Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
Úrræðagóður Stúfur
Stúfur og snjókarlinn
bbbmn
Texti og myndir: Brian Pilkington.
Íslensk þýðing: Sigþrúður Gunnarsdóttir.
Mál og menning, 2015. 29 bls.
Í bók sinni
Stúfur og snjó-
karlinn heldur
Brian Pilkington
áfram að vinna
með íslensku
jólasveinana.
Líkt og titillinn
gefur til kynna
er Stúfur hér í
aðalhlutverki. Þegar hann getur ekki sofið
fyrir hrotum bræðra sinna og foreldra heldur
hann út í vetrarsólina þar sem hann býr til
snjókarl. Hann er svo stoltur af snjókarlinum
að hann langar að sýna mömmu sinni hann,
en hann veit sem er að Grýla nennir ekki að
ganga langa leið í kulda og snjó til þess eins
að skoða einn snjókarl. Sagan hverfist um til-
raunir Stúfs til að koma snjókarlinum í heilu
lagi heim í hellinn. Stúfur er býsna úrræða-
góður og tekst að lokum ætlunarverk sitt
fjölskyldu sinni til mikillar gleði.
Teikningar Brians eru mjög fallegar og
fullar af smáatriðum sem lesendur geta legið
yfir sér til mikillar ánægju. Sagan er einföld
og ætti að höfða vel til ungra barna. Einbeit-
ing Stúfs er til fyrirmyndar, enda gefst hann
aldrei upp þó verkefnið sé erfitt og á móti
blási.
Líkt og í bókinni Þrettán dagar til jóla sem
Brian sendi frá sér fyrir ári má innan á kápu
bókarinnar finna stutta lýsingu og myndir af
jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og jólakett-
inum til að hjálpa ungum lesendum að muna í
hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða og
er það vel til fundið.
Margur er knár þó hann sé smár
Vinabókin
bbbmn
Hugmynd og texti: Jóna Valborg Árnadóttir.
Myndskreytingar: Elsa Nielsen.
Mál og menning, 2015. 41 bls.
Vinabókin er þriðja
bókin á jafnmörgum ár-
um úr smiðju Jónu Val-
borgar Árnadóttur og
Elsu Nielsen þar sem
stúlkan Sóla er í aðal-
hlutverki. Líkt og ráða
má af titlinum er vin-
áttan í forgrunni í bók-
inni, en einnig sjálf-
stæðistilburðir Sólu.
Bókin hefst á því að Sóla og pabbi hennar
baka saman köku. Pabbinn, sem kallar Sólu
alltaf Pínu Pons, virðist ekki hafa áttað sig á
því að Sóla getur mun meira en hann heldur.
Þannig treystir hann henni hvorki fyrir því að
brjóta eggin né mæla mjólkina og hveitið.
Eftir kökubaksturinn fer Sóla ein út að leika
sér. Þá fær hún þá hugmynd að byggja kofa og
hefst handa við að finna til allan nauðsynlegan
efnivið. Þar sem hún er önnum kafin við undir-
búninginn kemur Skorri, sem nýfluttur er inn í
næsta hús við Sólu, og spyr hvort hún vilji
leika.
Í sameiningu byggja þau Sóla og Skorri kof-
ann við mikla undrun og jafnframt hrifningu
pabba Sólu, sem áttar sig loks á því að margur
er knár þó hann sé smár og einnig að margar
hendur vinna létt verk. Þetta er undirstrikað
með mjög skemmtilegum hætti í yndislegum
myndum Elsu, því þar má sjá litla vinnandi
maura sem saman geta borið stóra kökusneið
og þunga spýtu. Líkt og í fyrri bókum um Sólu
er í myndunum blandað saman teikningum,
ljósmyndum og klippimyndum með góðum ár-
angri.
Leitað langt yfir skammt
Viltu vera vinur minn?
bbbbn
Eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Töfraland - Bókabeitan, 2015. 24 bls.
Vináttan er lyk-
ilþema í bókinni Viltu
vera vinur minn? eftir
Bergrúnu Írisi Sævars-
dóttur. Sagan fjallar um
einmana kanínu sem
finnst eins og allir eigi
vini nema hún. Hún
ákveður að smíða brú í
von um að finna vini
hinum megin við læk-
inn. Fljótlega kemst hún að því að hún getur
ekki smíðað brúna hjálparlaust og skyndilega
birtast dýr af ýmsum stærðum og gerðum til
að hjálpa henni, m.a. sterkir birnir og fuglar
sem kunna að flétta band. Kanínan kemst að
því að öll höfum við ólíka hæfileika sem koma
að góðum notum og þegar allir hjálpast að
verða óyfirstíganleg verkefni leikur einn.
Þetta er fallegur boðskapur. Kanínan upp-
götvar þannig að vinir eru allt um kring og
grasið er ekkert endilega grænna hinum meg-
in við lækinn.
Textinn er sparsamur í bókinni, en mynd-
irnar bera stóran hluta sögunnar áfram og
koma tilfinningum aðalpersónunnar af-
skaplega vel til skila. Höfundur nýtir meira að
segja saurblöðin með afar hugvitssamlegum
hætti til að koma framvindunni til skila. Þann-
ig má á saurblöðum fremst aðeins sjá fótspor
kanínunnar, meðan fótspor allra dýranna í
bókinni birtast á saurblöðum aftast. Viltu vera
vinur minn? er yndisleg bók fyrir yngstu les-
endur og miðlar afar fallegum boðskap.
