Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 70

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 70
Náttúrufræðingurinn 142 Árleg hliðrun stjarna er afar lítil og til að mæla hana þarf góðan sjónauka og viðunandi athugunar skilyrði. Hliðrunarhorn 61 Cygni-tvístirnisins samsvarar stærð krónupenings í 14 km fjar- lægð. Meðaltalsfjarlægð út frá sólmiðjuhliðrun (π), sem var fengin með útreikningum TrigParallax, er <10% frá viðurkenndu gildi á 61A og <1% fyrir 61B. Fræðileg sundurgreining, svonefnd Dawes- mörk, á sjónauka af þeirri stærð sem notaður var eru 0,39“. Það er meira en hliðrunarhorn stjörnunnar 61 Cygni. Þegar breytur fara svo nærri fræðilegum mörkum vega aðrir þættir þungt. Við nákvæmni mælinga reynir ekki síður á gæði sjónauka en áhrif lofthjúpsins. Niðurstöðurnar telur höfundur mjög viðunandi. Á Íslandi vinnur veðurfar ekki með athugunum af þessu tagi og sökum síbreytileika í veðrinu er óvissa mælinganna breytileg. Til þess að fá skýrar niðurstöður má því reikna með að þurfa að safna gögnum yfir langan tíma. Stærri sjónauki myndi vafalítið auka nákvæmni slíkra mælinga. Eitt sem hefur lærst er að taka þarf margar myndir hverja mælingarnótt. Höfundur taldi að með sjónauka af þessari stærð fengist nægileg nákvæmni út frá meðaltali 10–15 mynda, sbr. Richards.17 Gögnin benda til að mun fleiri myndir þurfi. Stjarnhnitamælingar krefjast því mikillar gagnaöflunar við góð skilyrði og skiptir miklu að afla þeirra þegar viðfangsefnið er sem hæst á lofti. Það er hins vegar jákvætt að stjarnhnitamælingar eru mögulegar á Íslandi, þegar eljusemi til slíks verkefnis er fyrir hendi. Þegar unnið var úr gögnunum varð freistandi að halda áfram til þess að nýta áunna reynslu og auka við þekkingu á stjarnhnitamælingum. Höfundur hyggst halda mælingunum áfram og komast að því hvort frekari mælingar og lengri mælingartími skerpi enn frekar niðurstöður um fjarlægð og brautarhreyfingar. ABSTRACT 61 Cygni – Distance estimation done with a moderate sized telescope The star 61 Cygni, in the constellation Cygnus, can be observed with averted vision on a dark night sky. A telescope reveals a double, a binary star sharing a common centre of gravity. In the early 19th century the pair was assumed a nearby neighbour due to its high proper motion. In 1837 the German astronomer, Friedrich Bessel, succeeded in measur- ing its distance, at about 10 light years (ly), later revised to 11.4 ly by satellite data. This paper presents astrometric measurements of 61 Cygni, collected in 2012–2016 with a moderate amateur as- tronomer telescope, intended to esti- mate its capability. Results of separation, position angle, proper motion and paral- lax were compared to modern accepted values. The measurements reflect that by the use of a moderate telescope, a CCD camera and sophisticated software, the parallax of the nearest stars, and hence its distances, can be estimated. 8. mynd. Niðurstöður þar sem leitað var bestu lausnar með genetísku algrími (GA). Langás er fjöldi reiknilausna en lóðás fjarlægð í parsek (hvert parsek jafngildir 3,26 ljósárum). Brotalínur sýna viður- kennda fjarlægð 61A (græn: 3,487 parsek) og 61B (rauð: 3,498 parsek). Þríhyrningar sýna niðurstöður á 61A en ferningar 61B. – Results by the use of genetic algorithm (GA) in estimating the distance of the binary. Broken lines indicates the published value for 61A (green: 3.488 parsec) and 61B (red: 3.504 parsec). The graph presents results for 61A (triangles) and 61B (boxes). The number of solutions are presented on x-axis and distance in parsec (one equals 3,26 light years) on y-axis. 2. tafla. Niðurstöður mældra gilda fyrir hliðrunarhorn og fjarlægð, í parsekum og umbreytt í ljósár. – Resulting mean value for parallax and distances, in parsec and converted to lightyear. 61A 61B Meðaltal / mean STDev Meðaltal / mean STDev Hliðrunarhorn/parallax 0,267 0,013 0,289 0,013 Parsek/parsec 3,756 0,183 3,476 0,152 Ljósár/ lightyears* 12,250 0,596 11,338 0,497 * Viðurkennd fjarlægð 61A er 11,37 ljósár og 61B 11,40 ljósár.15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.