Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 31
103 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í einstökum landshlutum. Breytingar á útbreiðslu birkis á 23 ára tímabili í fimm landshlutum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norður- landi, Austurlandi og Suðurlandi, voru bornar saman við breytingar á hitafari og fjölda sauðfjár í viðkomandi landshlutum (sjá landshlutaskiptingu á 6. mynd). Notast var við sumarhita, mældan í mánaðarmeðaltölum júní, júlí og ágúst, og var við það byggt á landfræðilegum hitafars- gagna grunni frá Veðurstofu Íslands, sem nær fram til 2006.40 Um er að ræða gagnagrunn á rastaformi með 900×900 m mynd einingum og er því hægt að reikna mánaðarmeðaltöl fyrir birkilendið innan hvers landshluta. Hitafars- breytingar voru síðan reiknaðar með því að draga hitagildi ársins 1989 frá meðaltali árana 1990–2006. Gögn um breytingar á fjölda sauðfjár skipt á landshlutana fimm voru fengin hjá Hagstofu Íslands.41,42 NIÐURSTÖÐUR Flatarmál birkilendis á Íslandi í þessari nýju kortlagningu var 1.506 km2 (6. mynd). Útbreiðslan reyndist nokkuð misjöfn eftir landshlutum (1. tafla). Mest var hún á Vesturlandi, 391 km2, og minnst á Austurlandi, 186 km2. Hæð fullvaxta birkis skiptist þannig að rúmur þriðjungur flokkaðist sem birkikjarr eða kjarrskógur (<2 m), rúmur helmingur sem lágskógur (2–5 m) og 8% flokkaðist sem háskógur (>5 m). Hlutfall birkis yfir 2 m á hæð reyndist nokkuð svipað milli landshluta eða um ¾ hlutar, að undanskildum Vestfjörðum þar sem hlutfallið var innan við þriðjungur. Aðeins á Vestfjörðum var ekkert birkilendi skráð í háskógarflokk. Núverandi hæð birkis skiptist þannig að á 1.072 km2 (71%) voru tré undir 2 m, á 414 km2 (27%) voru þau 2–5 m og á 20 km2 (1%) hærri en 5 m (2. tafla og 7. mynd). Núverandi hæð birkis reyndist nokkuð misjöfn milli landshluta. Á Norðurlandi var rúmur helmingur birkis yfir 2 m á hæð, en einungis 2% á Vestfjörðum. 4. mynd. Hávaxtarform birkis á Íslandi. Háskógur (> 5 m fullvaxta) í Vaglaskógi í Fnjóskadal. – High stature of birch woodland. Forest (> 5 m height at maturity) in Vaglaskógur forest in North Iceland. Ljósm./Photo: Arnór Snorrason 2016. 5. mynd. Þegar metin var fullvaxta hæð birkis var litið til elstu trjánna á svæðinu. Þau voru oft á tíðum ekki í ríkjandi trjálagi eins og sjá má á þessari mynd úr nágrenni Langár á Mýrum. – The oldest trees were examined when assessing height at maturity. They were often not in the dominant tree layer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.