Morgunblaðið - 03.12.2015, Side 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Dúkar & servíettur
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta
Síðumúla 32, Reykjavík – Tjarnargötu 17, Keflavík – Glerárgötu 32, Akureyri
Sími 588 5900 – alnabaer.is – Opið: mán -fös 11-18
Drapplitaður hördúkur
með servíettum.
Stærð 160x230,
160x280
Beis eða hvítur dúkur
Stærðir: 150x220,
150x250, 150x300,
150x320
Hvítur dúkur
Stærðir: 150x220,
150x250, 150x300
Hvítar servíettur
6 stk. í pakka
Úrval af fallegum dúkum og servíettum í ýmsum stærðum og gerðum
Lítið við
og skoð
ið
úrvalið
Blúnda ásamt undirdúk,
2 saman í kassa.
Stærðir: 160x220,
160x250, 160x300
Strax í upphafskafla bók-arinnar Hersetan á Strönd-um og Norðurlandi vestragefur Friðþór Eydal tóninn
að fróðlegri bók. Þar segir höfund-
urinn í hnitmiðuðum tveggja blað-
síðna texta hvernig kaupin gerðust
þegar Ísland var
hernumið í síðara
stríði, sem aftur
leiddi af sér mestu
breytingar sem
orðið hafa á ís-
lensku þjóðlífi.
Umsvif stríðs-
rekstrarins náðu
til landsins alls, þó
í mismiklum mæli
væri. Sumu frá þessum tímum hafa
söguritarar lítið sinnt, svo sem því að
herir Breta og síðar Bandaríkja-
manna höfðu talsverð umsvif við
Húnaflóa og í Skagafirði. Að því leyti
er mikill akkur í þessari bók Frið-
þórs, sem áður hefur skrifað margar
bækur um þessa áhugaverðu átaka-
tíma.
Borðeyri og Reykir við Hrútafjörð
voru mikilvæg bólvirki hersveita
Bandamanna í síðara stríði. Þar var
stórskotalið með strandvarnabyssur
og ljóskastara sem drógu allt að sex
kílómetra. Þetta og fleira sýnir og
segir hve mikilvægt var að halda uppi
varðstöðu á þessu svæði og þá varð
sitthvað að víkja svo sem starfsemi
Reykjaskóla sem lagðist af í nokkra
vetur eða á meðan hermenn sátu
staðinn. Og þarna þurfti bændasyni í
Bretavinnu og þá sáu margir bein-
harða peninga í fyrsta sinn.
Í Skagafirði bárust nýir menning-
arstraumar með hernum. Lengi hef-
ur sú flökkusaga flotið að þýsk-
bandaríska leik- og söngkonan Mar-
lene Dietrich hafi lagt leið sína
norður á Sauðárkrók og skemmt her-
mönnum. Í bókinni eru nefnd ýmis
rök fyrir því að Dietrich hafi senni-
lega aldrei verið nyrðra, þótt menn
verði sennilega aldrei sammála um
niðurstöðuna. En hér er fyllt út í
myndina.
Sömuleiðis er mikilsvert að loksins
sé sagt af þeim atburði þegar alls
átján hermenn fórust snemma árs
1942 þegar litlum bátum sem þeir
voru á hvolfdi á Hrútafirði. Þótt sagt
hafi verið frá þessum atburði áður
hafa þær frásagnir kannski ekki verið
ítarlegar en hér er bætt úr, svo til fyr-
irmyndar er.
Til bóta hefði verið fyrir bók þessa
ef höfundur hefði farið aðeins út fyrir
rammann, ef svo má segja. Gaman
hefði verið að vita meira um sambúð
herliðs og Íslendinga og fá þannig
svipmyndir úr mannlífinu. Einnig
hefði mátt leika sér örlítið með stíl-
brigði og orðalag, enda hefði það gert
frásögnina líflegri. Niðurstaðan er
samt sem áður sú að á borðinu liggur
góð bók, sem er skrifuð af þekkingu
af manni sem hefur ástríðu fyrir við-
fangsefni sínu.
Friðþór „… góð bók, sem er skrifuð
af þekkingu af manni sem hefur
ástríðu fyrir viðfangsefni sínu,“
segir rýnir um bók Friðþórs Eydal.
