Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Síða 32
HEILSA Nýleg rannsókn sýndi að eldra fólk sem hreyfir sig lítið eða er í mikillikyrrsetu mældist með rýrari heila. Þeir sem stunda hreyfingu eru ólík- legri til að greinast með heilabilun og Alzheimers-sjúkdóm. Hreyfing mikilvæg heilanum 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 umhverfið snúast. Þetta er sem- sagt truflun í hristivörninni,“ seg- ir Sigurður og bætir við að svima- köstin séu yfirleitt á bilinu 5-20 sekúndna löng. „Svo er allt gott þangað til maður skiptir aftur um stellingu, t.d. snýr sér í rúminu. Þetta er mjög algengt.“ Hægt að lækna steinaflakk Sigurður segir að steinaflakk sé vel læknanlegt en algengt er að það lagist af sjálfu sér á einni til þrem- ur vikum. En oft þarf hjálp hjá lækni. Hann kennir viðkomandi ákveðnar höfuðhreyfingar sem eiga að færa steinana aftur á sinn stað. „Það þarf að hella þeim aftur í pok- ann sinn, þetta er eins og gesta- þraut að koma kúlu í gat. Sem bet- ur fer þá virkar þetta mjög vel,“ segir Sigurður og bætir við að oft þurfi bara eina meðferð. Svimi yfirleitt ekki hættulegur „Svimi er sem betur fer yfirleitt hættulaus. Það er mjög sjaldgæft að svimi tákni alvarlegan sjúkdóm, sérstaklega einn og sér,“ segir hann. „Sumir þjást af langvinnum svima en sem betur fer er fólk ekki í stöðugum snúningi. En stöðug til- finning fyrir jafnvægisleysi er til og það geta verið ýmsar orsakir fyrir því,“ segir Sigurður sem að- spurður segist sjálfur aldrei hafa fengið svima. Sigurður segir svima mjög al-gengan en hann er háls-, nef-og eyrnalæknir. Hann hefur sinnt svimatilfellum í áratugi, eða síðan hann kom heim úr sérnámi frá Svíþjóð. „Ef fólk nær háum aldri má segja að það séu mjög fáir sem sleppa við svima. Við það eitt að eldast verður jafnvægið óörugg- ara og þá er smá svimi bara eðlileg- ur fylgifiskur,“ segir hann. Svimi er einkenni en ekki sjúkdómur Sigurður segir að ástæður svima geti verið margar. Streita, eyrna- sjúkdómar, mígreni, hár aldur, aukaverkanir lyfja og blóðþrýst- ingsfall eru nokkrar þeirra. „Þetta getur allt valdið því sem við köll- um svima. Það getur verið hring- ekjusvimi, raunverulegur óstöð- ugleiki eða að manni finnist maður óstöðugur. Manni getur svimað þegar maður stendur snöggt upp og er það blóðþrýstingsfall. Þá vantar heilann súrefni og það rugl- ar úrvinnsluna,“ segir hann. „Svimi getur verið eðlilegur eins og til dæmis eftir stífudans. Hann er ekki sjúkdómur en getur verið einkenni á fjölmörgum sjúkdóm- um.“ Heilinn ruglast af misvísandi upplýsingum „Til að maður haldi jafnvægi þarf heilinn að fá stöðugan straum upp- lýsinga frá skynfærum. Í innra eyra eru hallamælar og snúnings- mælar og þar eru þessir svokölluðu stöðusteinar. Þeir eru eins og sand- ur í pokum og renna til þegar mað- ur hallar höfðinu og þá fær heilinn upplýsingar um þennan halla sem þarf að passa við aðrar upplýsingar sem hann fær, til dæmis frá háls- inum. Svo túlkar heilinn þetta og ákveður hvort maður sé að detta eða að allt sé eðlilegt. Þegar maður fær svima er oft um það að ræða að upplýsingarnar frá skynfærunum passa ekki saman. Eins og til dæm- is við sjóveiki eða bílveiki, þá fær heilinn upplýsingar um hreyfingu frá eyrunum. En maður situr bara í stól. Þá ruglast heilinn af því að upplýsingarnar passa ekki saman,“ segir hann. Hringekjusvimi kemur oftast frá innra eyra Algeng tegund svima er hring- ekjusvimi. „Hringekjusvimi eða snarsvimi, sem heitir vertigo á ensku, er þegar manni finnst um- hverfið hreyfast. Sér það hreyfast, oftast snúast, eða finnst maður sjálfur snúast. Það er mjög ein- kennandi fyrir bráðan svima frá innra eyra,“ segir Sigurður. Algengasta orsök hringekju- svima er steinaflakk að sögn Sig- urðar. Sviminn kemur þá skyndi- lega við ákveðnar hreyfingar höfuðs. „Þá komum við aftur að pokunum með sandinum. Það sem gerist er að það losna steinar eða þessar agnir úr hrúgunni og álp- ast út í bogagöng þar sem þeir eiga ekki að vera. Bogagöngin eru þrenn í hvoru eyra og eru full af vökva og skynja allar snúnings- hreyfingar á höfði og hreyfa aug- un í öfuga átt við hreyfingu höf- uðsins svo umhverfið sé ekki á iði fyrir augunum. Eru þannig eins og hristivörn í kvikmyndatökuvél. Þegar steinarnir eru komnir þangað, þá valda vissar höf- uðhreyfingar því að þeir renna til í göngunum og trufla vökvahreyf- ingar í þeim. Það veldur því að eyrað sendir boð til heilans um hreyfingu sem er ekki raunveru- leg. Þá lætur heilinn augun fara að snúast en maður er kyrr og niðurstaðan er að manni finnst „Þegar maður fær svima er oft um það að ræða að upplýsingarnar frá skynfærunum passa ekki saman. Eins og til dæmis við sjóveiki eða bílveiki, þá fær heilinn upplýsingar um hreyfingu frá eyrunum. En maður situr bara í stól. Þá ruglast heilinn af því að upplýsingarnar passa ekki saman,“ segir Sigurður Stefánsson. Morgunblaðið/Ásdís Ósýnilegir steinar láta heiminn snúast Snýst heimurinn í hringi á meðan þú situr kyrr? Sigurður Stef- ánsson læknir er manna fróðastur um svima. Hann segir svima algengan, oftast hættulausan og oft læknanlegan. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is  Steinaflakk  Aðrir sjúkdómar í innra eyra og jafnvægistaug  Vöðvabólga á hálsi og herð- um og bólga í hnakkafestum  Streita  Andleg vanlíðan  Blóðþrýstingsfall  Aukaverkanir lyfja  Mígreni  Blóðþurrð í litla heila eða heilastofni  Hjartsláttartruflanir Ýmsar orsakir svima Getty Images/iStockphoto Margir fá svima þegar þeir stíga af tívolítæki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.