Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 10
Náttúrufræðingurinn 82 20 cm þykk fínkorna grágræn aska, nokkuð gjall- og grjótblönduð. Um upptök þessarar gjósku er ekki hægt að fullyrða en mögulegt er að þau séu í gígnum Löngu-Rauðku um 3 km sunnar á gígaröðinni (í Rauðuborgum; 3. mynd). Athugun sýnir að talsvert er af fínefni (ösku) í gígrimum Löngu-Rauðku. Enginn annar líklegri upptakagígur er sjáanlegur í nágrenninu (gjósku- gígurinn Hrossaborg er í 9 km fjarlægð). Sé þessi túlkun rétt hefur gosið í Vegasveinum áður en gaus í Rauðuborgum. Sýni úr ljósa gjóskulaginu í Randarhólum og Vegasveinum voru efnagreind í örgreini Jarðvísinda- stofnunar Háskólans. Niðurstöður greininganna eru sýndar í 2. töflu og á 11. mynd. Í stuttu máli staðfesta þær að um er að ræða hið 11 þúsund ára gamla gjóskulag Öskju-S. Fljótl- ega eftir að lagið fannst hafði gru- nur vaknað um að þessi væri rau- nin. Úr því hefur nú fengist sko- rið. Samanburðarsýni var greint úr Öskju-S frá sunnanverðum Kolli í Dyngjufjöllum en Guðmundur E. Sigvaldason efnagreindi einnig sýni þaðan á sínum tíma.24 Eins og sjá má á 11. mynd eru greiningarnar frá Randarhólum og Vegasveinum í ágætu samræmi við aðrar greinin- gar á Öskju-S. Einnig var efnagreint sýni úr Heklu-5 frá Randarhólum (11. mynd). Eru þær greiningar í góðu samræmi við aðrar greiningar á því lagi. Randarhólar Segjast verður að mjög hafi komið á óvart að rekast á gjóskulagið Öskju-S á milli gjalllaga við Randarhóla. Gjóskan hefur fallið ofan á hrjúft yfirborð neðra gjall- lagsins áður en foksandur náði að fylla í glufur. Ljósa gjóskudreif er að finna niður í gegnum allt gjalllagið. Miðað við það sem vitað er um þykktardreifingu Öskju-S ætti lagið að vera a.m.k. 10 cm þykkt við Randarhóla en mælist nú vart meira en 2–3 cm þykkt. Bendir það til að stór hluti gjóskunnar hafi hripað niður í Randarhólagjallið. Svo er að sjá sem upphleðslu gjallsins hafi lokið stuttu áður en Askja-S féll og að um samtímamyndanir sé að ræða eða því sem næst. Að því gefnu er dregin sú ályktun að gosið á Sveina- og Randarhólagossprungunni og gosið sem myndaði gjósku- lagið Öskju-S hafi verið atburðir í sömu umbrotahrinu í Öskju- kerfinu. Afstaða Öskju-S til Vega- sveina staðfestir að þeir eru af sama aldri og Randarhólar. Upptök hrauntungunnar efst í sniði 1 eru vafalítið á Randar- hólagossprungunni þó að tengslin séu ekki skýr vegna rofs. Hraunið er um 200 m breitt næst gígunum og mjókkar jafnt og þétt til suðurs þar til það endar rúmum kílómetra sunnar. Jökulsá hefur grafið sig 6. mynd. Snið 4 í Vega sveinum á Mývatnsöræfum.52 – Location of soil section no. 4 at Vegasveinar in Mývatns öræfi. 7. mynd. Grafið undir hraun suður af Randarhólum (sjá 5. mynd; snið 1). Sjá má til Dettifoss í fjarska (í suðri). – The soil section no. 1 being examined. The Dettifoss waterfall may be seen in the background. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.