Áhugaverðir
átakatímar
Fróðleikur
Hersetan á Ströndum og
Norðurlandi vestra bbbnn
Eftir Friðþór Eydal.
Hólar, 2015. Innbundin, 159 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna,
bókmenntaverðlauna kvenna, voru
kynntar í Aðalsafni Borgarbóka-
safns Reykjavíkur í gær. Alls eru
níu bækur tilnefndar til verð-
launanna, þrjár í hverjum flokki, þ.e.
flokki fagurbókmennta, fræðibóka
og barna- og unglingabóka.
Í flokki barna- og unglingabóka
eru tilnefndar bækurnar: Vetrarfrí
eftir Hildi Knútsdóttur; Kopar-
borgin eftir Ragnhildi Hólmgeirs-
dóttur og Randalín, Mundi og aft-
urgöngurnar eftir Þórdísi Gísla-
dóttur og Þórarin M. Baldursson.
Dómnefnd skipuðu Júlía Margrét
Alexandersdóttir, Þorbjörg Karls-
dóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómars-
dóttir formaður.
Í umsögn dómnefndar um Vetr-
arfrí segir: „Vetrarfrí er lipurlega
skrifuð og ákaflega spennandi ung-
lingabók með mikilvægan boðskap
og sterka ádeilu.“
Um Koparborgina segir: „Í Kop-
arborginni birtist einstakur sögu-
heimur, margslunginn og vel hugs-
aður í framandi og leyndar-
dómsfullri fantasíu. Sagan er
spennandi frá fyrstu blaðsíðu, falleg
og hrikaleg í senn […]“
Um Randalín, Munda og aft-
urgöngurnar segir: „Yfir sögunni er
skondinn og léttur tónn og höfundur
hefur næmt auga fyrir því eilítið
skrýtna og skemmtilega í dags-
daglegu […]“
Skrifuð af hlýju og einlægni
Í flokki fagurbókmennta eru til-
nefndar bækurnar: Humátt eftir
Guðrúnu Hannesdóttur; Mörk eftir
Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt
gler eftir Halldóru K. Thoroddsen.
Dómnefnd skipuðu Ragnheiður
Margrét Guðmundsdóttir, Salka
Guðmundsdóttir og Þórunn Hrefna
Sigurjónsdóttir formaður.
Í umsögn dómnefndar um Humátt
segir: „Humátt er eftirminnileg,
innihaldsrík og vönduð ljóðabók sem
einkennist af skörpu innsæi, aðdáun-
arverðum stílbrögðum og óbilandi
tilfinningu fyrir möguleikum ljóðs-
ins.“
Um Mörk segir: „Mörk er skrifuð
af mikilli hlýju og einlægni. Hún er
látlaus og dvelur ekki við ofbeld-
islýsingar, án þess að vera með
tepruskap. Bókin nær að vera klisju-
laus og þetta er nýr vinkill á sögu
þolanda. Þetta er ekki saga um ónýtt
líf heldur um manneskju sem nær að
vinna úr hryllingnum og stendur
uppi sem sigurvegari, þótt ekkert sé
dregið úr alvarleikanum.“
Um Tvöfalt gler segir: „Halldóru
Thoroddsen tekst sérlega vel að lýsa
miklum tilfinningum í fáum en dýr-
mætum orðum. Sagan Tvöfalt gler
er lágstemmd og fögur og stíllinn
tær, ljóðrænn og sindrandi.“
Tímabær bók
Í flokki fræðibóka og rita almenns
eðlis eru tilnefndar bækurnar: Heið-
ur og huggun – Erfiljóð, harmljóð og
huggunarkvæði á 17. öld eftir Þór-
unni Sigurðardóttur; Ástin, drekinn
og dauðinn eftir Vilborgu Davíðs-
dóttur og Rof – Frásagnir kvenna af
fóstureyðingum eftir Silju Báru Óm-
arsdóttur og Steinunni Rögnvalds-
dóttur.
Dómnefnd skipuðu Erla Elías-
dóttir Völudóttir, Sigurrós Erlings-
dóttir og Erna Magnúsdóttir for-
maður.
