Orð og tunga - 01.06.2001, Side 59

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 59
Gunnlaugur Ingólfsson: Undireins 49 1963; 1983). í báðum útgáfum er það á tveimur stöðum, annars vegar ritað í tveimur orðum, undireins, hins vegar í einu orði, undireins. Sömu sögu er að segja um íslensk- danska orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-1924). Þar er orðið ritað á tvo vegu eins og í orðabók Menningarsjóðs en skýrt undir rithættinum undir eins: straks, lige straks; (á sama tíma) paa een Gang, til samme Tid; u. eins og, til samme Tid som, samtidig med; saasnart (som). I Nýrri danskri orðabók eftir Jónas Jónasson (1896) er orðið straks þýtt m. a. með orðalaginu: ‘þegar í stað, undir eins, óðara, að vörmu spori, ...’ og virðist orðaval hans í þýðingunni hvfla á þýðingu Konráðs Gíslasonar í Danskri orðabók (1851): ‘undireins, óðara, þegar, í stað; að vörmu spori:...’. A 19. öld má sjá að orðið undireins er notað jöfnum höndum í báðum merking- unum, jafnvel í riti sama manns. Dæmi um þetta er t. d. að finna í dagbókum Gísla Brynjúlfssonar(1957) frá árinu 1848, svo og í skáldsögum Jóns Thoroddsens:10 því þeir [þ. e. Danir] eru ei góðlyndir, glaðlyndir og gáfaðir undireins (44) Auðséð er undireins á þessari litlu sögu, að höfundurinn er enskur maður (45) Æ, farðu ekki frá mér undir eins, Gunna mín (PS, 11 [OH]) sunnudaginn var lýst á tveimur kirkjum undir eins (PS, 71 [OH]) í orðabók Bjöms Halldórssonar (1814/1992) er orðið undir eins þýtt með ‘simul, tillige, med det samme’. Latneska orðið simul getur bæði þýtt ‘þegar í stað’ og ‘í senn’ svo að hér geta báðar merkingamar verið á ferðinni. Jón Ámason biskup hefur þekkt þær báðar því að í Kleifsa sínum (1738/1994) notarhann orðið undireins í þýðingum á orðunum simul (simul ac/vel), insimul og una. Jón Ólafsson úr Gmnnavík hefur einnig þekkt báðar merkingamar. Hann skýrir orðasambandið undir eins í orðabók sinni með orðunum ‘simulac, vel eodem tempore. adv. temporis. ut: eigi verður undireins átt og úti látið’ (stafsetning samræmd). Ljóst er að merkingin ‘strax, þegar í stað’ í orðinu undireins hefur verið lengi þekkt og lifað samtímis hinni gömlu fram á okkar daga. En ekki verður að svo stöddu fullyrt framar en hér hefur verið reynt að greina hvenær hún kemur fyrst til sögunnar. En af dæmum hér á undan er ljóst að hún er vel kunn á 18. öld og er fram komin í bókum fyrir miðja öldina. Jón úr Grannavfk var fæddur árið 1705 og vann að orðabók sinni frá því fyrir miðja öldina. Jón Ámason biskup fæddist árið 1665 og gaf út Kleifsa árið 1738. Vísast er nýmerkingin ‘þegar í stað, strax’ allmiklu eldri en þetta en hennar verður ekki vart í Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Jón Þorkelsson, sem fyrstur hóf undireins til vegs í orðabókum, getur hennar ekki. Við verðum að skiljast við þetta mál að svo stöddu og teljum að hin nýja merking hafi komið upp einhvem tíma á bilinu frá því um 1600 og fram í byrjun 18. aldar. 10 Við lauslega athugun á undireins-dæmum í skáldsögum Jóns Thoroddsens sýnist ‘strax’-merkingin vera algengari en ‘samtímis’-merkingin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.