Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 26
Náttúrufræðingurinn
98
við fjalldrapa (Betula nana L.).3,4
Undirtegundum með svipað
vaxtar form og erfðablöndun við
lágvaxnari tegundir birkis hefur
verið lýst víðar, svo sem Betula pube-
scens ssp. tortuosa (Ledeb.) Nyman
sem fyrst var lýst í Altajfjöllum
í Asíuhluta Rússlands og ssp.
czerepanovii (N.I. Orlova) Hämet-
Ahti sem vex við skógarmörk í
Skandinavíu og aðgreind hefur
verið frá ssp. tortuosa.5 Allar eiga
þær það sammerkt að vaxa við
skógarmörk og hafa því oft verið
kallaðar fjallabirki (e. mountain
birch).5 Þar er meðtalin íslenska
ilm björkin þótt seinni tíma erfða-
rannsóknir hafi sýnt að vegna mikils
erfðabreytileika sé tæpast hægt að
tala um eina sérstaka undirtegund
ilmbjarkar á Íslandi.4 Hér verður
notast við heitið birki eða íslenskt
birki.
Samkvæmt skilgreiningu Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO) getur
aðeins lítill hluti náttúrulegu
birkiskóganna á Íslandi kallast
skógur. Samkvæmt skil greininga
skrá hennar er skógur trjávaxið land
þar sem fullvaxta tré ná að lágmarki
5 m hæð og 10% krónuþekju á
svæði sem er að lágmarki 0,5 ha
að stærð.6 Meirihlutinn fellur þó
undir það sem FAO kallar „annað
viði vaxið land“ (e. other wooded
land), land þakið trjám eða runnum
sem fullvaxta ná ekki 5 m hæð en
hafa meiri en 10% krónuþekju. Á
Íslandi hefur skapast sú hefð að
kalla lágvaxnari trjágróður skóg og
í stað 5 m lágmarkshæðar eru 2 m
valdir sem lágmarkshæð í íslenskri
skilgreiningu á skóglendi.7 Hér
verður fjallað um allt land vaxið
náttúrulegu birki óháð hæð þess en
að öðru leyti fylgt skilgreiningum
FAO um lágmarksflatarmál og
-krónuþekju. Sameiginlega verður
það kallað birki eða birkilendi.
Útbreiðslusaga birkis
Mikið hefur verið rætt og ritað
um útbreiðslu birkis á Íslandi og
hvernig hún hefur dregist saman
frá landnámi. Rannveig Ólafsdóttir
Hitaþróun hefur líklega verið álíka
og annars staðar á norðurhveli, hlýtt
fyrstu aldirnar en síðan kólnað um
og eftir 13. öld. Hlýnun hófst ekki
aftur að marki fyrr en á fyrri hluta 20.
aldar.15 Þetta kuldaskeið hefur verið
kallað litla ísöldin. Hitastigsmælingar
sýna nokkuð skrykkjótta hlýnun
á Íslandi en meðalhitastig árs
hefur hækkað um 0,71°C á öld á
tímabilinu 1800 til 2007.14 Þrátt
fyrir þessa hlýnun var hitafar á
síðustu öld líklega svipað hitafari
fyrstu alda Íslandsbyggðar. Því má
ætla að mögulegt útbreiðslusvæði
birkis á Íslandi á þessum tveimur
tímabilum sé svipað.
