Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 72

Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 ✝ Hlöðver Ingv-arsson fæddist í Múla í Bisk- upstungum 11. september 1928. Hann lést á Land- spítalanum Foss- vogi 22. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Ingvar Eiríksson bóndi, f. 4. mars 1891, d. 15. mars 1969, og Sig- ríður Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 3. apríl 1904, d. 26. desember 1990. Hlöðver flutti 12 ára gamall að Efri-Reykjum í Bisk- bændur á Bræðraá í Skagafirði. Dætur Hlöðvers og Rögnu eru: 1) Sigríður Inga, f. 27.9. 1966, gift Gunnari Leó Helga- syni f. 3.1. 1963. Börn þeirra eru Hlöðver Ingi, f. 18. júlí 1985, Lára Guðrún, f. 9. mars 1990, og Karen Ósk, f. 1. janúar 1997. 2) Guðrún Hafdís, f. 28. febr- úar 1970. Synir hennar eru Bjarni Magnús, f. 24. maí 1995, Ragnar Helgi, f. 27. júlí 2001, og Svavar Orri, f. 9. janúar 2012. Hlöðver lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1952 og fór síðan að nema húsasmíði og tók meistarapróf í húsasmíðum 1963. Hann vann sem húsasmíðameistari allan sinn starfsaldur. Útför Hlöðvers fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 3. des- ember 2015, klukkan 15. upstungum með foreldrum sínum og bræðrum. Bræð- ur hans eru Ingvar, f. 17. september 1930, d. 11. apríl 2013, Eiríkur, f. 20. maí 1932, d. 29. ágúst 2008, og Gunnar, f. 7. febr- úar 1934. Hlöðver kvænt- ist 26. september 1964 Rögnu Hjaltadóttur, f. 25. ágúst 1937. Foreldrar hennar voru hjónin Hjalti Eðvaldsson, f. 5. október 1901, og Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, f. 9. maí 1904, Elsku besti pabbi hefur fengið hvíld, 87 ára að aldri. Hann vann allan sinn starfsaldur við húsa- smíðar og þá aðallega við ný- byggingar og oft var frítímanum varið í að hjálpa öðrum. Í minn- ingunni var hann sívinnandi. Hann gaf sér þó tíma fyrir fjall- göngur, ferðalög innanlands, veiðiferðir og heimsóknir. Sunnudagsmorgnum var oft var- ið í Esjuhlíðum. Man eftir mér lítilli stelpu trítlandi á eftir hon- um upp fjallið eða hann og mamma farin eldsnemma að ná í svartbaksegg. Pabba fannst gaman að keyra um landið, ferð- inni þá oftast heitið norður í land, Borgarfjörðinn eða um Biskupstungurnar. Sérstaklega dýrmætar finnst mér tvær ferðir sem við fórum síðastliðið sumar. Önnur í Borg- arfjörðinn og réð hann algjör- lega ferðinni. Fórum Hvalfjörð- inn, Dragann, að Hvanneyri og þaðan gömlu Hvítárbrúna og sagði hann okkur sögur alla leið- ina frá þeim tíma sem hann var í skóla og við vinnu í Borgarfirð- inum og engu hafði hann gleymt. Hin ferðin var austur í Tungur á æskuslóðir hans. Fórum við að Torfastöðum þar sem foreldrar hans hvíla, Gullfossi og Geysi og að Haukadal. Enn fleiri sögur fylgdu með. Pabbi hafði mikið gaman af því að veiða. Ófáar ferðir voru farnar í Staðará, Víkurá og Hrolleifsdalsá ásamt fleiri ám. Hann var þolinmóður veiðimaður og fiskinn, komumst við oft þannig að orði að ef pabbi fengi ekki lax þá væri bara enginn lax í ánni. Pabba þótti mikið vænt um fjölskyldu og vini. Voru hann og mamma dugleg að heimsækja ættingja og vini um allt land og fáir staðir sem þau komu ekki á. Hann bar mikla umhyggju fyrir okkur systrunum og barnabörn- unum sex og ávallt tilbúinn að aðstoða með sama hvað var. Á ég honum þar mikið að þakka, alltaf tilbúinn með góðar ráð- leggingar og heimili þeirra ávallt opið. Þegar pabbi og mamma