Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 83
MENNING 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Sölvi Sveinsson, fyrrverandiskólastjóri, er fyrst og síð-ast Króksari. Hann fer„heim á Krók“ sér til sálu-
bótar og upplyftingar, segist stund-
um búa í Reykjavík en eigi heima á
Sauðárkróki. Dagar handan við
dægrin er eins konar óður til æsku-
stöðvanna, þar sem minning-
arbrotum er raðað saman í heild-
stæða mynd af mannlífi og
aðstæðum í þorpi sem er að breytast
á 6. og 7. áratug síðustu aldar.
Ég hef alltaf öf-
undað þá sem eru
sannfærðir um að
þeir muni allt.
Geti án mikillar
fyrirhafnar rifjað
upp löngu liðin at-
vik úr lífshlaupinu
og vitnað jafnvel
orðrétt í það sem
sagt var. Í krafti
þessarar sann-
færingar hafa fjölmargir talið rétt
að setjast niður og skrifa æviminn-
ingar sínar – sumir með aðstoð. En
minnið getur verið svikult og stund-
um læðist sá grunur að mér að ein-
hverjir hafi fallið í þá freistni að rita
minningar til að setja á blað hvernig
þeim finnst að lífshlaupið hefði átt
að vera.
Sölvi Sveinsson fellur ekki í þessa
freistni og viðurkennir fúslega að
tíminn skilji „eftir tilviljanakennt
brotasilfur í huga hvers og eins og
enginn man sömu atvik með ná-
kvæmlega sama hætti“:
Hver og einn rifjar upp með sín-
um hætti, augu annarra sáu ekki það
sama og ég, eyru þeirra námu önnur
orð en mínar hlustir. Allt er það
samt „rétt“ að einhverju leyti þótt
vissulega hætti mönnum til að fegra
eigin athafnir þegar þeir ala upp
ungviði sitt; ýkir aldinn hugur gæti
verið málsháttur.
Dagar handan við dægrin er ekki
ævisaga. Höfundurinn er ekki upp-
tekinn af sjálfum sér heldur sam-
ferðamönnum sínum á æskuárunum,
menningu, lífs- og staðháttum
þorpsins sem er að breytast og vaxa.
Sölvi Sveinsson hefur einstakt
vald á íslensku máli og nýtir sér fjöl-
breytileika þess hvort heldur er í
mannlýsingum eða til að krydda
skemmtilegar sögur af strákapörum
æskuáranna. Þegar saman fara
leiftrandi frásagnargleði, kímni og
ritfærni, verður útkoman góð bók –
skemmtileg og oft fyndin. Bók sem á
ekki aðeins erindi til innfæddra
Króksara heldur til allra sem hafa
gaman af þjóðlegum fróðleik – sögu
og menningu þjóðar.
Svipmyndir frá skólaárunum eru
lifandi og undirstrika hversu margt
hefur breyst. Hvorki kennarar né
foreldrar á Króknum – frekar en
annars staðar á landinu – könnuðust
við athyglisbrest, ofvirkni og mis-
þroska. Orðin voru ekki til í málinu
enda var óþekkt bara óþekkt. Eng-
inn fékk sérkennslu og lesblinda
þekktist ekki. Krakkarnir voru með-
vitaðir um skyldur sínar og höfðu
engin réttindi. „Nú eru langflestir
unglingar (og fullorðnir reyndar
líka) meðvitaðri um réttindi sín en
skyldur,“ skrifar skólamaðurinn
Sölvi.
Það eru tíu ár á milli okkar Sölva
og því þekki ég ekki eða man
kannski ekki allt, sem Sölvi rifjar
upp. Og ekki höfum við Sölvi haft
sömu augu og eyru fyrir öllu því sem
gerðist á Króknum. En margt rifjast
upp sem var löngu gleymt og litríkir
Króksarar frá æskuárunum, standa
ljóslifandi frammi fyrir hugskots-
sjónum mínum. Mundi Möggu Valda
Garðs, Kristján Skarp, Tommi í
Syðribúðinni, Bjössi Narfa, Ívar
póstur, Valdi rakari, Hvati á Stöð-
inni og auðvitað Bogga Munda
Möggu Valda Garðs. En einnig þeir
sem stóðu mér nær; Jón í Gránu,
Bjössi rafvirki og Guðjón í bak-
aríinu. Allt Króksarar sem hver með
sínum hætti settu svip á þorpið og
gáfu því lit. Án þeirra og margra
annarra hefði grámygla hversdags-
ins náð yfirhöndinni.
