegum blómum og öðrum
gróðri. Þegar þið pabbi höfðuð
reist ykkur hús í Hlyngerði, á átt-
unda áratugnum, hafðir þú veg
og vanda af því að rækta yndis-
legan garð með fögrum blómum
og trjám, sem þótti einstaklega
fallegur. Þar hélstu ásamt pabba
með reglulegu millibili garðveisl-
ur á sumrin fyrir alla fjölskyld-
una.
Elsku mamma mín. Allt fram á
síðustu daga lífs þíns, þegar þú
varst þrotin að kröftum, hélst
baráttuþrek þitt óskert og þú
barðist eins og hetja fyrir lífi
þínu.
Daginn, sem þú kvaddir var
stór hluti fjölskyldunnar saman
kominn við sjúkrabeð þinn. Þú
áttir stóran hóp afkomenda,
börn, barnabörn og barnabarna-
börn sem nutu í ríkum mæli elsku
þinnar og umhyggju.
Við munum öll sakna þín óend-
anlega mikið. Við munum ávallt
heiðra minningu þína fyrir allt
það góða, sem þú gerðir fyrir
okkur. Ég bið Guð að blessa og
styrkja föður minn, bræður og
alla aðra aðstandendur þína.
Ég fel þig Guði á hönd, elsku
mamma mín, með þakklæti fyrir
allan þinn kærleika og hlýju. Ég
trúi því að við munum hittast aft-
ur í ríki Guðs og Jesú Krists. Guð
blessi þig og varðveiti að eilífu.
Þorvaldur Björgvinsson.
Ef marka má sjálfsævisögu-
legar bækur og viðtöl í blöðum og
tímaritum, hafa næstum allir orð-
ið fyrir einhverjum óskunda í
æsku, allra handa ofbeldi, and-
legu og líkamlegu, oft kynferðis-
legu. Þá hefur rúmlega annar
hver maður búið við mikla óreglu
foreldra sinna, drykkjuskap og
eiturlyfjaneyslu eða þurft að upp-
lifa slys, sjúkdóma og dauða og
verið sendir á skuggalegar stofn-
anir uppi í sveit. Ég var heppinn,
ekkert af slíkum ófögnuði þurfti
ég að þola í mínum uppvexti.
Mamma og pabbi voru reglufólk,
drukku í mesta lagi eitt og eitt
rauðvínsglas á margra mánaða
fresti.
Eina ofbeldið á heimilinu var í
sjónvarpskassanum (ókei, ég við-
urkenni að ég tók yngri bróður
minn nokkrum sinnum hálstaki).
Mamma var alltaf til staðar
með sína hlýju nærveru og lifandi
áhuga á því sem við strákarnir
sex vorum að gera eða gera ekki.
Þegar ég lít til baka finnst mér að
ekkert hafi gerst öll mín uppvaxt-
arár, a.m.k. ekkert sem vert er að
segja frá í bók eða blaðaviðtali.
Ekkert nema lífið í öllum sínum
óteljandi blæbrigðum.
Einhverjir myndu segja að það
sé glatað að hafa átt svo við-
burðasnauða æsku, að öllum sé
hollt að lenda í hremmingum þeg-
ar þeir eru ungir til að herða þá
og þroska, einn gekk meira að
segja svo langt að segja að næst
því að missa móður sína væri fátt
hollara ungum börnum en að
missa föður sinn. Ég kaupi ekki
svona speki þó fyndin sé. Ég kýs
að segja að fátt sé hollara ungum
börnum en að eiga mömmu eins
og mömmu mína, þó það sé ekk-
ert fyndið og varla efni í eitt míní-
malískt ljóð.
Guðmundur Björgvinsson.
