Morgunblaðið - 14.05.2016, Síða 49

Morgunblaðið - 14.05.2016, Síða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég eins og aðrir tónlistar-áhugamenn set mig í stell-ingar er það tekur að hylla undir nýtt efni frá Radiohead. Ég fæ fiðring, verð spenntur … já, hlakka til. Þessar plötur eru settar í umsvifalausa djúphlustun og þannig hef ég nánast ekki hlýtt á neitt annað undanfarna tvo sólar- hringa en A Moon Shaped Pool, sem er níunda plata sveitarinnar (þetta er skrif- að á þriðju- degi). Sofnaði í sófanum út frá henni í gær, fór þá með hana upp í rúm og hlýddi þar áfram með heyrnartólum. Platan hefur svo fyllt stofuna í dag. Radiohead er einstök sveit, fá- ar nústarfandi rokksveitir – ef ein- hverjar – hafa komist upp með að toga og teygja rokkformið á jafn glannalegan hátt og hún án þess að tapa vinsældum. Radohead hefur rutt brautir á margvíslega vegu undanfarin tuttugu ár eða svo og líkt og annar brautryðjandi, Björk, nýtur hún ómældrar virðingar um heim allan, er dýrkuð og dáð, en á sama tíma kemst hún upp með hvað sem er. Plötur hennar eru þá jafn ólík- ar og þær eru margar og gæðunum Draumóramenn læra aldrei Einstök Radiohead þykir með merkustu rokksveitum sögunnar. A Moon Shaped Pool er níunda hljóðversplata hennar. er misskipt. Pablo Honey (1993) var mistæk, ef ekki bara léleg, en snilldin kviknaði á The Bends (1995). OK Computer (1997) er iðu- lega talin eitt helsta afrek rokksög- unnar en þó trompaði sveitin það með Kid A (2000) en aðeins Sgt. Pepper Bítlanna er djarfari þegar kemur að einskæru hugrekki og framsýni hvað möguleika rokk- tónlistar varðar. Segi og skrifa það. Amnesiac (2001) var hins veg- ar hálfgerð afgangsplata og Hail to the Thief (2003) er lakasta verk sveitarinnar til þessa, að fráskild- um frumburðinum. Eyjólfur hresst- ist hins vegar á In Rainbows (2007) og síðasta verk, The King of Limbs (2011) er hreinasta afbragð. Köld og stafræn mjög en mikill karakter í henni. Ánetjandi eiginlega. A Moon Shaped Pool er allt öðruvísi. Í stað kuldans er hlýja, í stað höktandi takta og hvassra teknóhljóma erum við sveipuð með strengjum og lögin flæða fallega, ó svo fallega, áfram. Já, þetta er svo falleg plata eitthvað! Hún er aldrei ágeng, það brestur aldrei á með gítarýlfri eða látalátum heldur rennur hún áfram með hægð eins og hún vilji nánast lítið á sér bera. Og þannig borar hún sig inn í þig, smátt og smátt, eins og dropi sem holar stein. Við höfum þegar heyrt tvö fyrstu lögin. „Burn the Witch“ er með dramatískum stíganda og strengir leiða framvinduna. „Day- dreaming“ er hins vegar mikil- úðlegt og fagurt. Epískt, eiginlega „kvikmyndalegt“. Frábært mynd- band Paul Thomas Anderson hæfir því fullkomlega. Stundum er kvart- að yfir því að það heyrist ekki lengur í gíturum í gítarbandinu en þrír meðlimir munda slíka gripi. Trommur hafa þá oft þurft að víkja fyrir forrituðum töktum. Hér fá þessi hljóðfæri hins vegar pláss, þó aldrei séu þau sérstaklega áber- andi. Ég mæli nefnilega með því að fólk taki þessa plötu í nokkur heyrnartólarennsli því að hin og þessi hljóð og hljómar gera vart við sig á lymskulegan hátt og styðja þannig við heildarmyndina. Það er fullt í gangi í hverju og einu lagi þó að maður verði ekki var við það í „hefðbundinni“ hlustun. En já, gítarar og trommur koma þann- ig inn í þriðja lagi, „Decks Dark“ og „Desert Island Disk“ hefst meira að