Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 75
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þekkir greinarhöfundur þær vel úr fjöllum á Norður- og Austurlandi. Þessi smágrein varð tilefni „Athugasemdar“ frá Jóni Jónssyni jarðfræðingi í Náttúrufræðingnum 1985, þar sem hann gagnrýnir orðafar, einkum orðið jarðsil, sem Sigurður notaði fyrstur, og bendir á alþýðuorðið paldrar um þetta fyrirbæri. Nokkra undrun vekur það mér að hvorugum höfundanna virðist hafa verið kunnugt um að myndanir þær, sem verið er að lýsa og algengar eru í hlíðum fjalla, hálsa og hóla um allt Suðurland, heita PALDRAR. Það orð er notað í öllum sveitum Skaftafellssýslu og líklega um land allt, því spurt hef ég fólk bæði af Vestfjörðum og Austfjörðum, sem kannast vel við það. Paldrar geta líka myndast í litlum halla og er vel þekkt fyrirbæri í Skandinavíu. Í Svíþjóð eru þeir nefndir „fårstigar“ (kindagötur).6 Jón var Vestur-Skaftfellingur að uppruna, því vel kunnugur alþýðumáli sýslunnar, en hafði auk þess hlotið háskólamenntun í Svíþjóð, og ætti því að mega treysta því sem hann segir um paldra í Skandinavíu, en þetta er eina heimild mín í þá veru. Reyndar nefnir hann líka götupaldra, hryggi sem verða til milli hestagatna á gömlum reiðleiðum, og mun það vera algeng merking orðsins um allt land. Frekari skýringar Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur hefur ritað margt um jarðveg og jarðvegseyðingu. Um paldrana hefur hann m.a. þetta að segja (2010) (3. mynd): Meðal megineinkenna norðurslóða eru áhrif frosts á hlíðar. Moldarefni og laus jarðefni frjósa á vetrum en þiðna á sumrin. Þegar vatnið frýs bólgnar það út um tæp 10% og einnig meira ef vatn flyst að frostbylgjunni, eins og skýrt var hér áður. Þegar þiðnar minnkar rúmmálið á ný. Þyngdarkrafturinn verkar á þessar rúmmálsbreytingar, sem veldur togi á jarðvegsefnum undan hallanum. Þetta verður til þess að smám saman myndast bylgjuhreyfing jarðvegsefna niður brekkuna. Ferlið hefur verið nefnt jarðsil á íslensku, en heitir „solifluction“ á alþjóðamálum, en einnig „gelifluction“. Hér á landi eru bæði jarðsilstungur ... og stallar, sem einnig eru nefndir paldrar, algeng fyrirbrigði í grónum hlíðum. Jarðsil er þó alls ekki einvörðungu bundið við grónar hlíðar, það á sér einnig stað í ógrónum hlíðum.7 Í kennslubókinni Almenn jarðfræði (2004) er umrædds fyrir bæris getið á þessa leið: Í grónum brekkum myndast oft lágvaxnir þúfnagarðar eða stallar þvert á hallann. Þessir þúfnagarðar hafa verið nefndir paldrar, en þeir 3. mynd. Paldrar á Fagradal í Bjarnarhafnarfjalli á Snæfellsnesi. Hlíðin snýr í norður. Myndin er tekin í um 300 m hæð y. s. Ljósm. Ólafur Arnalds, myndin birtist áður í bók hans „The Soils of Iceland“, 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.