Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 10
Náttúrufræðingurinn 82 20 cm þykk fínkorna grágræn aska, nokkuð gjall- og grjótblönduð. Um upptök þessarar gjósku er ekki hægt að fullyrða en mögulegt er að þau séu í gígnum Löngu-Rauðku um 3 km sunnar á gígaröðinni (í Rauðuborgum; 3. mynd). Athugun sýnir að talsvert er af fínefni (ösku) í gígrimum Löngu-Rauðku. Enginn annar líklegri upptakagígur er sjáanlegur í nágrenninu (gjósku- gígurinn Hrossaborg er í 9 km fjarlægð). Sé þessi túlkun rétt hefur gosið í Vegasveinum áður en gaus í Rauðuborgum. Sýni úr ljósa gjóskulaginu í Randarhólum og Vegasveinum voru efnagreind í örgreini Jarðvísinda- stofnunar Háskólans. Niðurstöður greininganna eru sýndar í 2. töflu og á 11. mynd. Í stuttu máli staðfesta þær að um er að ræða hið 11 þúsund ára gamla gjóskulag Öskju-S. Fljótl- ega eftir að lagið fannst hafði gru- nur vaknað um að þessi væri rau- nin. Úr því hefur nú fengist sko- rið. Samanburðarsýni var greint úr Öskju-S frá sunnanverðum Kolli í Dyngjufjöllum en Guðmundur E. Sigvaldason efnagreindi einnig sýni þaðan á sínum tíma.24 Eins og sjá má á 11. mynd eru greiningarnar frá Randarhólum og Vegasveinum í ágætu samræmi við aðrar greinin- gar á Öskju-S. Einnig var efnagreint sýni úr Heklu-5 frá Randarhólum (11. mynd). Eru þær greiningar í góðu samræmi við aðrar greiningar á því lagi. Randarhólar Segjast verður að mjög hafi komið á óvart að rekast á gjóskulagið Öskju-S á milli gjalllaga við Randarhóla. Gjóskan hefur fallið ofan á hrjúft yfirborð neðra gjall- lagsins áður en foksandur náði að fylla í glufur. Ljósa gjóskudreif er að finna niður í gegnum allt gjalllagið. Miðað við það sem vitað er um þykktardreifingu Öskju-S ætti lagið að vera a.m.k. 10 cm þykkt við Randarhóla en mælist nú vart meira en 2–3 cm þykkt. Bendir það til að stór hluti gjóskunnar hafi hripað niður í Randarhólagjallið. Svo er að sjá sem upphleðslu gjallsins hafi lokið stuttu áður en Askja-S féll og að um samtímamyndanir sé að ræða eða því sem næst. Að því gefnu er dregin sú ályktun að gosið á Sveina- og Randarhólagossprungunni og gosið sem myndaði gjósku- lagið Öskju-S hafi verið atburðir í sömu umbrotahrinu í Öskju- kerfinu. Afstaða Öskju-S til Vega- sveina staðfestir að þeir eru af sama aldri og Randarhólar. Upptök hrauntungunnar efst í sniði 1 eru vafalítið á Randar- hólagossprungunni þó að tengslin séu ekki skýr vegna rofs. Hraunið er um 200 m breitt næst gígunum og mjókkar jafnt og þétt til suðurs þar til það endar rúmum kílómetra sunnar. Jökulsá hefur grafið sig 6. mynd. Snið 4 í Vega sveinum á Mývatnsöræfum.52 – Location of soil section no. 4 at Vegasveinar in Mývatns öræfi. 7. mynd. Grafið undir hraun suður af Randarhólum (sjá 5. mynd; snið 1). Sjá má til Dettifoss í fjarska (í suðri). – The soil section no. 1 being examined. The Dettifoss waterfall may be seen in the background. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.