Síðsumar 1983. Yngsti sonur-
inn kemur heim eftir sumarvinnu
í Vinnslustöðinni í Vestmanna-
eyjum. Veskið er ekki fullt af
peningum þegar hann mætir
heim í Hlyngerði, það er næstum
tómt en með í för er 17 ára stúlka
sem hann kynnir fyrir foreldrum
sínum. Dagrún, mín elskulega
tengdamóðir, og Björgvin tóku
vel á móti okkur. Fyrstu kynnin
voru góð og ég fann strax hvað ég
var innilega velkomin á heimili
þeirra. Samband okkar Dagrún-
ar varð mjög gott og innilegt og
ég leit mjög upp til þessarar
glæsilegu konu sem hugsaði um
stórt heimili, hús og garð af mikl-
um myndarbrag.
Árin liðu, við Hilmar stofnuð-
um okkar eigið heimili og eign-
uðumst börnin okkar. Samskiptin
voru alltaf mikil, enda fluttum við
ekki langt frá þeim á meðan við
bjuggum í Reykjavík. Við meira
að segja eltum þau til Noregs
þegar Björgvin starfaði í Osló
sem sendifulltrúi. Þar áttum við
mjög gott ár saman, bæði í Lier
og í Osló. Eftir að við Hilmar
fluttum á Selfoss þá var hún mjög
dugleg að hringja og spyrja
frétta. Helst þurfti hún þá að tala
við alla, börnunum gleymdi hún
ekki. Dagrún elskaði fólkið sitt
ofurheitt og var dugleg að sýna
það. Löng og góð faðmlög, kossar
og knús þegar við hittumst og
kvöddumst. Það gladdi hana ekk-
ert eins mikið og það að fá fólkið
sitt í heimsókn og þá sérstaklega
barnabörnin. Þá bar hún á borð
dýrindis kræsingar, sem hún
hafði dundað sér við í langan
tíma. Kaffimeðlæti eða gómsæt-
an mat. Hún var listakokkur.
Hún var líka dugleg að bjóða
stórfjölskyldunni til sín, ekkert
endilega af tilefni, en grillveislum
afmælum og jólaboðum mátti
ekki sleppa. Alltaf var reynt að
hafa allan hópinn saman í gleði og
söng. Þrátt fyrir veikindin sem
hún átti við að stríða síðastliðin
níu ár var Dagrún alltaf sama
ljúfmennið. Falleg að innan sem
utan. Alzheimer er erfiður sjúk-
dómur, en alltaf var stutt í
hlýjuna og brosið hjá henni, alveg
fram á síðasta dag.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð Dagrúnu eftir rúm-
lega 32 ára fallegt samofið líf.
Þinn missir, kæri tengdapabbi,
er mikill en við hjálpumst að við
að halda minningu Dædu á lofti
með heimsóknum, myndasýning-
um, sögum, söng, faðmlögum og
kossum. Og Valdi, þú varst klett-
urinn, ásamt tengdapabba, í veik-
indum Dagrúnar. Þín hjálp var
ómetanleg.
Innilegar samúðarkveðjur til
allra sem voru svo heppnir að
ganga í gegnum lífið með Dag-
rúnu.
Sjöfn Marvinsdóttir.
Hjartkær tengdamóðir mín er
fallin frá eftir langvarandi veik-
indi. Mín fyrstu kynni af henni
voru fyrir rúmum sautján árum
þegar Þórir sonur hennar bauð
mér í heimsókn í sumarbústað.
Þegar þangað kom voru þar fyrir
þau heiðurshjón Dagrún og
Björgvin en þá fyrr um daginn
hafði stórfjölskyldan gert sér
glaðan dag í yndislegu veðri. Allir
voru farnir nema þau þegar ég
mætti og hef ég grun um að þau
hafi vitað af komu minni og viljað
hitta þessa dömu sem sonur
þeirra var búinn að vera að hitta
um tíma. Bros, hlýja og yndisleg-
heit og svo koss á báðar kinnar
voru það fyrsta sem tók á móti
mér þegar ég hitti hana þarna í
fyrsta sinn og átti ég eftir að
njóta þessa um ókomin ár. Hún
var sérlega glæsileg kona, tign-
arleg, eins og ein vinkona mín
orðaði það, hún fór reglulega í
lagningu árum saman og var allt-
af glæsilega til fara og ekki laust
við það að ég væri stolt af því að
eiga svona flotta tengdamömmu.