segja með áberandi gítar- plokki í spænskum/klassískum stíl. Eins og staðan er akkúrat núna á ég erfitt með að pikka eitt lag út, þetta er afar jöfn plata gæðalega séð, hvert og eitt lag er lítið ævin- týri. Nefni þó hið frábæra „The Numbers“ sem er litað af hinum of- ureðlilegu hljóðfærum gítar, bassa, trommum og píanói – en um leið er auðvitað ekkert eðlilegt við lagið. Frekar en við nokkuð annað hér. Radiohead eru með „eitthvað“ sem skilur hafra frá sauðum og ein- hverra hluta vegna á hún gnægð af slíku töfradufti, duft sem aðrar sveitir geta aðeins látið sig dreyma um. A Moon Shaped Pool er í stuttu máli sagt frábær plata, runnin undan rifjum algerra yfir- burðamanna í faginu. Radiohead þorir, er skipuð draumóramönnum sem aldrei læra svo ég vitni í texta „Daydreamers“. Sem betur fer. » A Moon ShapedPool er allt öðruvísi. Í stað kuldans er hlýja, í stað höktandi takta og hvassra teknóhljóma erum við sveipuð með strengjum og lögin flæða fallega, ó svo fallega, áfram. Ný plata Radiohead, A Moon Shaped Pool, kom út á sunnudaginn og var upptakturinn að útgáfunni með skemmra móti. Við rýnum í þessa afurð einnar af merkustu rokksveitum sögunnar. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistar- maður samtím- ans, heldur tón- leika á annan í hvítasunnu kl. 20 í Eldborgar- sal Hörpu, ásamt hljóm- sveit. Á þriðja tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för og Ferry mun flytja mörg af sínum þekktustu lögum, bæði frá sóló- ferlinum og árunum með Roxy Music og lög af nýjustu plötu sinni, Avonmore. Ferry heldur tón- leika í Eldborg Bryan Ferry Kvikmyndaleikkonan og -leikstjór- inn Jodie Foster sækir kvikmynda- hátíðina í Cannes sem hófst í vik- unni og frumsýnir á henni nýjustu kvikmynd sína, Money Monster. Foster tók í fyrradag þátt í um- ræðum á hátíðinni sem báru yfir- skriftina „Women in Motion“ og ætlað var að vekja athygli á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum og framlagi þeirra til kvikmynda. Var m.a. rætt um nýja skýrslu mið- stöðvar háskóla í San Diego sem kannar þátttöku kvenna í gerð sjónvarpsefnis og kvikmynda en í henni kemur fram að konur leik- stýrðu aðeins 7% þeirra 250 kvik- mynda sem nutu mestrar aðsóknar í Bandaríkjunum árið 2014. Foster sagðist hafa beðið umræð- unnar um það hvers vegna svo fáar konur væru við stjórn í kvikmynda- gerð í 40 ár. Í upphafi ferils hennar hafi engar konur verið við kvik- myndatökur að undanskildum leik- konum og förðunardömum. Það hafi sem betur fer breyst en stjórn- endur stóru kvikmyndaveranna væru þó enn hræddir við að ráða konur sem leikstjóra, teldu það af einhverjum ástæðum áhættu á tím- um ofurhetju- og framhaldsmynda „Góðu fréttirnar eru þær að smekk- ur áhorfenda er að breytast því þeir eru orðnir leiðir á því að fá sama morgunkornið á hverjum degi. Ég hlakka til framtíðarinnar,“ sagði Foster. Í Cannes Jodie Foster frumsýnir nýjustu kvikmynd sína í Cannes. Foster segir stjórnendur kvikmyndavera hrædda við að ráða kvenleikstjóra ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 ANGRY BIRDS 3D ÍSL.TAL 2, 4:15 ANGRY BIRDS ENS.TAL 5:50, 8 BAD NEIGHBORS 2 8, 10 CAPTAIN AMERICA 7,10 RATCHET & CLANK ÍSL.TAL 1:50,3:50 MAÐUR SEM HEITIR OVE 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:50 TILBOÐ KL 1:50 T ÍMAR G I LDA 1 4 . , 1 5 . & 1 6 . MA Í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.