Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 26

Morgunblaðið - 25.02.2016, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Mikil gerjun á sér stað í brugghúsum og bjórmenningu landsins, í orðsins fyllstu merkingu. Á skömmum tíma hefur litlum brugghúsum fjölgað og þau sem fyrir eru leggja sífellt meiri áherslu á að kynna sína framleiðslu fyrir ferðamönnum. Sköpuð hefur verið aðstaða í brugghúsunum til að taka á móti gestum og íslenskar ferðaskrifstofur eru farnar að skipu- leggja sérstakar bjórferðir fyrir ferðamenn. Nokkur vísir er því kom- inn að bjórferðamennsku, sem löng hefð er fyrir erlendis í tengslum við brugghús og stórar bjórhátíðir. Dreifist um landið Á annan tug brugghúsa er starf- andi í flestum landshlutum hér á landi, allt frá stórum aðilum eins og Ölgerðinni og Vífilfelli til lítilla brugghúsa, svonefndra örbrugghúsa. Þá er vitað um nokkra áhugasama aðila með svipuð áform, m.a. tvö félög á Austurlandi. Dreifing þessara brugghúsa um landið sést nánar á meðfylgjandi korti. Ný brugghús eru komin í gang á Siglufirði; Segull 67, og í Vestmannaeyjum; Brothers Bre- wery, og tvö í Reykjavík; Hún/Hann brugghús í húsnæði Matís í Graf- arholti og Bryggjan brugghús við Grandagarð. Aðilar á Ísafirði höfðu uppi áform um að stofna þar brugghús en ekkert hefur orðið af því ennþá. Miðað við síðustu fréttir gæti staðan hins vegar farið að breytast á Austurlandi. Þar hófst bruggun á bjórnum El Grillo á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum en Ölgerðin tók síðan að sér brugg- unina. Hið austfirska bruggfélag hef- ur verið stofnað á Breiðdalsvík og þar er áformað að opna brugghús næsta haust. Áhugasamir aðilar á Héraði hafa verið að safna fjármagni til að stofna brugghúsið Austra í Fellabæ. Vonir stóðu til að byrja á síðasta ári en það mun eitthvað tefj- ast. Bjórferðamennskan er stunduð af kappi í höfuðborginni. Nokkrum sinnum í viku koma t.d. hópar ferða- manna í skoðunarferðir í Gestastofu Ölgerðarinnar þar sem þeim gefst kostur á fróðleik og kynningu á ís- lenskri sögu og menningu tengt bjór og víni. Taste the Saga nefnast skoð- unarferðirnar og hafa þær gefið góða raun, segir Jarþrúður Ásmunds- dóttir, forstöðumaður Gestastof- unnar, en þar fer einnig fram kennsla í Bjór- og Vínskóla Ölgerðarinnar. 15 þúsund hafa útskrifast Þangað komu um 3.000 erlendir ferðamenn í fyrra og um 7.000 þátt- takendur voru í um 400 námskeiðum á vegum Gestastofunnar, sem fagn- aði nýverið sex ára afmæli sínu. Frá upphafi hafa ríflega 15 þúsund nem- endur verið útskrifaðir úr Bjórskól- anum, eru þá erlendir ferðamenn ekki taldir með. Saga litlu brugghúsanna er ekki nema um 10 ára gömul. Brugg- smiðjan á Árskógssandi reið á vaðið 2005, þegar framleiðsla á Kalda hófst. Síðan þá hefur brugghúsið stækkað ár frá ári og er orðið stærst á eftir Ölgerðinni og Vífilfelli. Fram- leiðslan byrjaði í 160 þúsund lítrum á ári en er núna komin í um 650 þúsund lítra. Árlega er tekið á móti 11-12 þús- und gestum í brugghúsinu á Ár- skógssandi. Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggari og sonur stofnendanna Agnesar Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar, segir þessar móttökur stóran hluta af starfsem- inni. Bara í janúar sl. komu um 1.000 gestir að skoða, að stórum hluta er- lendir ferðamenn. Nú ráðgerir fyrirtækið að auka þjónustuna og opna bjór-spa í lok sumars, að tékkneskri fyrirmynd, þar sem hægt verður að fara í bjór- bað og nudd og slökun á eftir. Reisa á 300 fermetra bjálkahús undir starf- semina, skammt frá brugghúsinu. Heilsulind með bjór „Þetta verður heilsulind þar sem meðferðin gengur út á bjór,“ segir Sigurður en bjórinn er talinn mjög hollur fyrir húðina, sér í lagi þá sem eru með húðofnæmi, psoriasis og aðra slíka húðsjúkdóma. Einnig geta gestir fengið að drekka bjór úr krön- um við hliðina á pottum fullum af ósí- uðum bjór, sem fellur til í framleiðsl- unni, og baðvatni. Til að byrja með verður baðpláss fyrir 12 manns í sex pottum. „Við verðum með sérstakt lúxus- herbergi fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig og einnig sérstakt slökunar- herbergi. Síðan verða að líða fjórir tímar þar til fólk