Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 31
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í einstökum landshlutum. Breytingar á útbreiðslu birkis á 23 ára tímabili í fimm landshlutum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi, Austurlandi og Suðurlandi, voru bornar saman við breytingar á hitafari og fjölda sauðfjár í viðkomandi landshlutum (sjá landshlutaskiptingu á 6. mynd). Notast var við sumarhita, mældan í mánaðarmeðaltölum júní, júlí og ágúst, og var við það byggt á landfræðilegum hitafars- gagna grunni frá Veðurstofu Íslands, sem nær fram til 2006.40 Um er að ræða gagnagrunn á rastaformi með 900×900 m mynd einingum og er því hægt að reikna mánaðarmeðaltöl fyrir birkilendið innan hvers landshluta. Hitafars- breytingar voru síðan reiknaðar með því að draga hitagildi ársins 1989 frá meðaltali árana 1990–2006. Gögn um breytingar á fjölda sauðfjár skipt á landshlutana fimm voru fengin hjá Hagstofu Íslands.41,42 NIÐURSTÖÐUR Flatarmál birkilendis á Íslandi í þessari nýju kortlagningu var 1.506 km2 (6. mynd). Útbreiðslan reyndist nokkuð misjöfn eftir landshlutum (1. tafla). Mest var hún á Vesturlandi, 391 km2, og minnst á Austurlandi, 186 km2. Hæð fullvaxta birkis skiptist þannig að rúmur þriðjungur flokkaðist sem birkikjarr eða kjarrskógur (<2 m), rúmur helmingur sem lágskógur (2–5 m) og 8% flokkaðist sem háskógur (>5 m). Hlutfall birkis yfir 2 m á hæð reyndist nokkuð svipað milli landshluta eða um ¾ hlutar, að undanskildum Vestfjörðum þar sem hlutfallið var innan við þriðjungur. Aðeins á Vestfjörðum var ekkert birkilendi skráð í háskógarflokk. Núverandi hæð birkis skiptist þannig að á 1.072 km2 (71%) voru tré undir 2 m, á 414 km2 (27%) voru þau 2–5 m og á 20 km2 (1%) hærri en 5 m (2. tafla og 7. mynd). Núverandi hæð birkis reyndist nokkuð misjöfn milli landshluta. Á Norðurlandi var rúmur helmingur birkis yfir 2 m á hæð, en einungis 2% á Vestfjörðum. 4. mynd. Hávaxtarform birkis á Íslandi. Háskógur (> 5 m fullvaxta) í Vaglaskógi í Fnjóskadal. – High stature of birch woodland. Forest (> 5 m height at maturity) in Vaglaskógur forest in North Iceland. Ljósm./Photo: Arnór Snorrason 2016. 5. mynd. Þegar metin var fullvaxta hæð birkis var litið til elstu trjánna á svæðinu. Þau voru oft á tíðum ekki í ríkjandi trjálagi eins og sjá má á þessari mynd úr nágrenni Langár á Mýrum. – The oldest trees were examined when assessing height at maturity. They were often not in the dominant tree layer.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.