Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 45
117
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
8. mynd. Fjöldi og dreifing brotsára í Stefánshelli. Útlínur Stefánshellis, eftir uppdrætti Reichs frá 1973. Tíundi dropsteinninn af 8. mynd
er fjölfaldaður til að gefa hugmynd um fjölda dropsteina sem fjarlægðir hafa verið.20 – The outline of Stefánshellir, after Reich’s map 1973.
The tenth stalagmite in the picture, see also picture 8, is replicated to give an idea of the amount of stalagmites that have been removed.20
Teikning/Drawing: ÁBS.
7. mynd. Myndin gefur hugmynd um stærð og lögun dropsteinanna sem fjarlægðir hafa
verið úr Stefánshelli. Einhverjir þeirra hafa þó verið stærri. Fyrstu átta dropsteinarnir voru
teknir úr góssi steinasafnara 1965. Sá níundi var tekinn í Stefánshelli á fimmta áratugnum.
Jay Reich rakst á þann tíunda í fjórum hlutum þegar hann var ásamt félögum sínum við
mælingar á Stefánshelli 1973.20– The photograph gives an idea about the form and size of
the stalagmites removed from Stefánshellir. Some were larger, however. The first eight
stalagmites were a part of stone collectors’ booty 1965. The 9th was taken in Stefánshellir
in the forties. Jay Reich found the 10th in four pieces when surveying Stefánshellir in
1973.20Ljósm./Photo: ÁBS.
Skemmdir í Stefánshelli
og Víðgelmi
Höfundar hafa talið og skráð
brotstaði dropsteina í Stefánshelli
og Víðgelmi og gefa niðurstöður
þeirrar könnunar hugmynd um
hversu skreyttir hellarnir hafa
verið og hversu umfangsmikil
eyðileggingin er.
Sumarið 2009 töldu höfundar 76
brotstaði dropsteina á 60 m kafla í
þeim hluta Stefánshellis sem þeir
álíta hafa verið hvað skreyttastan
(7. mynd). Í framhaldinu var
ákveðið að gera samskonar úttekt
á Víðgelmi. Í janúar 2010 töldu
höfundar með hjálp skiptinema
frá Háskólanum á Bifröst brotstaði
dropsteina í fremri hluta Víðgelmis
og luku talningunni í júlí 2010 með
aðstoð vinahjóna.
Samtals hafa 1.093 dropsteinar
verið brotnir í Víðgelmi. Þótt
nokkuð sé af brotum á gólfinu
hafa steinarnir að langmestu leyti
(a.m.k. 9/10) verið fjarlægðir. 525
dropsteinar yfir 5 cm að lengd
prýða enn innsta hluta hellisins. Af