Krókurinn var að breytast úr
þorpi í kaupstað en hélt í sakleysi
sitt. Dyrabjöllur voru óvíða og heim-
ili manna ólæst og „gestkomandi
birtust óforvarandis í eldhúsdyr-
unum; bönkuðu kannski lauslega á
útidyr áður en þeir snöruðu sér inn
ef þeir voru ekki nema í góðu með-
allagi málkunnugir og minna en
fimmmenningar að skyldleika eða
svo“. Heima á Smáragrund gengu
allir um þvottahúsið og aðaldyrnar
aldrei notaðar nema af ókunnugum
eða þeim sem sjaldan áttu erindi við
pabba eða mömmu.
Þá var borðaður fiskur – ýsa –
enda höfðu alþýðuheimili efni á slíku
lostæti. Stundum feitur steinbítur
eða velsteikt rauðspretta með roði
og kartöflum, grjónagrautur og slát-
ur. Við Sölvi eigum það sameiginlegt
að hafa komist hjá því að borða mik-
ið af signum fiski með hamsatólg.
Ora baunir voru settar á diska jafnt
með hversdagsmat og jólasteikinni.
Kartöflur voru með öllu enda rækt-
aðu nær allir sínar eigin kartöflur.
Matarvenjur hafa breyst í takt við
tímann líkt og kröfur til lífsgæða al-
mennt:
Guttormur Óskarsson og Ingveld-
ur kona hans, Inga Rögnvalds Valda
Kota, hún Inga Guttorms, hófu bú-
skap sinn hjá Kristni Briem kaup-
manni, leigðu þar herbergi og eld-
húsið var baðherbergi Briems, þar
voru fjalir lagðar yfir baðkarið og á
þeim elduðu ungu hjónin mat sinn á
prímus. Á laugardögum fóru þau að
heiman, en á meðan baðaði Briem-
fjölskyldan sig í eldhúsinu þeirra;
fjalir stóðu upp við vegg á meðan og
kaupmaður Briem og synir hans og
kona dýfðu sér í vatnið. Svona var
fjölum raðað aftur á sinn stað. Svona
var nú Krókurinn þéttbyggður og í
fá hús að venda fyrir ung hjón.
Dagar handan við dægrin skiptist
í 19 kafla sem eru sjálfstæðir en
þættast saman í heilstæða bók.
Marga hafði ég lesið áður enda hef-
ur Sölvi haft þann sið að gefa út það
sem hann kallar af hógværð „smá-
kver“ og gefa vinum og vandamönn-
um. Sum hef ég eignast. Á annað
hundrað ljósmyndir prýða bókina og
margar þeirra einstaklega skemmti-
legar.
Frágangur er til fyrirmyndar eins
og við er að búast þegar Sögufélag
Skagfirðinga stendur að útgáfu.
Nafnaskrá fylgir sem eykur nota-
gildi bókarinnar.
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn „Þegar saman fara leiftrandi frásagnargleði, kímni og rit-
færni, verður útkoman góð bók – skemmtileg og oft fyndin,“ skrifar rýnir
um endurminningabók Sölva Sveinssonar, Dagar handan við dægrin.
Óður til æskustöðva
Endurminningar
Dagar handan við dægrin –
Minningarmyndir í skuggsjá tímans
bbbbn
Eftir Sölva Sveinsson.
Sögufélag Skagfirðinga, 2015.
Innbundin, 367 bls.
ÓLI BJÖRN
KÁRASON
BÆKUR
Tónleikar í Salnum
haldnir í kvöld
Í frétt í Morg-
unblaðinu í gær
sagði að jóla-
tónleikar mæðgn-
anna Önnu Mjall-
ar Ólafsdóttur og
Svanhildar Jak-
obsdóttur, Jólin
jólin, yrðu haldn-
ir þá um kvöldið í
Salnum í Kópa-
vogi. Það er ekki
rétt því tónleikarnir verða haldnir í
kvöld í Salnum kl. 20.30 og er beðist
velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Svanhildur
Jakobsdóttir
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Fös 4/12 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00
Fös 11/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Margverðlaunað meistarastykki
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Lau 12/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 3/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00
Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 21:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00
Fös 11/12 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Sun 6/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Takmarkaður sýningartími
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
Láttu bara eins og ég sé ekki hérna (Ýmis rými baksviðs önnur
en salur)
Mið 9/12 kl. 18:00 Fim 10/12 kl. 18:00 Sun 13/12 kl. 17:00
Mið 9/12 kl. 19:00 Fim 10/12 kl. 19:00 Sun 13/12 kl. 18:00
Mið 9/12 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 19:00
The Valley (Salur)
Lau 19/12 kl. 20:30
KATE (Salur)
Fim 3/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Fös 4/12 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00
Ævintýrið um Augastein (Salur)
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 15:00 Sun 13/12 kl. 15:00 Sun 20/12 kl. 15:00
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
H
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn
Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn
Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn
Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 6/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar - Nýtt verk eftir Björn Hlyn Haraldsson.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/12 kl. 19:30
Lokasýning
Síðustu sýningar á meistaraverki Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn
Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Lau 23/1 kl. 16:00 2.sýn Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!