Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 53
125 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Um höfunda Tilgangurinn með erindi okkar um Surtshelli á ráðstefnunni á Hawaii í upphafi ársins 20161 var að kynna mikilvægar upplýsingar, sársaukafullt eins og það nú reyndar var, ítreka mikilvægi verndar og varðveislu þeirra fögru, áhrifamiklu og viðkvæmu náttúruminja sem okkur Íslendingum hefur verið trúað fyrir, og fá viðbrögð frá alþjóðasamfélagi hellamanna. Niðurstöður höfunda voru í takt við hugsun ráðstefnuhaldara, hellamanna á Hawaii og meginlandi Banda- ríkjanna. Í aðfaraorðum sögðu skipuleggjendur ráðstefnunnar m.a.: „Okkar á milli – hellaskoðun á Hawaii er oft misskilin, þannig að okkur finnst einfaldara að halda okkur á lágum nótum. Okkur þætti vænt um að þið dreifðuð ekki upplýsingum um hellana okkar, sérstaklega ekki á samskiptamiðlum á borð við Fésbók. Okkur þætti vænt um að þið settuð staðsetningarhnit hellisopa ekki í gagnagrunna. Ekki nota heiti hellanna, stað þeirra né neinar þær upplýsingar sem gætu leitt til frekari vitneskju um aðgang að þeim í gögnum sem hægt er að gúggla ... “ Surtshelliserindið vakti almenna samúð. Allir þekktu vandann, misvel reyndar. Örfáir í afneitun. Fyrir þeim fór lítið. Skipuleggjendur ráðstefnunnar og nokkrir ráðstefnugestir buðu fram aðstoð sína. Með þátttöku okkar á 17. alþjóðlegu hraunhellaráðstefnunni (UIS Commission on Volcanic Caves) á Hawaii í febrúar 2016 lokuðum við hringnum, ef svo má segja. Við höfum nú kynnt okkur af eigin raun helstu hraunhella og hraunhellasvæði veraldar, gaumgæft ástand hellanna, umgengni við þá og regluverk. Á ferðum okkar höfum við þingað með helstu sérfræðingum heims á sviði hraun- og kalkhella, haft við þá samráð og verið í nánum samskiptum við þá. Margir þeirra hafa komið að náttúruvernd, uppbyggingu þjóðgarða, jarðvanga, unnið grunnrannsóknir og forsenduskýrslur fyrir töku jarðminja og hella á heimsminjaskrá UNESCO og unnið að gerð sýningarhella. Engin leið er að gera nákvæma grein fyrir stöðu mála á hverjum stað. Við ætlum engu að síður að stikla á stóru. 1. Hraunhellar Asóreyja, yfir 270 talsins, njóta friðhelgi. Umferð almennings og ferðamanna er takmörkuð við valda og sérútbúna hella. Vegna jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni hraunhella Asóreyja ákvað landsstjórn eyjanna að stofna sérstakan vinnuhóp (GESPEA) árið 1998. Hópurinn hefur að markmiði að rannsaka hina náttúrulegu, menningarlegu, vísindalegu og fagurfræðilegu arfleifð sem hellum Asóreyja fylgir. Vinnuhópurinn þróaði sérstakt flokkunarkerfi fyrir hellana (IPEA) og vinnur náið með hellakönnunarfélagi eyjanna, Os Montanheiros, og rannsakendum á háskólastigi á Kanaríeyjum, Madeira og víðar. 2. Jejueyja við Suður-Kóreu. Eyjan er eldbrunnin 1950 m há dyngja á stærð við Reykjanesskagann, á flekaskilum suður af Kóreuskaga. Eyjan er þjóðargersemi, Þingvellir þeirra Kóreumanna. Menn gerðu sér grein fyrir möguleikum eyjunnar fyrir ferðaþjónustu snemma á sjöunda áratugnum og hafa byggt hana markvisst upp síðan. Að uppbyggingunni koma suðurkóresk stjórnvöld, héraðsstjórn Jejueyjar, hellarannsóknafélög á Jeju og víðar í ríkinu, háskólar, innlendir og alþjóðlegir fræðimenn, skólasamfélagið og öflug sjálfboðasamtök. Viðurkenning á menningarlegu og náttúrufarslegu mikilvægi Jeju fékkst þegar hlutar eyjunnar urðu hluti af Mann- og lífhvolfsverndarsvæði UNESCO árið 2002. Eftirmáli Frh. Póst- og netfang höfunda/Authors’ addresses Árni B. Stefánsson / Gunnhildur Stefánsdóttir Kambsvegur 10 104 Reykjavík, Ísland abstef@simnet.is Höfundar eru hjónin Árni B. Stefáns son, f 1949, augnlæknir í Reykjavík og Gunnhildur Stefáns dóttir f. 1952, sjúkraliði, lyfjatæknir og aðstoðar maður augn læknis. Höfundar hafa beitt sér fyrir verndun hraunhella á innlendum og erlendum vettvangi frá 1982. Árni er stofnfélagi Hella rann sóknafélags Íslands, 1989, for maður verndunar nefndar félagins frá upphafi og starfaði einn meðan almennt félagsstarf lá niðri 2007–2011/2012. Árni hefur tekið þátt í störfum hraunhellanefndar Alþjóða-hellasamtakanna (UIS Commission on Volcanic Caves) frá 1991, er félagi í NSS, hellafélagi Bandaríkjanna (National Speleological Society) frá 1992 og CCH, Hella verndar félagi Hawaii (Cave Conservancy of Hawaii) frá 2009. Höfundar hafa kynnt sér hraunhella, kalkhella og fleiri náttúruminjar á heimsminjaskrá UNESCO víða um heim og tekið virkan þátt í hraunhellaráðstefnum Alþjóða-hellasamtakanna (UIS, Union internationale de spéléologie/International Union of Speleology) ) frá 1991. Á ferðum sínum hafa þau sigið í helstu gíghella veraldar eða skoðað með öðrum hætti, farið um vel á annað hundrað kílómetra af hraunhellisgöngum og komið á helstu dyngjur veraldar. Þau hafa lagt sig sérstaklega eftir að kynna sér ástand hraunhella, viðhorf hellamanna, verndaraðgerðir, rekstur og lagaramma á hverjum stað.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.