Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Mikil gerjun á sér stað í brugghúsum og bjórmenningu landsins, í orðsins fyllstu merkingu. Á skömmum tíma hefur litlum brugghúsum fjölgað og þau sem fyrir eru leggja sífellt meiri áherslu á að kynna sína framleiðslu fyrir ferðamönnum. Sköpuð hefur verið aðstaða í brugghúsunum til að taka á móti gestum og íslenskar ferðaskrifstofur eru farnar að skipu- leggja sérstakar bjórferðir fyrir ferðamenn. Nokkur vísir er því kom- inn að bjórferðamennsku, sem löng hefð er fyrir erlendis í tengslum við brugghús og stórar bjórhátíðir. Dreifist um landið Á annan tug brugghúsa er starf- andi í flestum landshlutum hér á landi, allt frá stórum aðilum eins og Ölgerðinni og Vífilfelli til lítilla brugghúsa, svonefndra örbrugghúsa. Þá er vitað um nokkra áhugasama aðila með svipuð áform, m.a. tvö félög á Austurlandi. Dreifing þessara brugghúsa um landið sést nánar á meðfylgjandi korti. Ný brugghús eru komin í gang á Siglufirði; Segull 67, og í Vestmannaeyjum; Brothers Bre- wery, og tvö í Reykjavík; Hún/Hann brugghús í húsnæði Matís í Graf- arholti og Bryggjan brugghús við Grandagarð. Aðilar á Ísafirði höfðu uppi áform um að stofna þar brugghús en ekkert hefur orðið af því ennþá. Miðað við síðustu fréttir gæti staðan hins vegar farið að breytast á Austurlandi. Þar hófst bruggun á bjórnum El Grillo á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum en Ölgerðin tók síðan að sér brugg- unina. Hið austfirska bruggfélag hef- ur verið stofnað á Breiðdalsvík og þar er áformað að opna brugghús næsta haust. Áhugasamir aðilar á Héraði hafa verið að safna fjármagni til að stofna brugghúsið Austra í Fellabæ. Vonir stóðu til að byrja á síðasta ári en það mun eitthvað tefj- ast. Bjórferðamennskan er stunduð af kappi í höfuðborginni. Nokkrum sinnum í viku koma t.d. hópar ferða- manna í skoðunarferðir í Gestastofu Ölgerðarinnar þar sem þeim gefst kostur á fróðleik og kynningu á ís- lenskri sögu og menningu tengt bjór og víni. Taste the Saga nefnast skoð- unarferðirnar og hafa þær gefið góða raun, segir Jarþrúður Ásmunds- dóttir, forstöðumaður Gestastof- unnar, en þar fer einnig fram kennsla í Bjór- og Vínskóla Ölgerðarinnar. 15 þúsund hafa útskrifast Þangað komu um 3.000 erlendir ferðamenn í fyrra og um 7.000 þátt- takendur voru í um 400 námskeiðum á vegum Gestastofunnar, sem fagn- aði nýverið sex ára afmæli sínu. Frá upphafi hafa ríflega 15 þúsund nem- endur verið útskrifaðir úr Bjórskól- anum, eru þá erlendir ferðamenn ekki taldir með. Saga litlu brugghúsanna er ekki nema um 10 ára gömul. Brugg- smiðjan á Árskógssandi reið á vaðið 2005, þegar framleiðsla á Kalda hófst. Síðan þá hefur brugghúsið stækkað ár frá ári og er orðið stærst á eftir Ölgerðinni og Vífilfelli. Fram- leiðslan byrjaði í 160 þúsund lítrum á ári en er núna komin í um 650 þúsund lítra. Árlega er tekið á móti 11-12 þús- und gestum í brugghúsinu á Ár- skógssandi. Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggari og sonur stofnendanna Agnesar Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar, segir þessar móttökur stóran hluta af starfsem- inni. Bara í janúar sl. komu um 1.000 gestir að skoða, að stórum hluta er- lendir ferðamenn. Nú ráðgerir fyrirtækið að auka þjónustuna og opna bjór-spa í lok sumars, að tékkneskri fyrirmynd, þar sem hægt verður að fara í bjór- bað og nudd og slökun á eftir. Reisa á 300 fermetra bjálkahús undir starf- semina, skammt frá brugghúsinu. Heilsulind með bjór „Þetta verður heilsulind þar sem meðferðin gengur út á bjór,“ segir Sigurður en bjórinn er talinn mjög hollur fyrir húðina, sér í lagi þá sem eru með húðofnæmi, psoriasis og aðra slíka húðsjúkdóma. Einnig geta gestir fengið að drekka bjór úr krön- um við hliðina á pottum fullum af ósí- uðum bjór, sem fellur til í framleiðsl- unni, og baðvatni. Til að byrja með verður baðpláss fyrir 12 manns í sex pottum. „Við verðum með sérstakt lúxus- herbergi fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig og einnig sérstakt slökunar- herbergi. Síðan verða að líða fjórir tímar þar til fólk getur farið í sturtu eftir bjórbaðið,“ segir Sigurður. Jafn- framt verður veitingasala í heilsu- lindinni en til greina kemur að hafa gistiaðstöðu síðar meir ef eftirspurn skapast. Kalda-bar er rekinn í Reykjavík af öðrum aðilum, en í samstarfi við Bruggsmiðjuna og að mestu seldur þar Kalda-bjór. Fjölskyldan á Ár- skógssandi rak einnig bar á Akureyri um tíma, Brugghúsbarinn, en seldi hann. Bjóráhugamenn eru farnir að sækja íslenskar bjórhátíðir, en ein slík fer núna fram í Reykjavík um helgina á vegum Kex Hostels. Önnur bjórhátíð hefur fest sig í sessi meðal bjóráhugamanna, sem Bjórsetur Ís- lands á Hólum í Hjaltadal í Skaga- firði stendur fyrir fyrstu helgina í júní hvert ár. Þar koma saman allir helstu bjórnördar landsins og einnig frá útlöndum. Þannig er von á 10-20 Kanadamönnum á vegum ferðaþjón- ustufyrirtækisins Lamb-Inn Travel á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Karl Jóns- son hjá Lamb-Inn segir Kanada- mennina koma hingað til að upplifa íslenska náttúru og menningu, með áherslu á að kynna sér bjór frá litlu brugghúsunum. Ferðin er í samstarfi við Beer Lovers Tour í Toronto og ferðaskrifstofuna Merit Travel. Þá er Lamb-Inn Travel með í undirbúningi skipulagðar dagsferðir um Trölla- skaga, með viðkomu í Bruggsmiðj- unni á Árskógssandi, brugghúsinu Segull 67 á Siglufirði, á Bjórsetrinu á Hólum, brugghúsi Gæðings í Útvík skammt frá Sauðárkróki og loks í Víking ölgerð Vífilfells á Akureyri. Safna miðum og töppum „Það er alltaf aðsókn í heimsókn til okkar, sérstaklega hópar sem koma á vorin. Mest eru þetta Íslendingar en einnig hópar erlendra ferðamanna,“ segir Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss, sem einnig rekur Micro- bar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Brugghúsið fagnar fimm ára afmæli á þessu ári. Árna líst vel á áform um skipulagð- ar kynningarferðir um Tröllaskaga. Skagafjörður sé ekki stórt ferða- mannasvæði en þetta geti verið hluti af slíkri uppbyggingu. „Erlendir ferðamenn eru tíðir gestir á Microbar og þar erum við bæði að kynna okkar framleiðslu og annarra íslenskra brugghúsa, auk úr- vals af erlendum bjór. Við fáum einn- ig töluvert af fyrirspurnum frá út- löndum, þar sem bjóráhugamenn eru t.d. að safna miðum eða töppum og spyrja hvar hægt sé að nálgast ís- lenskan bjór í útlöndum,“ segir Árni. Bjórsetur Íslands er eitt þessara örbrugghúsa sem brugga sinn eigin bjór en stendur aðallega fyrir kynn- ingu á bjórtegundum hvaðanæva. Markaðurinn er til staðar „Við höfum tekið á móti hópum í kynningar og smökkun og einnig ver- ið með námskeið. Erlendir ferða- menn hafa einnig gert sér sérstaka ferð til Hóla,“ segir Bjarni Kristófer Kristjánsson, einn forsprakka Bjór- setursins. Bjórhátíðinni á Hólum hefur sem fyrr segir vaxið fiskur um hrygg. Bjarni segir það enga spurningu að markaður sé fyrir bjórferðamennsku á Íslandi. Margir séu komnir með lítil brugghús og fjölbreytnin mikil. „Við höfum farið héðan nokkrum sinnum í sérstök bjórferðalög til útlanda og það er stór hópur fólks sem sækir í slíkar ferðir víða um heim,“ segir Bjarni. Brugghús Steðja í Borgarfirði er á fjölsóttu ferðamannasvæði og Dag- bjartur Arilíusson, framkvæmda- Ferðamenn sækja í bjórinn  Vaxandi áhugi ferðamanna á íslenskri bjórmenningu  Tekið á móti fjölda ferðamanna í kynn- ingar og kennslu  Skipuleggja á ferðir í brugghús við Tröllaskaga  Bjórböð opnuð hjá Kalda í ár Brugghús og ölgerðir á Íslandi Fyrirhuguð brugghús. Ölgerðin Borg brugghús Bryggjan Brugghús Brothers Brewery Vestmannaeyjum Gæðingur Öl Útvík í Skagafirði Bjórsetur Íslands Hólum Segull 67 Siglufirði Bruggsmiðjan (Kaldi) Árskógssandi Austri Fellabæ Hið austfirska bruggfélag Breiðdalsvík Víking Ölgerð Einstök Ölgerð Akureyri Steðji Borgarfirði Ölvisholt Flóahreppi Hún/Hann brugghús    { Reykjavík AFP Bjór Ferðamenn eru farnir að sýna íslenskum bjór aukinn áhuga og vilja kynna sér starfsemi brugghúsanna hér á landi, m.a. á námskeiðum. Ljósmynd/Ölgerðin Bjórskóli Ölgerðin hefur frá 2009 rekið Bjórskólann í húsakynnum sín- um og einnig er árlega tekið á móti þúsundum erlendra ferðamanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.