Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 80

Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 80
80 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Félagi lætur skoðun í ljós sem er ólík þinni. Hætt er við að þú látir freistast og far- ir yfir strikið í dag og heilsan bíði tjón af. Vertu hvort tveggja. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þú hafir lagt þig allan fram um að koma máli þínu til skila, er einhver sem vill ekki hlusta. Notaðu tækifærið á meðan þú hefur vindinn í seglin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sá sem getur helst hjálpað þér er nálægt þér. Sannleikurinn er sá, að hug- ulsemin sem þiggjandanum er sýnd dugar yfirleitt til þess að finna viðeigandi gjöf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú ert alltaf að búast við vand- ræðum, leita þau þig uppi. Frá og með deg- inum í dag er þetta úr sögunni og þú getur haldið fram veginn léttari en ákveðnari í spori. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er alltaf ráðlegt að fara varlega í samskiptum sínum við ókunnuga og hleypa þeim ekki lengra en efni og aðstæður eru til. En allur oflátungsháttur er þó til bölvunar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Varaðu þig á fjárfestingum í dag því þú gætir ofmetið heppni þína. Veltu þessum hlutum fyrir þér í einhvern tíma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu opin/n fyrir ráðleggingum vina þínna í dag, sérstaklega þeirra sem eru eldri og reyndari en þú. En í raun og veru voru þeir hvorki einfaldir né auðveldir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki gráma hversdagslífs- ins ná tökum á þér. Uppáhalds viðfangsefnin eru viðskipti yfir höfin, nýtt tungumál eða daður við dularfulla manneskju sem kemur langt að. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekkert er sjálfsagt í henni veröld. Loksins taka yfirmenn þínir eftir gríðarlegum hæfileikum þínum. Skellið ekki skollaeyrum við þeim heldur gaumgæfið þær. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir sjálfan þig. Reyndu líka að taka til hendinni heima fyrir sem best þú getur. Í dag er góð- ur dagur til að fara yfir óunnin verkefni og koma skikki á hlutina 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við. Reyndu að leysa málin á sanngjarnan hátt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir þurft að ráðleggja þig við kennara eða sérfræðing á einhverju sviði í dag. Haldtu áfram að vinna vel því nú munu draumar þínir rætast. Þessar kattarvísur eftir Jósefínu Dietrich eru skemmtilegar: Ég að öllum háska hlæ og hoppa í snjónum þó mér verði kalt á klónum. Töluvert hvað tíkargjólan tekur í. Ýfist rófan út af því. Það getur verið skemmtilegt að taka upp gamlar hendingar, þegar það er vel gert eins og hér. Þá verð- ur vísan kunnugleg. Níels skáld seg- ir í Fransrímum: Ég að öllum háska hlæ á hafi Sóns óþröngu, mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Jón tíkargjóla bjó í Örfirisey og dó árið 1816. Hann „var veiðimaður í kappsfyllra lagi og skaut á sel, en sel- urinn raknaði svo úr rotinu. Sá Jón þá þann grænstan að þrífa í dindilinn og láta selinn draga sig,“ segir í Griplu. Jón var orðlagður hörku- maður og sjósóknari. Kallaði það „tíkargjólu“ á sjó, þegar öðrum þótti rok og ófæra. Um hann orti Grímur Thomsen kvæðið „Jón tíkargjóla“ : Á Skerjafirði skaut hann sel, en skaut hann ei til fulls í hel; selurinn enn var syndur vel og sýndi honum ið gráa stél. Veiðibráður var hann Jón, vildi sels ei bíða tjón; hugaður eins og harðfengt ljón henti hann sér í laxafrón. En – seggurinn eigi syndur var sökk hann því til hálfs í mar, sels hann hreifa hremmdi snar og hélt sér dauðahaldi þar. Kópur hann í kafi dró, kempan nóg þar drakk af sjó; upp í sker þeir skoluðust þó; skalf hann Jón, en – selinn sló. „Mikið varstu fífl og flón að fleygja þér í sjóinn, Jón! síður en eigi syndur.