Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 30
Náttúrufræðingurinn
102
voru notaðir, <2 m (2. mynd), 2–5 m
(3. mynd) og > 5 m (4. mynd). Við
mat á hæð fullvaxta trés var litið til
eldri trjáa á hverju svæði (5. mynd).
Breytum sem safnað var fyrir hvern
fláka og gildum þeirra er lýst nánar
í 1. viðauka. Í kjölfarið var byggður
upp landfræðilegur gagnagrunnur
sem sýnir útbreiðslu birkis á Íslandi
og helstu eiginleika þess.
Aldursgreining
Í hverjum fláka var aldur ríkjandi
trjálags metinn sjónrænt með því
m.a. að rekja niður trjástofninn
ársvöxt síðustu ára. Til þess að
ákvarða nákvæmni matsins var á
stöku stað safnað sýnum úr trjám
til aldursgreiningar. Þessi sýni
voru borsýni þegar um stærri
tré var að ræða en sneiðsýni úr
minni trjástofnum. Sýnin voru
tekin úr stofnunum rétt ofan við
rótarháls. Hvert sýni var merkt með
dagsetningu og hnattstöðu. Alls var
safnað 55 sýnum nokkuð jafndreift
yfir landið. Aldur sýna var greindur
í árhringjamælitæki á Mógilsá og
greindur aldur borinn saman við
skráðan aldur fyrir sömu hnattstöðu.
Breyting á útbreiðslu birkis
Breyting á flatarmáli birkis á 23
ára tímabili, 1989–2012, var metin
með samanburði á úttektunum
1987–91 og 2010–14. Þau svæði
sem sköruðust á milli kortlagninga
voru metin sem eldra birki, þ.e.
birkið sem var til staðar árið 1989,
en þau svæði sem ekki sköruðust
voru ýmist metin sem landnám
birkis frá árinu 1989 eða sem eldra
birki sem ekki hafði verið kortlagt
áður. Til að skera úr um þetta
var notuð aldursflokkagreining þar
sem birkilendi var skipt í tvo flokka,
undir 15 ára og 15–30 ára. Öll
svæði í fyrrnefnda flokknum voru
metin sem landnámssvæði birkis
eftir 1989, en helmingur svæða í
síðarnefnda flokknum. Ástæða þess
að helmingur svæðanna í seinni
aldursflokknum var einungis metið
sem landnámssvæði birkis frá 1989
var sú aldursflokkurinn nær aftur
til 1980–84, og má því gera ráð fyrir
að um helmingur landnámsins í
honum hafi verið fyrir árið 1989.
Breytingar á hitafari og fjölda
sauðfjár á rannsóknartímanum
Til þess að reyna varpa ljósi á sam-
band landnáms birkis við loft hita
annars vegar og sauðfjárbeit hins
vegar var þetta athugað sérstaklega
2. mynd. Lágvaxtarform birkis á Íslandi. Birkikjarr eða kjarrskógur (< 2 m fullvaxta) í
Straumshrauni á Reykjanesskaga. – Low stature of birch woodland in Iceland. Shrubland
(< 2 m height at maturity) in Reykjanes peninsula in Southwest Iceland. Ljósm./Photo:
Arnór Snorrason 2016.
3. mynd. Miðlungs-vaxtarform birkis á Íslandi. Lágskógur (2–5 m fullvaxta) sunnan
Hafnarfjarðar. – Middle stature of birch woodland. Pure woodland (2–5 m height at
maturity) south of the town of Hafnarfjörður in Southwest Iceland. Ljósm./Photo: Arnór
Snorrason 2016.