Ég átti tvo drengi þegar ég kom í
fjölskylduna og sýndi tengda-
mamma þeim alla tíð mikla vænt-
umþykju og hlýju enda leið ekki á
löngu þangað til þeir voru farnir
að kalla þau hjónin ömmu og afa
og gera enn þann dag í dag. Hún
var einstaklega barngóð og nutu
barnabörnin þess að fá hlýja
faðminn hennar. Stuttu eftir að
við Þórir kynntumst gerðist
tengdapabbi sendifulltrúi í Osló.
Þangað heimsóttum við þau hjón-
in og voru þau óþreytandi við að
sýna okkur allt það helsta í borg-
inni og er sú ferð afar skemmti-
leg minning. Tengdamamma var
húsmóðir fram í fingurgóma,
heimilið alltaf fínt og fágað og
þegar við kíktum í heimsókn var
fljótlega búið að fylla borðið af
kræsingum, það fór aldrei neinn
svangur frá þeim hjónum. Nú
nálgast jólin óðfluga og þá minn-
ist ég allra jólaboðanna í Braut-
arásnum, þá var glatt á hjalla,
synir, tengdadætur og barnabörn
mætt og tengdamamma alsæl
með að hafa fólkið sitt hjá sér. Nú
er komið að leiðarlokum og gott
að ylja sér við allar minningarn-
ar. Þó að veikindin hafi smátt og
smátt tekið öll völd var alltaf
stutt í brosið og góðlegan hlát-
urinn. Ég kveð þig með söknuði,
kæra tengdamamma.
Þín tengdadóttir,
Unnur.
Okkur systkinin langar að
minnast ömmu Dagrúnar, sem
nú er látin, með fáeinum orðum.
Við kveðjum ömmu með söknuði í
hjarta en jafnframt miklu þakk-
læti fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum með henni. Þrátt
fyrir að eiga mikinn fjölda barna-
barna hafði amma þann eigin-
leika að láta okkur líða eins og við
værum þau einu. Hún veitti
hverjum og einum mikla ást og
athygli og myndaði þannig sterk
tengsl við barnabörn sín. Þegar
við lítum til baka og hugsum um
allar þær góðu stundir sem Hlyn-
gerðisfjölskyldan hefur átt sam-
an, allar stóru veislurnar, þá var
það vissulega amma sem hélt ut-
an um allt saman með góðu
skipulagi og gestrisni. Hún var
sannarlega mikill gestgjafi og
það var ekki einungis á stórhátíð-
um sem amma hristi veislurnar
fram úr erminni heldur beið okk-
ar iðulega hlaðborð af kræsing-
um þegar við komum í heimsókn.
Þó að Hlyngerðisveislurnar
hafi sannarlega verið skemmti-
legar erum við sammála um það
að bestu og nánustu stundirnar
sem við áttum með ömmu voru í
einrúmi, hvort sem það var þegar
við hjálpuðum henni við bakstur
eða spjölluðum um daginn og
veginn. Amma var einstaklega
barngóð kona og fékk aldrei leiða
á að spjalla við okkur. Það var
alltaf gaman að hjálpa ömmu í
eldhúsinu en þar fóru líka fram
mun áhugaverðari samræður en í
stofunni þar sem málefni á borð
við fasteignaverð og gólfefni voru
gjarnan reifuð.
Það var gott að koma í heim-
sókn til ömmu og afa því þar var
alltaf tekið vel á móti okkur og
andrúmsloftið var ávallt gott og
afslappað. Svo afslappað var það
að oftar en ekki lengdust heim-
sóknir okkar sem hófust með eft-
irmiðdagskaffi, þróuðust yfir í
kvöldverðarboð og enduðu með
því að við sigldum heim á leið
þegar fór að nálgast miðnætti.
Amma var mikil fjölskyldu-
manneskja og lagði mikið upp úr
því að stórfjölskyldan hittist sem
oftast. Hennar verður auðvitað
sárt saknað í Hlyngerðisveislum
framtíðarinnar en andi hennar
mun þó alltaf svífa yfir, þar sem
það var hún sem skapaði það and-
rúmsloft sem hefur ríkt innan
fjölskyldunnar í áratugi. Við er-
um óendanlega þakklát fyrir að
hafa átt ömmu Dagrúnu að og
munum minnast hennar með
hlýju og þakklæti um ókomna tíð.
