Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Krían setur óneitanlega sinn svip á íslenska sumarið. Hún kemur á vorin og í ágúst leggur hún af stað í ferða- lag sem lýkur ekki fyrr en á Suð- urskautslandinu, hinum megin á hnettinum, eftir marga mánuði. Þar hefur hún ekki langt stopp áður en haldið er norður á bóginn á nýjan leik. Svona er líf kríunnar, ár eftir ár. Farflug krí- unnar er talið eitt af undrum ver- aldar. Það er engin furða að þessi duglegi fugl sé í sérstöku uppá- haldi hjá Íslendingum. Nú eru flestar kríurnar farnar af landi brott eftir hagstætt sumar en einstaka fugl er hér enn. Það eru að- allega ungar sem brátt munu fylgja eðlisávísun sinni og halda sömu leið og foreldrar þeirra. Þeir síðustu munu kveðja landið í október. Kríurnar ferðast 30-40 þúsund kílómetra á ári hverju „Krían er mikill ferðalangur“ má lesa í grein eftir Guðmund A. Guð- mundsson fuglafræðing í ritinu Blika. Hún færir sig með árstíðum, heimskautanna á milli, þannig að hjá henni er sífellt sumar. Hún ferðast 15-20 þúsund kílómetra hvora leið eða 30-40 þúsund kílómetra á ári hverju, sem jafngildir vegalengdinni umhverfis jörðina. Hún er meira og minna á ferðinni allt árið og er lengsta samfellda stopp hennar lík- lega á varpstöðvunum á norðurhveli jarðar, en þar dvelur hún í 3-4 mán- uði. Á ferðum sínum nýtur hún þess, fram yfir flesta aðra farfugla, að vera aðlöguð að lífi á sjó og getur lent hvar sem er til að hvílast og nærast. Vitað er um íslenska kríu sem náði því að verða 21 árs gömul. „Ef við gerum ráð fyrir að hún hafi flogið heimskautanna á milli ár hvert alla ævi, þá jafngildir það flugi til tungls- ins, heim aftur og gott betur,“ segir Guðmundur í greininni. Ferðir kríunnar suður á bóginn hafa verið raktar með merkingum og radarmælingum. Guðmundur hefur sjálfur verið þátttakandi í rannsóknarferðum til Suðurskauts- landsins. Í Suður-Afríku í desember Í september og október eru ís- lenskar kríur við norðurströnd Gí- neuflóa, allt frá Síerra Leóne í vestri til Nígeríu í austri. Í nóvember eru þær komnar nokkuð sunnar og halda sig við strendur Nígeríu, Ka- merún og Angóla. Í desember hafa þær náð til Suður-Afríku. Mestur hluti þeirra fer svo a.m.k. 3.000 kíló- metra lengra suður, eða allt til Suð- urskautslandsins. Það er sumar í Suðurhöfum þeg- ar krían dvelur þar. Hún heldur sig við ísröndina þar sem framboð fæðu (einkum ljósátu) er mikið og fellir þar flugfjaðrir. Óljóst er hvernig kríurnar haga ferðum sínum á þessu svæði. Ein tilgátan er sú að kríurnar fljúgi einfaldlega hringinn umhverfis Suðurskautslandið til að hefja brottförina norður á bóginn á réttum stað. Það gerist í febrúar/ mars. Krían hlýtur að þurfa mikla orku í þetta mikla ferðalag. Hvað gerir hún? Þeirri spurningu svaraði Guð- mundur í viðtali við Elínu Pálma- dóttur í Morgunblaðinu 1996: „Hún byggir upp forða áður en hún leggur af stað, en ekki nægan til að komast á honum alla leið. Það líð- ur hálfur annar mánuður frá því hún fer sunnan að og þar til hún kemur hingað til Íslands. Hún fer tiltölu- lega hægt yfir. Flýgur að meðaltali um 300 km á dag, sem jafngildir 6-7 tíma flugi. Hún er ekkert að flýta sér, er þá að veiða, stingur sér eftir smáfiski og etur krabbadýr. En á vetrarstöðvunum við Suðurskauts- landið er ljósáta aðalfæða kríunnar.“ Krían er vel löguð til ferðalaga. Hún er léttbyggð með langa vængi, vegur 100 grömm en getur þyngst talsvert á fartíma. Eðlilegur flug- hraði kríunnar er 45 kílómetrar á klukkustund, en hún getur aukið hraðann ef á móti blæs. Krían flýgur oft við krefjandi að- stæður á suðurhveli jarðar. Á haf- svæðum umhverfis Suðurskauts- landið ríkir illræmt vestanvinda- rokbelti sem sjófarendur hafa m.a. komist í kast við undan suðurodda Suður-Ameríku. Stöðugur straumur af djúpum lægðum er á ferð í kring- um heimskautið þar sem ekkert land er til að rjúfa þær. Litlar upplýsingar eru til um ís- lensku kríurnar á leið norður eftir, en líklegt er að þær fylgi austan- verðu Atlantshafi annars vegar og fljúgi með ströndum Suður-Ameríku hins vegar. Komi þannig inn á Evrópuleiðina, segir Guðmundur A. Guðmundsson. Fljúga heimskautanna á milli  Eftir gott sumar hafa kríurnar kvatt Ísland  Þær eru lagðar af stað í ferðalag sem lýkur á Suður- skautslandinu  Langlífar kríur fljúga vegalengd sem jafngildir ferð til tunglsins og heim aftur Morgunblaðið/Jóhann Óli Kría í vetrarbúningi Myndina tók Jóhann Óli Hilmarsson á hafinu milli Falklandseyja og Suður-Georgíu í nóvember sl. Gæti verið íslensk. Ferðir kríunnar Hér má sjá líklegustu leiðir milli varpstöðva og vetrar- stöðva eins og best verður ráðið af endurheimtum fugla merktra á Íslandi. Teikning/Guðmundur Ó. Ingvarsson/Morgunblaðið Guðmundur A. Guðmundsson Kría er fugl af ætt þerna. Flestar koma kríurnar hingað til lands fyrstu dagana í maí. Í fyrstu hefur hún nokkurra daga viðdvöl í fjörunni og við ströndina til að næra sig og heldur svo á varpstöðvarnar sem eru í nánd við sjó því hún aflar fæðu úr sjó, en eitthvað líka við stærri stöðuvötn. Sandsíli er hennar aðalfæða og hún nýtir sér líka loðnuseiði og fleira. Krían verpir 2-3 eggjum og kemur upp 1-2 ungum, stundum engum. Að því eru áraskipti, stundum er mikið fall á ungum. Þegar illa árar komast stundum nær engir ungar á legg. Hæsti aldur á krí- um sem hafa endurheimst á Íslandi er nærri þrítugu, en meðalfuglinn verður áreiðanlega ekki svo gamall, segir Guðmundur. Geta orðið 30 ára gamlar KRÍAN ER LÍFSEIGUR FUGL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.