Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Page 22
HÁLENDIÐ 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 F annborg ehf. hefur rekið hálendismiðstöðina í Kerl- ingarfjöllum í meira en hálfa öld. Á fyrsta áratug þessarar aldar gekk að- staðan í endurnýjun lífdaga, húsa- kostur var betrumbættur og gæði gistingarinnar aukin. Á síðasta ári var svo ný tuttugu herbergja bygging tekin í notkun og nú geta allt að 150 manns gist í skálunum sem eru mis- jafnlega stórir. Flest herbergin eru með klósetti og sturtu. Halldór Kvaran, stjórnarformaður Fannborgar, og Páll Gíslason fram- kvæmdastjóri segja þetta hluta af mun stærri áætlun. Framkvæmdir við nýja gistiálmu eru þegar hafnar og í fyrsta áfanga á að byggja fjörutíu ný tveggja manna herbergi, nýja móttöku og nýjan aðalskála. Arkitekt er Jón Stefán Einarsson á arkitekta- stofunni Batterí og stefnt er að því að álman verði komin í gagnið fyrir sum- arið. Til stendur að byggja meira á svæðinu en áður en af því getur orðið þarf að fara fram umhverfismat. Búið er að kynna drög að matsáætlun og rann frestur til að gera athugasemdir við hana út í byrjun síðasta mánaðar og Halldór og Páll vonast til að um- hverfismati verði lokið snemma á næsta ári. Vetrarumferð að aukast Sumarið hefur löngum verið tíminn í Kerlingarfjöllum en hægt og rólega hafa menn líka verið að byggja upp vetrarferðir. Fyrsti hópurinn kom fyrir tveimur árum, í vetur er von á fimm hópum og sex hópum næsta vetur en ferðir af þessu tagi eru gjarnan pantaðar með góðum fyrir- vara. „Við höfum farið rólega af stað en erum farnir að tala við fleiri og fleiri aðila í ferðaþjónustunni og sjáum ekki annað en góð framtíð sé í þessum vetrarferðum,“ segir Páll. Þeir segja Fannborg alla tíð hafa lagt mikla áherslu á umhverfismál og félagið sé í góðu samstarfi við Hruna- mannahrepp. „Það skiptir öllu máli fyrir rekstur eins og okkar að eiga góð, greið og hreinskilin samskipti við heimamenn á svæðinu,“ segir Páll. Nýlega var samningur milli þess- ara aðila endurnýjaður til 25 ára, þar sem Fannborg skuldbindur sig til að hugsa vel um landið í Kerlingar- fjöllum. Því meiri umferð, þeim mun meiri þörf fyrir fyrirbyggjandi að- gerðir. „Þetta er sjálfsagður og eðli- legur hluti af samfélagslegri ábyrgð okkar á svæðinu og felst meðal ann- ars í því að setja upp brýr og merkja gönguleiðir til að hlífa landinu. Þá flokkum við allt sorp sem fellur til,“ segir Halldór en þess má geta að ekki er yfir neina óbrúaða á að fara á sumrin á leið upp í Kerlingarfjöll. Páll bætir við að Fannborg hafi einnig hreinsað mikið til á svæðinu, meðal annars með því að láta fjar- lægja gamlar og ónýtar girðingar á Kili. Eins nefna þeir félagar að Fann- borg hafi haft frumkvæði að því að stofna félag um verndun náttúrunnar í Kerlingarfjöllum, og hafi í því sam- bandi óskað eftir samstarfi við Land- vernd og Hrunamannahrepp. Félagið heitir Kerlingarfjallavinir og segja þeir starf þess mikilvægt fyrir fjöllin. Vegir þurfa að vera opnir Fannborg hefur líka tekið þátt í að opna Kjalveg á vorin, venjulega í lok maí eða byrjun júní, enda segja Páll og Halldór það hafa gríðarlega þýð- ingu fyrir umgengni um landið að vegir séu opnir og í lagi. Þeir segjast ekki hafa áhyggjur af átroðningi vegna mikillar fjölgunar ferðamanna umfram það sem al- mennt er í ferðaþjónustu á Íslandi. Fannborg hefur búið að eigin vatnsaflsvirkjun í Kerlingarfjöllum frá árinu 1971. Virkjunin, sem er í sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli, hefur nú gengið samfellt undanfarin þrjú ár, að beiðni Neyðarlínunnar og segir Páll samskiptabúnaðinn í Kerl- ingarfjöllum hornstein varðandi sam- skipti á Kjalarsvæðinu. Halldór og Páll telja að Kerlingar- fjöll séu með fjölbreyttari útivistar- svæðum landsins. Fjöldi merktra gönguleiða er á svæðinu, meðal ann- ars hin vinsæla „Hringbraut“ sem er 47 km að lengd. „Við erum mjög stolt- ir af þeirri leið enda liggur hún um hverasvæði og útsýnið er ótrúlegt, meðal annars frá Snækolli, sem hægt er að tvinna inn í leiðina. Þar sést til sjávar bæði norðan og sunnanmegin lands,“ segir Halldór. Hvar er betra að enda en í hver? Fjallaskíðamennsku hefur vaxið fisk- ur um hrygg á Íslandi á liðnum miss- erum og Halldór og Páll segja upp- lagt að stunda það sport í Kerlingarfjöllum. „Hvar er betra að enda en í hver eftir góða skíðaferð?“ spyr Páll. Þá segja þeir vinsælt að spóka sig á snjóþrúgum. Umsvif Fannborgar í Kerling- arfjöllum aukast jafnt og þétt. Páll upplýsir að á síðasta ári hafi reikn- ingur vegna gistingar verið skrif- aður út í ellefu mánuðum af tólf. Það var aðeins í maí sem allt var með kyrrum kjörum í miðstöðinni vegna vorleysinga. „Við erum komnir mjög nálægt því að hagkvæmara sé að hafa miðstöðina opna allt árið um kring. Það fylgir því alltaf kostnaður að opna hana í eitt og eitt skipti,“ segir Páll og bætir við að menn hafi átt erindi í miðstöðina á að minnsta kosti fimm til átta daga fresti í allan vetur. Þeir eru sammála um að fyrir fáeinum árum hefði þótt galið að hafa gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum opna allt árið um kring en landslagið í ferða- þjónustunni hafi einfaldlega breyst. Ísland sé ekki aðeins að taka á móti fleiri og fleiri ferðamönnum, heldur hafi þeir líka ólíkar þarfir. Í því sam- bandi geti hálendið hæglega heillað. „Aðgengi í Kerlingarfjöllum er líka gott, á sumrin er hægt að komast þangað á hvaða bíl sem er. Á veturna er það auðvitað snúnara en yfirleitt hægt án vandræða,“ segir Páll Að stækka Gullna hringinn Ferðin í Kerlingarfjöll frá höfuð- borgarsvæðinu tekur um tvo klukku- tíma á sumrin en að jafnaði þrjá til fimm tíma að vetri. Og mögulega mun lengri tíma eftir færð. Halldór og Páll minnast þess að hafa verið allt að fjórtán tíma á leiðinni. Halldór talar í þessu sambandi um vilja Fannborgar til að stækka Gullna hringinn. Eftir að hafa farið hinn hefðbundna hring færi fólk þá út við Gullfoss, þar sem Fannborgarmenn tækju við því og ferjuðu það upp í Kerlingarfjöll. Ferðin myndi þá taka tvo daga í stað eins. „Það er eftir miklu að slægjast enda allt öðruvísi landslag þegar komið er inn á Kjöl. Urð og grjót. Það heillar marga,“ segir Halldór og Páll bætir við að upplagt sé að skoða norðurljósin á há- lendinu án allrar ljósmengunar. Sitthvað fleira er til skoðunar hjá Fannborg en Páll leggur áherslu á, að menn muni í engu fara sér óðslega. „Við viljum stíga skrefin hægt en örugglega og hafa fullan sóma af því sem gert er.“ Morgunblaðið/RAX Kerlingar- fjöll í hvelli Fannborg ehf., sem rekur hálendismiðstöðina í Kerlingarfjöllum, er í sóknarhug. Verið er að bæta og stækka gistiaðstöðuna enda fjölgar gestum jafnt og þétt og dreifingin orðin meiri yfir árið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Halldór Kvaran, stjórnarformaður Fannborgar og Páll Gíslason, fram- kvæmdastjóri félagsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.