Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 37
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Rannsóknir á innri hluta Landeyja-
hafnar standa nú yfir í líkanhúsi
Vegagerðarinnar í Kópavogi. Herj-
ólfur hreyfist heldur mikið á stund-
um þegar hann liggur við bryggju og
leitað er leiða til að draga úr öldu-
hreyfingum inni í höfninni, segir á
heimasíðu Vegagerðarinnar. Skip-
stjórar Herjólfs skoðuðu líkanið og
rannsóknina á þriðjudag til að gefa
álit sitt á hugsanlegum breytingum
og hvað mætti rannsaka betur.
Með líkaninu er líkt eftir aðstæð-
um í höfninni svo sem kostur er og
smíðað hefur verið líkan af nýjum
Herjólfi sem notað er til viðmiðunar.
Vél útbýr öldur í óskaðri stærð og
með þeirri öldutíðni sem rannsökuð
er hverju sinni. Skoðaðar hafa verið
breytingar á höfninni varðandi að
lengja innri hafnargarð og setja á
báða enda hans svokallaða tunnu,
skoðaðar hafa verið breytingar sem
skapast við að bryggjan verði lokuð
þannig að aldan fari ekki inn undir
hanna og einnig að stækka innri
höfnina til austurs en það myndi
draga úr öldugangi innan hafnar.
Fyrstu niðurstöður benda til þess
að þessar breytingar myndu hafa þó-
nokkuð mikil áhrif á öldufar innan
hafnar til hins betra. Eftir yfirferð
með skipstjórum Herjólfs verða nú
einnig rannsakaðar tilfærslur á
eystri hafnargarði innan hafnar til
að finna út bestu mögulegu útkomu
þannig að þrengja þurfi innri hafn-
arkjaftinn sem minnst, þannig að
svigrúm verði sem mest hverju sinni.
Leita leiða til að minnka
ölduhreyfingar við bryggju
Ljósmynd/Vegagerðin
Landeyjahöfn Skipstjórar Herjólfs og sérfræðingar Vegagerðarinnar veltu
vöngum yfir hugsanlegum breytingum og leiðum til að draga úr öldugangi.
Úthlutað var í gær viðbótaheim-
ildum úr tvö þúsund tonna makríl-
potti smábáta. 17 bátum var út-
hlutað alls 340 tonnum, en 20 tonn
eru það hámark sem hver og einn
getur fengið. Fyrir hvert kíló voru
greiddar 8 krónur.
Á heimasíðu Landssambands
smábáteigenda kemur fram að í
annarri úthlutun, sem verður í
næstu viku, verði gjaldið 2,78
krónur eða jafnt veiðigjaldi fyrir
makríl. Lækkunin kemur í kjölfar
breytinga á lögum, sem Alþingi
samþykkti á þriðjudag. Auk lækk-
unar á gjaldinu var hámarks-
skammtur til hvers og eins hækk-
aður í 35 tonn.
Fjöldi umsókna að þessu sinni
var 21 og voru 17 samþykktar.
Öðrum umsóknum var hafnað þar
sem skip uppfylltu ekki kröfu um
veiðiskyldu, stærðarmörk eða
greiðslu.
Mikil verðlækkun
í næstu makrílút-
hlutun smábáta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorsteinn Gunn-
arsson hefur ver-
ið ráðinn sveitar-
stjóri Skútu-
staðahrepps. Alls
bárust 23 um-
sóknir um starf-
ið, segir á heima-
síðu sveitar-
félagsins.
Ráðningin ver
gerð í samstarfi
við Capacent sem hafði umsjón með
úrvinnslu umsókna.
Þorsteinn er fimmtugur og hefur
í tæp 9 ár starfað hjá Grindavík-
urbæ, fyrst sem upplýsinga- og þró-
unarfulltrúi og svo sem sviðsstjóri
frístunda- og menningarsviðs og
hefur því víðtæka reynslu innan
stjórnsýslunnar, segir á heimasíð-
unni. Hann starfaði um árabil í fjöl-
miðlum, m.a. á Stöð 2.
Hann er með meistarapróf í verk-
efnisstjórnun (MPM) og diplóma í
opinberri stjórnsýslu og lærði fjöl-
miðlafræði í Svíþjóð á sínum tíma.
Þorsteinn hefur setið í fjölmörgum
nefndum og ráðum, m.a. í stjórn
Ferðamálasamtaka Reykjaness og
Reykjanes Geopark.
Eiginkona hans er Rósa Signý
Baldursdóttir grunnskólakennari
og eiga þau þrjú börn.
Ráðinn sveitarstjóri
Skútustaðahrepps
Þorsteinn
Gunnarsson
Nýtt
Nicorette Cooldrops munnsogstöflur (inniheldur nikótín) er notað við tóbaksfíkn. Það dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og auðveldar reykingamönnum að venja sig af
reykingum. Skammtar: Börn: Lyfið má einungis nota handa unglingum (12-17 ára) skv. ráðleggingum læknis. Börn yngri en 12 ára mega ekki nota lyfið. Fullorðnir: 2 mg henta reykingafólki
sem er lítið háð nikótíni. 4 mg þeim sem ermjög háðir nikótíni. Hámarksdagskammtur er 15 stk. Ekki á að nota lyfið lengur en 9mánuði. Venjulega vegur ávinningur af að hætta að reykja þyngra
en áhætta sem fylgir nikótínmeðferð. Setja á 1munnsogstöflu í munninn og láta hana leysast upp. Hvorki má tyggja hana né gleypa. Frábendingar:Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna.
Þeir sem hafa aldrei reykt.Varnaðarorð: Reykingafólkmeð nýlegt hjartadrep, óstöðuga eða versnandi hjartaöng (þ.m.t. Prinzmetal), alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting, nýlegt
heilablóðfall og/eða óstöðugt blóðrásarkerfi skal einungis nota Nicorette undir eftirliti læknis. Gæta skal varúðar við notkun Nicorette hjá einstaklingum sem hafa fengið ofnæmisbjúg eða ofsakláða eða
erumeð: háþrýsting, stöðuga hjartaöng, hjartabilun, æðasjúkdóm í heila, teppusjúkdóm í slagæðumútlima, sykursýki, ómeðhöndlað skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli, skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, skeifugarnar-
eða magasár eða vélindabólgu. Aðgát í návist barna: Nikótínskammtar sem fullorðnir geta þolað geta valdið alvarlegum eitrunareinkennum og verið banvænir börnum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Meðganga og brjóstagjöf: Eingöngu skal nota Nicorette í samráði við lækni. Nikótín berst yfir fylgju og getur haft áhrif á blóðrás og öndun fósturs. Nikótín berst í brjóstamjólk í magni sem getur haft áhrif á brjóstmylking.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000.
IS/NIC-L/K-2016-08-1
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki
Cooldrops
munnsogstöflur með mintubragði
nikótínlyf
Dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum
Dregur úr reykingaþörf eftir 5 mín. hið minnsta
Tvöfalt mintulag, (í töflukjarna og töfluhúð)
Kemur í handhægri öskju í vasastærð
Fæst 2 mg og 4 mg
Nicorette
í 20, 80 og 160 stk. pakkningum4