Í umsögn dómnefndar um Heiður
og huggun segir: „Auk fræðilegrar
dýptar hefur bókin mikla breidd í
efnistökum. Þórunn skoðar fé-
lagslegt og sálrænt hlutverk kvæð-
anna út frá samfélagsviðmiðum við
ritunartíma og ber saman við hug-
myndir nútímans.“
Um Ástina, drekann og dauðann
segir: „Höfundur tekst á við áleitnar
spurningar um lífið og dauðann og
horfist í augu við hvort tveggja af
hugrekki og æðruleysi. Bókin er
skrifuð af mýkt og einlægni, Vilborg
nálgast dauðann sem hluta af lífinu
og vekur máls á kimum mannlífsins
sem fólk veigrar sér við að ræða.“
Um Rof segir: „Rof er tímabær
bók um þýðingarmikinn hluta af
reynsluheimi kvenna sem legið hef-
ur að mestu í þagnargildi til þessa. Í
bókinni eru frásagnir 76 kvenna af
fóstureyðingum sem höfundar hafa
greint af kostgæfni og skipt í flokka.
Greining höfunda setur frásagnirnar
í samfélagslegt og fræðilegt sam-
hengi og dýpkar þannig upplifun les-
andans. Lesandinn kemst ekki hjá
því að horfast í augu við að á Íslandi
er ákvörðun um fóstureyðingu ekki
að fullu í höndum kvenna, heldur eru
þær framkvæmdar í krafti kerfis
sem vill svo til að er hliðhollt konum
og þeirra ákvörðunarrétti. Þannig
gæti kerfið á sama hátt dregið til
baka þessi réttindi, sem konum eru í
raun ekki tryggð með núgildandi
lögum.“
Morgunblaðið/Golli
Höfundar Mikil ánægja ríkti meðal kvennanna sem tilnefndar eru í ár.
Níu bækur tilnefndar
Fjöruverðlaunin voru fyrst veitt hérlendis árið 2007
Bókmenntaverðlaun kvenna verða afhent á nýju ári
Eldhundar nefnist dagskrá um Eld-
klerkinn og Hundadagakonunginn
sem haldin verður í Norræna hús-
inu í kvöld kl. 20. Þar koma fram
Pétur Eggerz, höfundur Eldklerks-
ins, einleiks um séra Jón Stein-
grímsson, og Einar Már Guðmunds-
son, höfundur Hundadaga, skáld-
sögu með Jörund hundadaga-
konung í lykilhlutverki.
„Eldklerkur og Hundadagar
fjalla um afdrifaríka tíma í Íslands-
sögunni og raunar veraldarsög-
unni, eldgos, byltingar, ný-
lendustefnu og styrjaldir, en líka
ástina og gleðina, lífið og söguna.
Verkin kallast á þar sem séra Jón,
aðalpersóna Eldklerksins, er líka
fyrirferðarmikil persóna í Hunda-
dögum. Þau byggjast á sömu heim-
ildum auk þess sem Hundadagar
Einars Más sækja innblástur til Eld-
klerks Péturs Eggerz og nýta sér
verk hans sem heimild,“ segir í til-
kynningu. Aðgangur er ókeypis.
Eldhundar í Norræna húsinu í kvöld
Pétur
Eggertz
Einar Már
Guðmundsson
Sigrún Eldjárn
sýnir verk og
kynnir nýút-
komna bók sína,
Strokubörnin á
Skuggaskeri, í
Borgarbóka-
safni, Menning-
arhúsi Gróf, við
Tryggvagötu 15 í
dag kl. 17.
Á sýningunni má sjá brot af þeim
verkum sem Sigrún vann meðan
hún dvaldi annars vegar í Róm og
hins vegar í París. Sýningin stend-
ur til 10. janúar 2016.
Sigrún Eldjárn
Sigrún Eldjárn
opnar sýningu
Áttunda og síð-
asta höf-
undakvöld
haustsins verður
haldið í Gunn-
arshúsi, húsi Rit-
höfunda-
sambandsins, við
Dyngjuveg 8, í
kvöld kl. 20 . Þá
mun Björn Hall-
dórsson spjalla
við skáldin Eirík Örn Norðdahl,
Valgerði Þóroddsdóttur og Halldór
Halldórsson, auk þess sem höfund-
arnir lesa úr nýjum bókum sínum.
Síðasta höfunda-
kvöldið haldið
Eiríkur Örn
Norðdahl