Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 41
113
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Þrívíddarloftljósmynd af gíg Hallmundarhrauns, séð frá norðvestri. Í gígnum
virðist vera margsamfallin hrauntjörn, um 1.200 m á lengd og um 500 m á breidd. Hæð ýkt
um 1,4. – Three-dimensional photograph of the Hallmundarhraun crater, seen from the NW,
length appr. 1,200 m, width appr. 500 m. Height exaggerated by 1.4. Ljósm./Photo:
Loftmyndir ehf.
Fjallað er á fremur óhefðbundinn
hátt um Surtshelli, eða um
Surts hellis-Stefánshelliskerfið,
lengsta og þekktasta hraunhelli
landsins. Megináherslan er lögð á
orsakasamhengi umferðar manna
og skemmda í hellinum. Sögu-
legar heimildir eru raktar allt
frá Hallmundarkviðu til okkar
daga. Gerð er grein fyrir helstu
athugunum, ferðalýsingum og
skýrslum allt til 1972 með tilliti til
umferðar vísinda- og ferðamanna.a
Þá fjallar annar höfunda um æskuár
sín í uppsveitum Borg arfjarðar.
Fundur Gullborgar hella sumarið
1957 er fléttaður við ummæli full-
orðna fólksins í Kalmanstungu,
fréttaflutning, mótvægisaðgerðir,
náttúruverndarlög og friðlýsingu
Náttúruverndarráðs á dropsteins-
myndunum í hraunhellum landsins.
Fjallað er um bága verndar-
stöðu hraunhella á Íslandi. Stað-
setningarhnit flestra hraun-
helli s opa landsins liggja á lausu,
ýmist í rituðum heimildum eða
á netinu. Hellarnir eru því auð-
fundnir og yfirleitt auðveldir yfir-
ferðar. Þeir eru meira eða minna
opnir ferðamönnum, sem leiðir
undantekningarlaust til skemmda á
viðkvæmum myndunum.
Meginefni greinarinnar er
athugun á umfangsmiklum
skemmd um í stóru hellunum í
Hallmundarhrauni, Surtshellis-
Stefánshelliskerfinu, Víðgelmi og
Borgarhelli í Gullborgarhrauni. Við
talningu reyndust 84 dropsteinar
hafa verið fjarlægðir úr Borgarhelli
og 1.093 úr Víðgelmi. Allir fegurstu
og sérstæðustu steinar í báðum
hellunum eru horfnir, nánast
hver einasti frístandandi steinn
Borgarhellis og ríflega tveir af
hverjum þremur dropsteinum
Víðgelmis. Höfundar vissu að
dropsteinsmyndanir Stefánshellis
höfðu bókstaflega verið hreinsaðar
burt en umfang skemmdanna kom
engu að síður á óvart. Sérstaklega
kom á óvart hve ótrúlegt magn
dropstráa hafði verið brotið úr lofti
hellisins.
Niðurstaða höfunda er að
Víðgelmir hafi verið skreyttasti stór-
hraunhellir heims og að Stefánshellir
komi næstur að magni og gerð
fíngerðs skrauts.
Í eftirmála rekja höfundar
vernd ar stöðu hraunhella á helstu
dyngjusvæðum veraldar utan Íslands.
Inngangur
Mannvist að fornu
Í síðasta erindi Hallmundarkviðu í
Bergbúa þætti, einum stysta sagna-
þætti fornbókmenntanna, kveður
jötunninn: Einn á ek hús í hrauni ... –
og er þar líklega átt við Surtshelli.2
Í þættinum segir frá því að Þórður
bóndi og húskarl hans leita skjóls í
helli í dimmu og illviðri. Hellisbúinn,
jötunn nokkur, amast ekki við
nærveru þeirra, en kveður um
nóttina tólf vísna flokk með þeim
áhrínsorðum að takist þeim ekki
að nema kvæðið hafi þeir verra af.
Þórður bóndi lærði kvæðið og varð
hamingjumaður. Vinnumaður sem
ekkert gat munað fórst skömmu
síðar. Hallmundarkviða er torskilin,
arfur úr heiðni. Sviðið er fjöll,
gljúfur, eldsumbrot, hraunbreiður
og hraunhellar.3 Þrumuguðinn Þór
og eldjötunninn Surtur takast á (1.
mynd).
Hallmundarhraun er 45 km langt
og rúmmál þess er áætlað 5–6
rúmkílómetrar (2. mynd).4 Kristján
Sæmundsson aldursgreindi hraunið
1966,5 taldi það myndað 662–1016
e.Kr. og benti á að Hallmundarhraun
gæti hafa runnið um landnám
(kringum 874). Halldór Laxness6
tók kýrhnútu úr Beinahelli/
Vígishelli til handargagns þegar
hann var að semja Gerplu 1948.
Við aldursgreiningu reyndist
hnútan vera frá árabilinu 781–
1237 e.Kr. Haukur Jóhannesson
kannaði jarðvegssnið undir Hall-
mundarhrauni 19897 og fann
hann landnámslagið rétt undir
neðra borði hraunsins. Eldar
Hall mundarhrauns munu hafa
verið með fyrstu eldgosum sem
landnámsmenn komust í kynni við.
a Þýðing og viðbót við erindi sem höfundar héldu á 17. alþjóðlega hraunhellaþinginu á Hawaii í febrúar 2016.1