“ – Tón sendi Jón um ýsu frón: – „Þó fljóti ég lítið betur en blý, bræður góðir! treysti eg því, að selurinn er sökkva-frí og sjórinn nógur að drífa í“ Það hefur legið vel á Ólafi Stef- ánssyni þegar hann orti: Eftir dufl og dægurmas, sem drýgir máttinn, fá sér ískalt freyðiglas fyrir háttinn. Sigmundur Benediktsson svaraði að bragði: Fráleitt Óli fær í glasið fyrir háttinn, fönguleg hans faldagáttin fullvel getur aukið máttinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kattarvísur og Jón tíkargjóla Í klípu „ÞETTA ER EINI STAÐURINN ÞAR SEM MÉR FINNST ÉG VERA NÆGILEGA ÖRUGGUR TIL ÞESS AÐ TJÁ REIÐI MÍNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU VISS UM AÐ ÉG MUNI GETA SYNT MEÐ HANA Á MÉR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem gerir jólin svo sérstök. HÁRKOLLUR ÉG GÆTI ALDREI BORÐAÐ KATTAMAT! EKKI EF ÞÉR ER ANNT UM LÍFIÐ! PABBI, HVERNIG VEIT ÉG HVORT EITTHVAÐ ER RÉTT EÐA RANGT? ÞEGAR EITTHVAÐ ER GOTT FYRIR ÞIG… …ÞÁ ER ÞAÐ RÉTT! ÞAÐ ER LÉTT! Víkverji íhugaði það vandlegahvort hann ætti að láta sig hafa það og skipta um trúfélag fyrir mánaðamótin. Hann er nefnilega fæddur á þeim tíma þegar börn voru sjálfkrafa skráð í trúfélag móðurinnar og hefur einfaldlega aldrei nennt að skrá sig úr Þjóð- kirkjunni. Enda hver er tilgang- urinn, þegar félagsgjaldið yrði rukkað hvort sem er, en bara af- hent einhverjum öðrum? x x x Á endanum ákvað Víkverji aðsitja sem fastast í Þjóðkirkj- unni, þar sem hann dró stórlega í efa um að Zúistafélagið myndi geta efnt loforð sitt um að endurgreiða sóknargjöldin. Í versta falli væri Víkverji, ásamt þúsund öðrum, að fjármagna ferð einhvers skugga- baldurs til Ríó de Janeiro, en í besta falli myndi hann þurfa að borga skatt af skattinum sem hann væri að reyna að endurheimta. Hvorugt hljómaði þess virði að Vík- verji myndi gera sér sérstaka ferð niður í Þjóðskrá. x x x Víkverji skilur hins vegar alveg afhverju zúisminn heillaði svo marga. Ímyndið ykkur að allir Ís- lendingar væru nauðbeygðir til þess að borga félagsgjöld til ein- hvers íþróttafélags, jafnvel þó að áhuginn á því að tilheyra slíku fé- lagi væri minni en enginn. Svo þeg- ar viðkomandi vildi skrá sig úr íþróttafélaginu, þá skipti það engu máli, því að ríkið myndi innheimta gjaldið engu að síður, en bara láta það renna í eitthvert annað málefni sem viðkomandi hefði kannski enn minni áhuga á. x x x Það hljómar svo sem ekkert svoilla í eyrum Víkverja, enda hef- ur hann lengi gantast með það að hann eigi sér líklega bara ein trúar- brögð fyrir utan Máttinn í Star Wars: Knattspyrnufélag Reykjavík- ur. Hann mun því líklega bíða með ferðina í Þjóðskrá þangað til ein- hver framtakssamur Vesturbæing- urinn stofnar trúfélag sem miðar að því að skila sóknargjöldunum þang- að sem Víkverji sækir flestar „messurnar“. víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37:5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.