Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 36
Í París er lúxushótelið Sa- int James sem minnir helst á hefðarsetur keisara. Þrátt fyrir að vera í miðri borg er það þannig staðsett að brúð- hjón sem vilja næði verða lít- ið vör við að þau séu stödd í einni stærstu túristaborg heims. Byggingin sjálf er gimsteinn en hvort sem dvalið er í her- bergjum eða svítum er hvert einasta rými hannað eins og í höll, með gullfallegu vegg- fóðri, útskornum húsgögnum og satínrúmteppum. Villa Armena Relais er paradís á Ítalíu í nokkur hundruð ára gamalli byggingu frá endurreisnartímabilinu. Hótelið er í miðri sveitasælu Toskana-héraðs og veitingastað- urinn er verðlaunastaður, með svokallaða „slow food“-matarstefnu og vínkjallarinn er fullur af flottustu vínum Ítalíu. Hótelið hentar brúðhjónum sem taka börn með í ferðalagið afar vel þar sem umhverfið er fjölskylduvænt. Í miðri London, í göngufæri við áhuga- verðustu staði London, listasöfn og Brit- ish Museum, er hótel í hljóðlátu og gróð- ursælu umhverfi; The Montague on The Gardens. Hótelið sjálft er afar hlý- legt og fallegt og úr herbergjunum er út- sýni yfir garðinn. Yfir kvöldverðinum á hótelveitingastaðnum er leikin hugljúf pí- anótónlist. Hótelið hefur hlotið fjölda verðlauna og býður upp á fjölda brúðarsvíta og -íbúða en bóka þarf með góðum fyrirvara þar sem hótelið er mjög vinsælt. Hægt er að fá mjög falleg og góð fjölskylduherbergi og aðstaða fyrir börn er góð. Hið glæsilega El Palace-hótel í Barcelona er eitt það besta í borg- inni. Hótelið minnir á íburðarmikið heimili aðalsfólks og útisvæðið er eins og úr kvikmynd, með sundlaug og öllu tilheyrandi. Heilsulind er á hótelinu þar sem nokkrir af bestu nuddurum borgarinnar starfa. Þá er lifandi og þægileg tónlist flutt á hótelbarnum alla daga en barinn minnir helst á setustofu kóngafólks. Ef það er einhvern tíma staður og stund til að splæsa á sig gistingu á lúxushóteli er það þegar gengið er í hjónaband. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Drauma- hótel nýgiftra The Peninsula- hótelið í New York er eitt það glæsilegasta í borginni, íburð- armikið en fágað. Hótelið er rétt við Fifth Avenue og á því er æðisleg sundlaug með sólbaðsaðstöðu og ein af bestu heilsu- lindum borgarinnar, sem íbúar New York sækja sjálfir þótt þeir dvelji ekki á hótelinu sem næturgestir. Á hótelinu er góður veit- ingastaður, Clement, og vel búinn líkams- ræktarstaður. Hótelið er þekkt fyrir að vera í takti við það sem gerist best í græjum og tækni og eru góðir flatskjáir inni á baðherbergjunum. FERÐALÖG Í stórborgum er oft hægt að fara í sérstakar skoð-unarferðir með leiðsögumanni, sem eru sérstaklega ætlaðar brúðhjónum og rómantískir staðir heimsóttir. Leiðsögn fyrir brúðhjón 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.3. 2016 VIÐBURÐA GÆSLA STAÐBUNDIN GÆSLA SÉRVERKEFNI Öryggisverðir okkar eru vel þjálfaðir og með góða reynslu af öryggisgæslu ÖRYGGISVERÐIR TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR Stöndum vaktina allan sólarhringinn Við erum í 575 7000 Opið 8-17 | vardulfar@vardulfar.is | vardulfar.is Að takast á við karlmennskuna Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins boðar til örráðstefnu um krabbamein í blöðruhálskirtli þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 16:30-18:00 í húsi félagsins að Skógarhlíð 8 16:30 Kristján Oddsson forstjóri Krabbameinsfélags Íslands setur ráðstefnuna 16:35 Á ég að fara í PSA-mælingu? Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir 16:50 Endurbætt greining krabbameins í blöðruhálskirtli Martin Eklund dósent við Karolinska Institutet 17:10 Ákvörðunartæki til aðstoðar við val á meðferð Ragna Margrét Brynjarsdóttir BS í sálfræði og Heiðdís Valdimarsdóttir sálfræðingur 17:25 Hvað tekur við eftir greiningu? Hólmfríður Traustadóttir hjúkrunarfræðingur 17:40 Reynslusaga Helgi Pétursson 17:50 Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Kolbeinn Árnason Allir velkomnir – ókeypis aðgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.