fluttu af Kjalarnesinu í Laufrimann og pabbi settist í helgan stein kom ekki til mála af hans hálfu að fara í eldriborg- arastarf, enda var það bara fyrir gamla fólkið, að hans sögn. Þess í stað fóru þau í langa göngu- túra og oftar en ekki í heim- sóknir í leiðinni. Síðastliðin tvö ár hrakaði heilsunni hjá pabba og voru þau þá meira heima við. En hug- urinn var ávallt hjá vinum og ættingjum og hafði pabbi gaman af að fá heimsóknir og að ræða um landsins gagn og nauðsynj- ar. Elsku pabbi, þín verður sárt saknað en minningin lifir um yndislegan föður. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Þín dóttir, Guðrún Hafdís. Mig langar að minnast Hlöð- vers Ingvarssonar, tengdaföður míns, er lést 22. nóvember síð- astliðinn eftir tiltölulega stutta sjúkrahúsvist. Ég kynntist Hlöðveri fyrir tæpum 33 árum er ég sótti um vinnu hjá honum við trésmíðar, sem ég var þá að læra. Ég man glögglega þegar við hittumst fyrst á Esjugrundinni í eins konar atvinnuviðtali. Ég hafði heyrt um þennan bygginga- meistara, það að hann var sagð- ur hörkuduglegur og góður smiður. Þarna stóð ég í dyrunum og heilsaði… að mér fannst varla meira en þrítugum manni, hann var með kolsvart hár og nánast íþróttamannslega vaxinn í hvít- um stuttermabol, og það var ekki laust við að læddist að mér örlítill beygur, en þá var hann orðinn rúmlega fimmtugur. Þetta hik sem kom á mig þá var nú fljótt að hverfa og hálf finnst manni það nú kjánalegt eftir á, því að Hlöðver hafði al- gjörlega frábæran mann að geyma, var traustur og góður vinnuveitandi og vinur, seinna svo reyndar elskulegur tengda- faðir. Ef ég þyrfti að lýsa Hlöðveri með einu orði held ég að það væri dugnaðarforkur. Á þessum árum sem ég vann hjá Hlölla, en það var hann jafnan kallaður af vinum og fjöl- skyldu, var mikið byggt og margs konar byggingar fyrir stóra og smáa viðskiptavini. Allra skemmtilegast held ég að honum hafi þótt að byggja fyrir bændur, og þá var sama hvort um íbúðarhús eða útihús var að ræða, allt var gert fyrir bændurna. Ég hugsa að það hafi blundað dálítill bóndi í hon- um enda búfræðimenntaður frá Hvanneyri. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á að spjalla um búskapinn við bændurna. Svo held ég bara að honum hafi alls ekki þótt það slæmur kostur að tengdasonurinn var einmitt bóndasonur. Oft áttum við góðar stundir og ræddum landbúnaðinn, bæði fyrr á tímum og nútímann með allri sinni tækni. Oft var mikið undir hjá Hlölla í bransanum og mörg verk í gangi en hann hafði ætíð góða yfirsýn og var afar glögg- ur á hvernig best væri að standa að verki. Hann var ekki maður smámuna, heldur var það stóra myndin sem skipti máli og treysti hann sínum mönnum vel. Það var gott að vinna fyrir byggingameistarann Hlöðver Ingvarsson. Ég tel mig vera sérstaklega lánsaman að hafa kynnst Hlölla og tengst honum fjölskyldu- böndum. Þær eru ófáar minn- ingarnar úr veiðitúrum og ferðalögum með Hlölla og Diddu sem við geymum í hjarta okkar. Þá var hann óþreytandi að leiðbeina og kenna nafna sínum og fyrsta barnabarninu helstu handtökin í veiði og áttu þeir afar vel saman nafnarnir. Þegar hann svo hætti að vinna og komst á aldur eins og sagt er tóku við veiðitúrarnir og ferðalögin um landið sem þau hjónin höfðu bæði yndi af. Hlöðver var afar vel að sér um þjóðmál og vel lesinn. Einn- ig hafði hann mikinn áhuga á enska boltanum og var harður stuðningsmaður Manchester United. