Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 92

Morgunblaðið - 03.12.2015, Síða 92
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Svona á ekki að losa bílinn 2. Komu Einari vel á óvart 3. Birti myndband af árekstrinum 4. Feðgar selja íbúðahótel »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Andri Björn Róbertsson bass- barítónsöngvari hefur verið ráðinn til að syngja hlutverk Angelotti í óp- erunni Tosca eftir Puccini sem verður sýnd í English National Opera í Lond- on næsta haust. Þá hefur hann þegar verið bókaður til að syngja hlutverk í nýrri óperu í Royal Opera House í Englandi vorið 2018. Andri Björn er bókaður víðar; í vor mun hann til að mynda syngja í óperunni Artúr kon- ungi eftir Purcell og Töfraflautu Moz- arts við Óperuhúsið í Zürich í Sviss en hann starfaði við stúdíó Óperu- hússins í fyrravetur og söng þá í nokkrum uppsetningum þar. Íslend- ingum gefst kostur á að hlýða á Andra Björn á hádegistónleikum Ís- lensku óperunnar á þriðjudaginn kemur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Andri Björn bókaður víða næstu misserin  Baldvin Oddsson trompetleikari leikur einleik í trompetkonsert Alb- inionis á aðventutónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld. Bald- vin hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem „bjart- asta vonin“, hefur komið fram á tón- leikum í Evrópu og Norður-Ameríku og hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir leik sinn. Auk konserts Albin- ionis hljóma á tón- leikunum þrjár sin- fóníur eftir J.S. Bach en stjórnandi er Matt- hew Halls. Baldvin blæs á aðventutónleikum Á föstudag Gengur í hvassa norðaustanátt, en stormur nyrst á landinu um kvöldið. Úrkomulítið suðvestanlands, annars víða snjó- koma, en slydda með austurströndinni. Minnkandi frost, yfirleitt 0 til 5 stig um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s og víða él en bjartviðri norðaustanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt erfitt uppdráttar með Swansea á þessari leiktíð, sérstaklega í samanburði við síðasta vetur. Morgun- blaðið leitaði til þriggja álitsgjafa og spurði þá út í stöðuna hjá besta leik- manni íslenska karlalands- liðsins í knattspyrnu, þegar hálft ár er þar til Gylfi fer með liðinu í lokakeppni Evr- ópumeistaramótsins í Frakklandi. »2 Lætur þessa lægð ekki vara lengi Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson, úr GKG, gekkst undir að- gerð á mjöðm um miðjan síðasta mánuð og þarf að taka það rólega á næstunni. „Beinið í kringum mjaðmarkúluna hafði stækkað og taka þurfti af því en einnig voru ein- hverjar rifur í kringum þetta svæði,“ út- skýrði Ólafur þegar Morgun- blaðið hafði sam- band við hann í gær en nánar er rætt við hann í íþróttablaði dags- ins. »1 Útvöxtur á beini háði Ólafi í golfsveiflunni „Verðlaunapeningar okkar fólks á alþjóðlegum mótum eru marg- ir á síðustu árum og þeim sem stunda íþróttina fjölgar jafnt og þétt. Það er bjart framundan í kraftlyftingum hér á landi,“ segir Sigurjón Pétursson, for- maður sambandsins og nýkjör- inn varaforseti Alþjóðakraftlyft- ingasambandsins. »4 Bjart framundan í kraftlyftingunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Síðustu tíu dagana má segja að við Hilmar höfum búið saman. Við unn- um bókstaflega myrkranna á milli og ég svaf einhverjar nætur inni í barnaherbergi heima hjá honum. Svo vaknaði maður, drakk orku- drykki og hringdi til að taka fleiri viðtöl,“ segir Björn Bragi Arnarsson um lokasprettinn í vinnu að bókinni Áfram Ísland sem gefin var út í síð- ustu viku. Í henni fara þeir Björn Bragi og Hilmar Gunnarsson yfir árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM. Eins og flestir vita tryggði liðið sér sæti sitt í lokakeppninni í Frakklandi. Í bókinni eru viðtöl við landsliðsmenn í bland við fróðleik og umfjöllun um leiki liðsins í undan- keppninni. Við skrif bókarinnar nutu þeir Björn Bragi og Hilmar lið- sinnis Einars Lövdahl. „Við vildum hafa viðtölin tiltölulega fersk og ekki taka þau nema við værum nokkuð vissir um það hver örlög liðsins yrðu,“ segir Björn Bragi. Fyrir vikið upphófst mikil törn í haust. „Þetta var ekkert leiðinleg vinna þar sem maður er forfallinn fótboltasjúklingur. Við tókum flest viðtölin þegar þeir voru á landinu fyrir Lettaleikinn, enda voru þeir ekkert tilbúnir að vera með stórar yfirlýsingar fyrr en sætið var tryggt,“ segir Björn Bragi en leik- urinn við Letta var 10. október. Hann segir þó að vinnan hafi farið á fullt eftir eftirminnilegan sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september. Óttaðist líkingu við Björn Borg Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hve leikmenn voru tilbúnir að opna sig. Þar á með- al tjáði Eiður Smári Guðjohnsen sig um það þegar hann var án félags haustið 2014 þegar undankeppnin hófst. „Það var frábært að fylgjast með liðinu og sjá hvernig það byrj- aði keppnina. En auðvitað var það líka erfitt þegar ég var sjálfur að æfa einn, án þess að vita hvort ég væri yfirhöfuð að fara að spila fót- bolta aftur,“ segir í bókinni. Í byrjun nóvember gekk Eiður óvænt til liðs við Bolton, liðið sem hann hafði leikið með 14 árum fyrr. Hann fór vel af stað á Englandi og fyrri hluta árs 2015 fékk hann upp- hringingu frá Heimi Hallgrímssyni. „Þjálfararnir voru á því að ég gæti ennþá hjálpað liðinu mikið og að nærvera mín hefði góð áhrif. Ég hugsaði hvort þetta yrði eitthvað í líkingu við endurkomu Björns Borg, þegar hann mætti aftur að keppa með gamla tréspaðann, en svo var það nú ekki alveg þannig,“ segir Eiður sem skoraði strax eftir 20. mínútna leik í Kasakstan í fyrsta leik sínum í undankeppninni. „Er forfallinn fótboltasjúklingur“  Kíktu á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Áfram Ísland Björn Bragi Arnarsson og Hilmar Gunnarsson fagna útkomu bókarinnar. Fagnað Ísland fagnar einu af mörkum sínum í undankeppninni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.