getur farið í sturtu eftir bjórbaðið,“ segir Sigurður. Jafn- framt verður veitingasala í heilsu- lindinni en til greina kemur að hafa gistiaðstöðu síðar meir ef eftirspurn skapast. Kalda-bar er rekinn í Reykjavík af öðrum aðilum, en í samstarfi við Bruggsmiðjuna og að mestu seldur þar Kalda-bjór. Fjölskyldan á Ár- skógssandi rak einnig bar á Akureyri um tíma, Brugghúsbarinn, en seldi hann. Bjóráhugamenn eru farnir að sækja íslenskar bjórhátíðir, en ein slík fer núna fram í Reykjavík um helgina á vegum Kex Hostels. Önnur bjórhátíð hefur fest sig í sessi meðal bjóráhugamanna, sem Bjórsetur Ís- lands á Hólum í Hjaltadal í Skaga- firði stendur fyrir fyrstu helgina í júní hvert ár. Þar koma saman allir helstu bjórnördar landsins og einnig frá útlöndum. Þannig er von á 10-20 Kanadamönnum á vegum ferðaþjón- ustufyrirtækisins Lamb-Inn Travel á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Karl Jóns- son hjá Lamb-Inn segir Kanada- mennina koma hingað til að upplifa íslenska náttúru og menningu, með áherslu á að kynna sér bjór frá litlu brugghúsunum. Ferðin er í samstarfi við Beer Lovers Tour í Toronto og ferðaskrifstofuna Merit Travel. Þá er Lamb-Inn Travel með í undirbúningi skipulagðar dagsferðir um Trölla- skaga, með viðkomu í Bruggsmiðj- unni á Árskógssandi, brugghúsinu Segull 67 á Siglufirði, á Bjórsetrinu á Hólum, brugghúsi Gæðings í Útvík skammt frá Sauðárkróki og loks í Víking ölgerð Vífilfells á Akureyri. Safna miðum og töppum „Það er alltaf aðsókn í heimsókn til okkar, sérstaklega hópar sem koma á vorin. Mest eru þetta Íslendingar en einnig hópar erlendra ferðamanna,“ segir Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss, sem einnig rekur Micro- bar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Brugghúsið fagnar fimm ára afmæli á þessu ári. Árna líst vel á áform um skipulagð- ar kynningarferðir um Tröllaskaga. Skagafjörður sé ekki stórt ferða- mannasvæði en þetta geti verið hluti af slíkri uppbyggingu. „Erlendir ferðamenn eru tíðir gestir á Microbar og þar erum við bæði að kynna okkar framleiðslu og annarra íslenskra brugghúsa, auk úr- vals af erlendum bjór. Við fáum einn- ig töluvert af fyrirspurnum frá út- löndum, þar sem bjóráhugamenn eru t.d. að safna miðum eða töppum og spyrja hvar hægt sé að nálgast ís- lenskan bjór í útlöndum,“ segir Árni. Bjórsetur Íslands er eitt þessara örbrugghúsa sem brugga sinn eigin bjór en stendur aðallega fyrir kynn- ingu á bjórtegundum hvaðanæva. Markaðurinn er til staðar „Við höfum tekið á móti hópum í kynningar og smökkun og einnig ver- ið með námskeið. Erlendir ferða- menn hafa einnig gert sér sérstaka ferð til Hóla,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, einn forsprakka Bjór- setursins. Bjórhátíðinni á Hólum hefur sem fyrr segir vaxið fiskur um hrygg. Bjarni segir það enga spurningu að markaður sé fyrir bjórferðamennsku á Íslandi. Margir séu komnir með lítil brugghús og fjölbreytnin mikil. „Við höfum farið héðan nokkrum sinnum í sérstök bjórferðalög til útlanda og það er stór hópur fólks sem sækir í slíkar ferðir víða um heim,“ segir Bjarni. Brugghús Steðja í Borgarfirði er á fjölsóttu ferðamannasvæði og Dag- bjartur Arilíusson, framkvæmda- Ferðamenn sækja í bjórinn  Vaxandi áhugi ferðamanna á íslenskri bjórmenningu  Tekið á móti fjölda ferðamanna í kynn- ingar og kennslu  Skipuleggja á ferðir í brugghús við Tröllaskaga  Bjórböð opnuð hjá Kalda í ár Brugghús og ölgerðir á Íslandi Fyrirhuguð brugghús. Ölgerðin Borg brugghús Bryggjan Brugghús Brothers Brewery Vestmannaeyjum Gæðingur Öl Útvík í Skagafirði Bjórsetur Íslands Hólum Segull 67 Siglufirði Bruggsmiðjan (Kaldi) Árskógssandi Austri Fellabæ Hið austfirska bruggfélag Breiðdalsvík Víking Ölgerð Einstök Ölgerð Akureyri Steðji Borgarfirði Ölvisholt Flóahreppi Hún/Hann brugghús    { Reykjavík AFP Bjór Ferðamenn eru farnir að sýna íslenskum bjór aukinn áhuga og vilja kynna sér starfsemi brugghúsanna hér á landi, m.a. á námskeiðum. Ljósmynd/Ölgerðin Bjórskóli Ölgerðin hefur frá 2009 rekið Bjórskólann í húsakynnum sín- um og einnig er árlega tekið á móti þúsundum erlendra ferðamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.