Hárbeitt ádeila eða hjartnæm
dæmisaga um gjafmildi og ást?
Gjafmilda tréð
bbbnn
Eftir Shel Silverstein.
Íslensk þýðing: Jakob F. Ásgeirsson.
Ugla, 2015. 52 bls.
Rúm fimmtíu ár
eru síðan Shel Sil-
verstein sendi frá
sér bókina um gjaf-
milda tréð. Hún hef-
ur síðan selst í millj-
ónum eintaka í
Bandaríkjunum og
verið þýdd á fjölda
tungumála.
Bókin, sem er af-
ar fallega mynd-
skreytt með einföldum pennateikningum höf-
undar, fjallar um eik sem elskar dreng alla ævi
hans. Meðan drengurinn er lítill kemur hann á
hverjum degi til eikarinnar og klifrar upp bol
hennar, sveiflar sér í greinum hennar, borðar
epli hennar og hvílir sig í skugga hennar. Ungi
drengurinn tjáir eikinni ást sína á barnsaldri,
en þegar hann vex úr grasi hættir hann heim-
sækja hana nema þegar hann vantar eitthvað,
hvort heldur það eru peningar, hús eða bátur.
Á fullorðinsárum heimsækir drengurinn
eikina því aðeins fjórum sinnum með löngu
millibili, en teikningar höfundar sýna greini-
lega hvernig drengurinn breytist úr því að
vera fyrst barn, síðan unglingur, fullorðinn,
roskinn og loks gamalmenni þó eikin ávarpi
hann ávallt sem „strák“. Fyrst gefur eikin
drengnum öll epli sín, því næst greinarnar og
loks bolinn til þess eins að gleðja drenginn. Að
lokum er ekkert eftir af eikinni annað en gam-
all trjástubbur sem nýtist drengnum, sem þá
er orðinn gamalmenni, til að hvíla lúin bein.
Í kynningu á bókinni hefur verið lögð
áhersla á að hér sé á ferðinni „hjartnæm
dæmisaga um gjafmildi og ást“ eins og stend-
ur m.a. á bókarkápu. Við fyrstu sýn virðist
höfundur draga upp mynd af skilyrðislausri
ást, en eikin fórnar öllu til þess eins að gleðja
drenginn. Athygli vekur hins vegar að dreng-
urinn þakkar aldrei fyrir sig. Og þó dreng-
urinn verði fullorðinn í sögunni hagar hann sér
alla ævi eins og heimtufrekt barn, en í því
samhengi mætti sjá eikina sem foreldri sem
gleðst yfir því einu að geta aðstoðað afkvæmi
sitt.
Eigi að lesa bókina sem dæmisögu um vin-
áttu er augljóst að samband vinanna tveggja
er ekki á jafningjagrundvelli þar sem annar
aðilinn notfærir sér góðmennsku og væntum-
þykju hins án þess að gefa neitt í staðinn. Sag-
an, sem við fyrstu sýn virðist falleg dæmisaga
um einstaka gjafmildi, breytist þannig fljótt í
sorgarsögu um misnotkun.
Sé sagan hins vegar túlkuð sem samband
manns við náttúru birtir bókin hárbeitta
ádeilu á umgengni mannskepnunnar við móð-
ur jörð þar sem maðurinn nýtir náttúruna út í
hið óendanlega þar til ekkert nýtanlegt er eft-
ir og fegurðin samtímis horfin.
Þýðing Jakobs F. Ásgeirssonar er þjál, en
honum er ákveðinn vandi á höndum að kven-
gera tréð. Í enska frumtextanum er tréð kven-
gert og alltaf vísað til þess sem „hún“. Til að
halda réttu kyni velur þýðandi að segja að tréð
sé eik, en það virkar svolítið ankannalega þeg-
ar eikin ber ávöxt í formi epla í stað akarna.
Vinur er sá sem
til vamms segir
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Fyrirmynd „Einbeiting Stúfs er til fyrirmyndar, enda gefst hann aldrei upp þó verkefnið sé
erfitt og á móti blási,“ segir í rýni um bókina Stúfur og snjókarlinn eftir Brian Pilkington.
Tríóið Stjörnu-
bjart kemur fram
á tónleikum í tón-
leikaröðinni Á
ljúfum nótum í
Fríkirkjunni í
dag kl. 12.
Tríóið skipa
þau Ágústa Sig-
rún Ágústsdóttir
söngkona, Sváfn-
ir Sigurðarson
gítarleikari og
söngvari og Haraldur V. Svein-
björnsson píanóleikari og söngvari.
Saman flytja þau tónlist af nýút-
komnum diski er nefnist Stjörnu-
bjart. Á efnisskránni er „hugljúf
skammdegistónlist sem er lág-
stemmd, klædd í snjó við yl frá
kertaljósi,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar stendur jafnframt að lögin
koma víða að. Þar eru nokkur þjóð-
lög, íslenskar perlur, sálmalög,
Gustav Holst og Jean Sibelius koma
við sögu sem og sænskir höfundar á
borð við Pererik Moraeus og þá
Benny og Björn úr ABBA.
Stjörnubjart í
Fríkirkjunni í dag
Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir