Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 41

Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 41
FRÉTTIR 41Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Sjálfsagt fara fáir jafn oft vegina um suðurfirðina vestra og mjólk- urbílstjórinn. Sá er Gísli Á. Gíslason í Efri-Rauðsdal á Barðaströnd sem jafnhliða akstri er með búskap og starfrækir ferðaþjónustu. Gísli sækir mjólk frá bæjum á Barða- strönd og Rauðasandi og flytur tvisvar í viku í Búðardal. „Úr Vatnsfirði í Búðardal eru rétt um 180 kílómetrar. Af hæstu hálsum er gott útsýni og oft sjást hafernir hnita hringi yfir fjörð- unum. Já, vegagerðin í Mjóafirði og Kjálkafirði breytti miklu. Styttir leiðina og sparar um 20 mínútur akstri,“ segir Gísli. „En það verður svo ekkert hjá því komst að leggja veg um Teigsskóg og þvera firði. En á meðan er gott að vera á öfl- ugum tækjum. Mjólkurbíllinn sem er fjórtán tonna bíll er hálfgerður hertrukkur.“ Ernir og útsýni Mjólkurbíll er hertrukkur Reynslubolti Gísli er á stórum Man. „Hugurinn var í sveitinni og þetta var ódýrasta jörðin sem bauðst. Því lá leiðin hingað en viðbrigðin að koma hingað af Suðurlandi voru talsverð. Þjónustan sem fólk fær er ekki söm og annars staðar á land- inu og því verður að bæta úr. Mér þykja samt forréttindi að búa hér með börnunum mínum,“ segir Erna Ósk Guðnadóttir, bóndi í Gufudal í Gufudalssveit. Gufudalur er við Gufufjörð – nokkuð innarlega á strandlengju sunnanverðra Vestfjarða. Þangað fluttu Erna og þáverandi maður ár- ið 2012. Þá hafði jörðin verið í eyði í nokkurn tíma og nýir bændur höfðu því í mörg horn að líta. „Eftir búskap í nokkur misseri skildu ég og maðurinn minn og þá þurfti ég náttúrlega að finna mér nýjan karl og það tókst,“ segir Erna sem er í sambúð með Björgvini Matthíasi Hallgrímssyni. Saman eiga þau þriggja vikna gamla dóttur. Fyrir á Erna fjögur börn og þrjú þeirra eru enn heima. Nú í sumar birti til í Gufudals- sveit sem þá komst í sæmilegt net- samband, þar sem hraðrásum fjar- skiptanna er speglað frá Reykhólum og þaðan fram og til baka um loftið. „Til skamms tíma höfðum við mjög slitrótt netsam- band en nú með ágætt 4G samband og það leysir úr flestu,“ segir Erna í Gufudal. 500 fjár og fjöldi barna Gervi- hnöttur í Gufudal Móðir Erna með börnin. Íbúðarhús með gervihnattadiska að baki. „Maður fer ekkert af stað ef veðurspáin er ekki góð, enda er yf- ir fjallvegi að fara,“ segir Þráinn Hjálmarsson, skólabílstjóri í Reykhólasveit. Hann býr á bænum Hríshóli sem er því sem næst í miðri sveit og nærri afleggjaranum fram að Reykhólum, þar sem grunnskóli byggðarinnar er. Þráinn sér um akstur í vesturhluta sveitarinnar, það er vestur í Gufufjörð, en Vilberg sonur hans bílstjóri ekur börnunum í austursveitinni, það er út að Gilsfirði. „Já, þetta er talsverður spotti að fara. Vestur í Gufudal eru um það bil 50 kílómetrar frá Reykhólum og oft tekur aksturinn hvora leið 45 mínútur, það eru 100 km á dag og einn og hálfur tími. Vissulega geta krakkarnir orðið þreyttir á þessu flandri enda er þetta löng leið. Það er mesta furða hve vel þeim líkar þetta,“ segir Þráinn, sem fer á þrjá bæi þar sem eru alls sjö krakkar. Tvö leikskólabörn bætast svo við eftir áramótin ef allt gengur eftir. Löng leið með skólabíl að Reykhólum Þrír bæir og sjö börn Skólabílstjóri Þráinn og nokkrir þeirra krakka sem hann keyrir úr og í skóla dag hvern. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. KR EA TI V FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM ELDHÚSINNRÉTTINGAR STYRKUR - ENDING - GÆÐI HÁGÆÐADANSKAR Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.