Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2016, Blaðsíða 43
myndi vita hvað þýddi í raun fyrr en Hæstiréttur hefði kveðið upp tugi dóma til að koma ruglanda í skiljanlegan búning. Það gæti tekið áratugi með til- heyrandi réttaróvissu. Hvernig stóð á því að sam- setningur af þessu tagi næði samþykkt sem uppkast að stjórnarskrá og það samhljóða af hópi fólks? Jú, galdur svarsins felst einmitt í orðinu „samhljóða“. Því hefur verið lýst af þeim sem fylgdust með þess- um furðulegu fæðingarhríðum að nánast hver og einn nefndarmaður hafi fengið sem svaraði einni grein eða setningu, hversu vitlaus sem hún væri, í friðkaupum svo að hinir gætu fengið sína dillu sam- þykkta. Þótt þessi frásögn kunni að vera í ýktum búningi er margt sem ýtir undir sannleiksgildi henn- ar. Ekki síst það að allir sæmilegir lögfræðilegir ráð- gjafar hópsins voru á endasprettinum á harða hlaup- um frá málinu og vildu skiljanlega ekki láta bendla sig við það. Úr öllum tengslum Sama fólkið og neitaði að taka mark á úrskurði 6 hæstaréttardómara um stórgallað kjör á svokölluðu stjórnlagaráði, hamaðist gegn því þegar lagt var til í þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tilraun til að hneppa hana í áratuga skuldafangelsi sem rekið væri af erlendum spákaupmönnum. Það barðist hart gegn forseta Íslands þegar hann tryggði í tvígang að þjóð- in fengi, gegn synjun Alþingis, tækifæri til að varpa þessu oki af sér. Þetta sama fólk, sem er svona illa tengt við þjóð sína, þykist vera í færum um að ákveða „réttarbætur“ með stjórnarskrá, sem það lætur sem taka muni lýðveldisstjórnarskránni fram. Stjórn Steingríms og Jóhönnu fékk réttilega stað- festingu forsetans sem meirihlutastjórn. En fljótlega var svo komið að nær helmingur þingflokks VG: Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson, var orðinn þrúgaður undan of- ríki Steingríms J., sögulegum svikum hans í ESB og ofsafengnum viðbrögðum við hvers konar andstöðu við óskammfeilni hans og uppgjöf gagnvart erlend- um spákaupmönnum í Icesave- málinu. Margir telja að það sem hafi ráðið úrslitum um að langflestir í þessum hópi hurfu á brott úr flokknum hafi verið að Katrín Jakobsdóttir, sem var í oddastöðu, og átti þess kost að milda stefnu þingflokksins, límdi sig þétt upp við Steingrím J. Hún gerði aldrei við hann ágreining í smáu eða stóru, svo opinbert yrði. Hún lagði lýðræðissinnum í flokknum ekki lið, en gekk ætíð og undanbragðalaust erinda Steingríms og Björns Vals Gíslasonar. Og gerir enn. Og eftir að öllum mátti vera ljóst að ríkisstjórnin var komin í minnihluta var setið sem fastast án þess að boða til kosninga. Nú er viðurkennt að þessi staða, sem stangast á við anda stjórnarskrárinnar, var rædd af stjórnarliðum á leynifundum. Almenn- ingi var ekki greint frá neinu þrátt fyrir fögur fyr- irheit um gagnsæi. Láta ekki sama soðið brenna sig Nú er Steingrímur farinn að trúa á endurkomu sína í valdastóla, í ljósi skoðanakannana sem sýna stjórnarandstöðuflokkana með meirihluta á þingi. Nú á ekki að brenna sig á sama soðinu og síðast. Fyrsti leikurinn á bersýnilega að vera sá að tryggja að hans fylgispaka Katrín verði í lykilstöðu næst þegar Steingrímur nær að sitja í skjóli Pírata og Samfylkingar. Þá skal þjóðin ekki fá að setja fót fyrir hann aftur, þegar honum þykir mest liggja við. Enn eru sömu þingmenn og forðum að tala um að fá samþykkta breytta stjórnarskrá. Sú er líka sögð innleiða ótal réttarbætur. Núverandi ríkisstjórnar- flokkar munu sjálfsagt láta það eftir þeim, eins og annað. Endemis endurupptökulögin voru samþykkt mótatkvæðalaust. Núverandi ríkisstjórn hefur í verki, af óskiljan- legum ástæðum, haft það sem sitt fyrsta boðorð að afnema aldrei neitt sem stjórnvitringarnir Jóhanna og Steingrímur komu að. Þess vegna voru vitlausu endurupptökulögin látin gilda allt þar til að þau bar upp á borð Hæstaréttar Íslands. Þaðan náðu þau ekki einu sinni að fara í „bláu tunnuna“. Þau voru ekki einu sinni talin hæf til endurvinnslu. Þjóðin ætti sennilega að vera á varðbergi þegar hún heyrir að Alþingi sé komið á fremsta hlunn með að samþykkja eitthvað samhljóða. Þá heyrist í aðvörunarbjöllunum. Morgunblaðið/Golli 6.3. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.