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Höf. ók.) Elsku tengdapabbi, takk fyr- ir samfylgdina og hvíl í friði. Gunnar Leó Helgason. Þá er veröldin fátækari. Það hafði legið í loftinu í nokkurn tíma að afi væri að fara frá okk- ur en það er skrítin tilfinning að hugsa til þess að hann sé far- inn. Ég naut þeirra forréttinda að fá að umgangast hann mikið alla tíð og vonandi speglast maður sjálfur að einhverju leyti af því hvernig hann var. Dugnaður og hjálpsemi eru þau tvö orð sem koma upp í hugann þegar maður hugsar um afa. Hann var alla sína tíð afar duglegur og vinnusamur. Mínar fyrstu minningar um hann eru þegar hann var að koma heim til sín á Kjalarnesinu í vinnu- galla úr smíðavinnu. Það virtust líka allir þekkja afa og gefa honum góða umsögn fyrir hversu dugmikill hann var og hjálpsamur. Hann byggði bæði heimili og ýmis vinnuhús fyrir fólk. Amma og afi voru hluti af þessum fasta kjarna sem byggði upp hverfið á Kjalarnesinu og það eru örugglega ekki mörg húsin í gamla hlutanum sem afi átti ekki þátt í að byggja. Heima hjá afa og ömmu voru allir velkomnir og þegar maður hugsar til þess er það hálfótrú- legt hversu margir hafa notið hjálpsemi þeirra í gegnum tíð- ina. Það var alltaf komið vel fram við alla og öllum hjálpað sem þurftu aðstoð. Þegar ég sótti menntaskóla bjó ég hjá afa og ömmu í Graf- arvoginum. Það var dásamlegur tími, þar horfðum við afi alltaf saman á fótbolta þó svo við héldum hvor með sínu liðinu. Afi var mjög duglegur að gera eitthvað með mér. Þær voru ófáar ferðirnar upp á Skaga að horfa á Skagamenn spila fótbolta. Í þá daga var Hvalfjörðurinn keyrður og allt- af mikið spjallað og grínast. Ég fylgdi afa líka oft til vinnu við smíðar. Það var svo augljóst að smíð- ar voru hans heimavöllur og augljóst að hann hafði gaman af starfinu. Síðan voru það allar veiðiferðirnar í gegnum árin, öll sumur síðan ég man eftir mér fór ég með ömmu og afa í veiði, það var alltaf jafn mikil eft- irvænting og alltaf jafn skemmtilegt. Það verður alltaf tómlegra að hafa afa ekki með í veiði í Bræðraána. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þinn nafni, Hlöðver Ingi Gunnarsson. Langri og farsælli lífsgöngu góðs manns er lokið; manns sem vann hörðum höndum við húsasmíðar í áratugi og naut þess að byggja hús yfir fjöl- skyldur sem voru honum kær- ar; manns sem bar hag annarra fyrir brjósti; manns sem var vinmargur og tryggur; manns sem tók sonum okkar hjóna opnum örmum og bar hag okk- ar allra fyrir brjósti, þótt óvandabundin værum; manns sem bjó aldraðri móður sinni og tengdamóður skjól í sínum garði; manns sem elskaði konu sína, börn og barnabörn tak- markalaust og bjó þeim gott líf. Ég á hér við kæran vin, Hlöðver Ingvarsson, en líf okk- ar og fjölskyldu hans hefur ofist saman um 35 ára skeið. Heimili hans og Rögnu, konu hans, og dætra var ætíð opið okkur og sonum okkar tveimur, sem nánast ólust upp hjá þeim til jafns við okkur um langt ára- bil og eftir að fjarlægðin skildi okkur að hélst sama tryggðin og kærleikurinn. Didda og Hlölli áttu hjartastað hjá okkur öllum fjórum. „Þeir eru dreng- irnir okkar,“ sögðu þau. Það voru reyndar ekki bara okkar synir sem nutu þeirra, heldur fjölmargir aðrir, ættingj- ar og vinir, sem ætíð voru au- fúsugestir og ófá börn í og utan fjölskyldunnar hafa dvalið hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þessi gæðahjón