Niðurstöður ýmissa rannsókna
benda til þess að skógi og kjarri hafi
verið eytt skipulega á þéttbýlustu og
bestu landbúnaðarsvæðum lands-
ins á fyrstu öldunum eftir land nám
til að rýma fyrir akuryrkju, beit
húsdýra og heyöflun. Frjókorna-
rannsóknir sýna að mjög fljótlega
eftir landnám verður skyndilegt
fall í frjómagni birkis, og rennir það
stoðum undir þessa kenningu.16
Svipuð þróun átti sér stað í ná -
granna löndum þegar teknir voru
upp búskaparhættir fastrar bú -
setu.17,18 Í nýlegri rannsókn var
sýnt fram á að viðartekja úr skógun-
um gat ein og sér ekki skýrt þá
miklu eyðingu skóglendis sem
átti sér stað eftir landnám.12 Fjær
byggð var skógareyðingin hægari
og sums staðar var reynt að haga
nýtingu skógarins þannig að
hann viðhéldist, því að skógur var
verðmæt auðlind. Skógarítök, það
er rétturinn til að nýta og safna viði
úr skógum, voru verðmæti sem
haldið var vel til haga. Margt bendir
þó til þess að stjórn á nýtingu
skóganna hafi losnað úr reipunum
fljótlega eftir siðaskiptin, ekki síst
þar sem kirkjujarðir áttu skógarítök.
Þannig verður mest skógareyðing
á ítökum kirkjujarða í Þjórsárdal á
sautjándu öld en þar var eitt helsta
svæði skógarítaka á Suðurlandi á
þeim tíma.19 Viður úr birkiskógum
var mikilvægur orkugjafi allt fram
á síðustu öld og var eldiviðartekja
úr skógum stunduð fram yfir síðari
heimsstyrjöld.20
o.fl.8 notuðu líkön til að áætla
útbreiðslu birkiskógar við landnám
út frá hitastigi. Niðurstaða þeirra
var að birkiskógur sem verður
fullvaxta hærri en tveir metrar hafi
einungis þakið um 8.000 km2 við
landnám og að núverandi útbreiðsla
gæti að hámarki verið rúmir 5.000
km2. Páll Bergþórsson9 áætlaði út
frá sérstökum vaxtareiningum sem
metnar voru með sumarhita að
birkiskógur sem nær meira en 3 m
hæð hafi þakið um 15.000 km2 við
landnám. Páll tók mið af veðurfari
tímabilsins 1931–60 sem var frekar
hlýtt tímabil miðað við áratugina á
undan og eftir. Snorri Sigurðsson10
bar saman ýmsar heimildir um
skóglendi, svo sem örnefni, kolgrafir
og hitafarsmörk birkis í Noregi,
og komst að þeirri niðurstöðu að
birkiskógur hafi þakið um 28.000
km2 við landnám. Í nýlegri rannsókn
á skógarmörkum og trjámörkum
birkis á Íslandi,11 var skoðaður
sumarhiti við efstu mörk núverandi
útbreiðslu birkis. Niðurstöðurnar
voru þær að land undir trjámörkum
væri að flatarmáli um 41.500 km2
en land undir skógarmörkum, þar
sem birkið nær 2 m hæð fullvaxta,
um 25.000 km2. Einnig voru könnuð
hafræn áhrif og kom í ljós að
skógarmörk og trjámörk hækkuðu
með aukinni fjarlægð frá hafi og
lækkandi klórstyrk í grunnvatni.
Klórstyrkur í grunnvatni er vís-
bending um ákomu sjávarsalts,
sem takmarkar vöxt og viðgang
trjágróðurs. Fleiri fræðimenn hafa
reynt að meta útbreiðslu birkis
við landnám og birtist nýjasta
matið í doktorsritgerð Nikolasar
Trbojević.12 Hann útfærir nánar
Íslandskort Náttúrufræðistofnunar
Íslands sem sýnir mat á útbreiðslu
gróðurs við landnám, þ.m.t.
birkilendis.13 Niðurstaða hans er að
birkiskógur og birkikjarr hafi þakið
tæpa 24.000 km2 við landnám.
Flest veðurvitni, svo sem rann-
sóknir á vatna- og sjávarseti og
ritaðar heimildir, benda til tölu-
verðra sveiflna í veðurfari á Íslandi
frá landnámi og fram til þess tíma
að fastar veðurmælingar hófust
á Íslandi snemma á 19. öld.14