Steinunn, Kolbeinn
og Arngrímur.
Þegar við hugsum til baka þá
er þakklæti okkur efst í huga.
Hversu þakklát við erum fyrir að
hafa átt þessa yndislegu, góð-
hjörtuðu og gullfallegu konu sem
ömmu.
Þakklát fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman og þakklát
fyrir allar minningarnar.
Það má með sanni segja að
Dagrún amma eigi stóran og
mikilvægan hlut í því góða sem
einkennir okkur systkinin í dag.
Hún var alltaf svo jákvæð, bros-
mild og full af orku. Amma var
alltaf svo stolt af okkur systkin-
unum og þegar við flettum í
gegnum gamlar ljósmyndir í dag,
þá má sjá glampann í augunum
hennar og hvernig hún blómstr-
aði af ást. Amma var góður vinur
okkar, vinur sem hægt var að
leita til hvenær sem var. Alltaf
gaf hún sér tíma til að sinna okk-
ur, þá skipti það engu hvort hún
var með svuntuna inni í eldhúsi
að elda jólamat ofan í sex bræður,
maka þeirra og fjöldann allan af
barnabörnum. Amma var alltaf
til staðar.
Dagrúnu ömmu var falið það
stóra verkefni síðustu níu árin að
lifa með alzheimer. Að veikjast af
ólæknandi sjúkdómi getur auð-
veldlega valdið reiði, reiði við líf-
ið. Aldrei bar á því hjá ömmu og
aldrei hrjáði það okkur, því lífs-
gleði ömmu var ávallt yfirgnæf-
andi. Hvernig hún tókst á við
sjúkdóminn, hlédræg en með
bros á vör, undirstrikaði mikil-
vægi þeirra lífsviðhorfa sem hún
tileinkaði sér. Dagrún amma
kenndi okkur svo margt.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi,
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi,
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Við komum til með að minnast
Dagrúnar ömmu allt okkar líf og
minning hennar kemur til með að
móta afkomendur okkar um
ókomna tíð.
Elsku amma, við söknum þín.
Þín barnabörn,
Dagur, Dröfn og Ástrós.
Elsku amma.
Við minnumst þín með hlýju
og brosi á vör, þessi orð ein-
kenndu þig svo vel. Þú varst ljúf,
glöð og góð öllum þeim sem um-
gengust þig. Þú tókst ávallt á
móti okkur með fallega brosinu
þínu, sama hvað á daga þína hafði
drifið. Glæsileiki einkenndi þig
sama hvort það var í veislum,
heima í eldhúsinu eða við bakst-
urinn. Klæðaburður þinn og feg-
urð var á við fallegustu drottn-
ingu heims sem ilmaði af
„ömmu“-ilmvatni sem var toppað
með varalit á fallegu andliti þínu.
Enginn fór svangur heim frá
ykkur afa. Kaffiborðið var ávallt
hlaðið af óteljandi sortum af
bakkelsi og ósjaldan sem litlir
mallakútar borðuðu aðeins yfir
sig til að smakka á öllu sem var í
boði. Já, hver man ekki eftir
möndlukökunni með bleika
kreminu?
Í aðdraganda jólanna fullviss-
um við okkur um að enginn geti
slegið þér við í myndarlegheitum
í bakstri og fjölda smákökusorta
sem beðið var eftir í örvæntingu
Dagrún
Þorvaldsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐNI MARINÓ ÓSKARSSON
tannlæknir á Eskifirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 26. nóvember.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju
5. desember klukkan 13.
.
Margrét Stefanía Sveinsdóttir.
Ástkær faðir okkar,
ÞORSTEINN INGÓLFSSON
bifreiðarstjóri,
lést á Landspítalanum að morgni 1.
desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Halla Dröfn, Ásta Ingibjörg og Sigurður Óli
Þorsteinsbörn.