Morgunblaðið - 15.09.2016, Side 16

Morgunblaðið - 15.09.2016, Side 16
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef verið hér í fjósinufrá því snemma í vor oghér líður mér afskaplegavel. Hún Una prestsfrú í Hruna bauð mér fjósið þegar ég aug- lýsti á feisbúkk eftir vinnustofu. Ég var ekki lengi að þiggja það, enda stutt að fara fyrir mig þar sem ég bý á Flúðum,“ segir Gréta Gísladóttir myndlistarmaður sem er með vinnu- stofu og gallerí í gömlu fjósi á hinum forna kirkjustað Hruna í Hruna- mannahreppi. Fjósið er ekki stórt á nútímavísu og þar hefur aldrei verið róbót að störfum við að mjólka kýr, en þar eru aftur á móti ummerki eftir gamaldags fóðurgang og flór. Gréta segir að fjósið hafi verið byggt árið 1957 og að mest hafi þar verið níu kýr þegar það gegndi upphaflegu hlut- verki sínu. „Það hafa ekki verið kýr í þessu fjósi í áratugi, en það hefur áður gegnt hlutverki vinnustofu því Sigríð- ur Helga, kona Eiríks prests sem bjó hér í Hruna, er leirlistakona og hún útbjó aðstöðu fyrir sig í þessu fjósi. Það má því segja að hún hafi rutt brautina fyrir mig, hún hafði hreinsað til, málað og gert fínt hér inni. En Kalli maðurinn minn tók gluggana í gegn og við breyttum aðeins áður en ég flutti mig hingað með penslana, við máluðum, rifum niður hillur og sett- um upp aðrar sem við smíðuðum úr efni frá ruslahaugunum. Þetta er sannarlega lifandi vinnustaður, því stundum dettur eitthvert kurl úr loft- inu á milli fjalanna og hrynur yfir mig eða verkin mín, mér finnst það mjög vinalegt.“ Draugagangur hvíta kattarins Þegar Gréta er spurð að því hvort hún verði ekki vör við drauga- gang í þessu gamla fjósi segir hún það ekki vera að neinu ráði. „Reyndar fannst mér ég heyra eitthvað þegar ég var ein að mála hér um kvöld fyrir stuttu, en ég lét það ekki hafa nein áhrif á mig og reyndi að halda andlitinu. En þegar ég kom út þá krossbrá mér þegar ég rakst á hvíta köttinn prestshjónanna sem sat og horfði á mig eins og draugur. Hann hefur sennilega verið undirrót að sýna með okkur. Una er orkumikil og dreymir um að gera svo margt. Hún hefur látið sér detta í hug að setja upp söðlaverkstæði, eldsmiðju og vefstól hér í fjósinu svo einn dag- inn verður þetta kannski allt í gangi hérna, hver veit.“ Málar verk sem tengjast lífinu í sveitinni, búskapnum og fólki Gréta segir að fólk sem komi til hennar sé ánægt með að fá að sjá myndlistarmann að störfum og fá innsýn í draslið sem fylgir vinnustofu listamanns. En kvíðir hún ekki kuld- anum í vetur? „Vissulega er stundum svolítið kalt hérna, en ég elska að vera í ull- Málandi fjósakona í Hruna Hún elskar að vera í ullarsokkum og klæðist þeim þegar kuldaboli smýgur inn í fjósið þar sem hún sinn- ir myndlistinni. Og stundum kemur haninn í næsta húsi í heimsókn. Gréta Gísladóttir unir hag sínum vel í draugfríu sextugu húsi sem áður hýsti níu kýr. Konur Verkin hennar Grétu eru fjölbreytt og henni finnst gaman að vinna með ólík efni, ýmist á striga eða plötur. arsokkum og klæðist þeim yfirleitt hér. Svo fer ég bara í peysu ef það er hrollur í mér og kveiki á rafmagns- hitaofni ef föstu ofnarnir duga ekki,“ segir hún, alveg laus við áhyggjur af komandi vetri með tilheyrandi kulda. Nýjustu verkin á vinnustofunni vann hún í tengslum við uppskeru- hátíð sem var á Flúðum í byrjun hausts, en þá var hún með opið hús. „Hingað kom hellingur af fólki og það var mjög gaman. Ég málaði myndir sem tengdust uppskerunni, allt sem jörðin gefur, en líka verk sem tengjast lífinu hér, búskapnum og fólkinu. Mér finnst gott að vera í tengslum við það sem er í kringum mig.“ þessara undarlegu hljóða.“ Þau eru fleiri dýrin í sveitinni sem eru nágrannar Grétu því rétt við fjósið er hænsnakofi og hænurnar og haninn eru á vappi á daginn og líta stundum í heimsókn. „Hænurnar eru frekar feimnar við mig en haninn er aftur á móti skemmtilega forvitinn. Fyrst þegar hann kom í heimsókn til mín inn í fjósið þá læddist hann til mín og ég fann fyrir einhverri nálægð svo ég leit við og þá starði hann á mig og hallaði undir flatt, eins og hann væri að rann- saka mig. Mér brá svakalega og það var ekkert fararsnið á honum, en ég stuggaði honum út, af því mér er ekk- ert vel við að hann sé að skíta hérna inni hjá mér. Vinur minn sem er bóndi sagði mér að hanar stunduðu það að króa hænurnar af, og senni- lega hefði haninn verið að gera það sama við mig, hann hefur viljað eigna sér þessa fjósakonu,“ segir Gréta og hlær en bætir við að hún sé frekar ströng við hanann og bjóði honum ekki alltaf inn þegar hann kíki í gætt- ina hjá henni. Brallað með Unu prestfrú Gréta hefur kynnt sér sögu Hruna og komist að því að presturinn sem vildi djamma og dansa á jólanótt og varð til þess að kirkjan sökk í jörðu niður, eins og segir í þjóðsög- unni, átti móður sem hét Una. „Mér finnst stórmerkilegt að nýja prestsfrúin sem býr hér í Hruna núna sé nafna hennar. Við Una erum að bralla ýmislegt saman, hún hefur verið lærlingur hjá mér í málun og hún heklar líka fugla og kraga sem ég sel hér í galleríinu. Við erum að huga að lítilli samsýningu og okkur langar til að virkja aðrar konur á svæðinu til Fuglar Þessa hefur Una heklað. Hestur og strengir Myndefnin koma úr ýmsum áttum, t.d. dýr og brúður. Morgunblaðið/Eggert Notalegt Litla fjósið í Hruna sem rúmaði níu kýr hefur breyst í vinnustofu Grétu þar sem hún sinnir listinni. List Fjósakonan að störfum og verkin hennar í hillunum við fóðurganginn. Vinkonur Gréta hefur málað allskonar konur, ungar sem aldnar. 16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.