höfðu sér- stakt lag á öllum og mestu ólátabelgir urðu að prúðmenn- um í þeirra umsjá. Þennan mæta mann kveðjum við í dag, með virðingu og þökk. Síðustu mánuðir hafa verið hon- um og fjölskyldunni erfiðir, en nú hefur líkn lagst með þraut og Drottinn okkar hefur tekið hann til sín því Jesús segir í Jó- hannesarguðspjalli, 14.1: „Þeg- ar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Og í síðar í guðspjallinu, 14.27: „Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Já, Hlöðver er þar sem Drottinn okkar er, öruggur í ei- lífa lífinu hjá honum. Opinberunarbókin 21.1 og 4 segir: „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin …“ „Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ Við erum börn jarðar, en er- um við ekki líka börn him- ins …? Við elskum lífið, bæði hið jarðneska og himneska. Ekkert líf er án dauða, og enginn dauði án lífs. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur orti skáldjöfurinn Einar Benediktsson í sálmi sínum: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum …? Já, Guð vígir oss öll til mold- ar. Og síðar í sálminum: ... því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. Og maðurinn kemst upp í dýrð himinsins þrátt fyrir hul- iðstjaldið, vegna þess að Guð hefur gefið honum andann. Pre- dikarinn segir í 12.7: „Moldin hverfur aftur til jarðarinnar þar sem hún áður var, en andinn til Guðs sem gaf hann.“ Hlöðver okkar kæri lifir nú í dýrð himinsins og í hjörtum okkar allra sem þekktum hann og unnum honum. Megi Guð allrar huggunar umvefja elsk- aða Diddu og afkomendur þeirra. Guð blessi allt hið góða og fagra sem minning Hlöðvers geymir. Veri hann kært kvaddur í ei- lífri náðinni. Við Einar og drengirnir okk- ar þökkum ljúfa og gefandi samfylgd. Kristín Árnadóttir. Hlöðver Ingvarsson HINSTA KVEÐJA Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Karen Ósk Gunnarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ARNÞÓRSDÓTTIR, Breiðumýri, sem andaðist á HSN á Húsavík 25. nóvember, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14. . Jósep Rúnar Sigtryggsson, Margrét Haraldardóttir, Friðgeir Sigtryggsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Þórunn Sigtryggsdóttir, Gísli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI JÓHANN VIBORG JENSSON, Sóleyjarima 5, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi sunnudaginn 22. nóvember. Jarðarför fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. desember klukkan 15. . Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ingólfur Jón Hauksson, Einar Gísli Þorbjörnsson, Þorbjörn Jóhann Þorbjörnsson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BOGADÓTTIR frá Hvammi í Fljótum, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar þann 22. nóvember. Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14. . Kristrún Helgadóttir, Karl Sighvatsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Þórir Árnason, Sigurður Karlsson, Kristjana Hafliðadóttir, Helgi Einar Karlsson, Stella Bogadóttir og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, Hlíðarvegi 51, Ólafsfirði, sem lést þriðjudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 5. desember klukkan 14. . Sæunn Axelsdóttir, Ásgeir Logi Ásgeirsson, Axel Pétur Ásgeirsson, Sigurgeir Frímann Ásgeirsson, Kristján Ragnar Ásgeirsson, Halldór Ingi Ásgeirsson, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.