Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 HAUSTFATNAÐUR KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA Ekki eru allar lopapeysur skap- aðar jafnar og segir Þuríður að íslenskir framleiðendur eigi í harðri samkeppni við peysur sem prjónaðar eru erlendis. „Það má oft sjá mun á hand- bragðinu þegar að er gáð. Er- lendu peysurnar eru oft þynnri og virka klesstar, eins og búið sé að pressa þær. Verst er þó að þessar peysur eru prjónaðar í löndum þar sem fólk býr við af- skapalega ömurleg kjör og er næsta víst að lítið er borgað fyr- ir framleiðsluna. Eru þó þessar peysur seldar á jafnháu, ef ekki hærra verði en íslensku peys- urnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Er peysan örugglega ekta? Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ef einhver kann að meta íslensku sauðkindina er það Þuríður Ein- arsdóttir. „Ég hef sagt að sauðkind- in hafi haldið Íslendingum á lífi í gegnum aldirnar: við notuðum ullina og skinnið af henni til að halda á okkur hita og svo átum við restina,“ segir hún. Eins og lesendur vita er íslensk ull alveg sér á parti, með mjúkt þelið og gróft togið sem gefur ullarfatn- aðinum einstaka eiginleika. Í versl- unum Handprjónasambands Íslands má bæði kaupa tilbúinn ullarfatnað og eins garn til að prjóna heima eftir eigin höfði. Handprjónasambandið starfrækir í dag verslun á Laugavegi 53b, á Skólavörðustíg 19 og í Hótel Sögu, en síðastnefndu versluninni verður fljótlega lokað vegna breytinga á húsnæðinu. Drýgja heimilistekjurnar Uppistaðan í vöruúrvalinu er prjónafatnaður sem meðlimir Hand- prjónasambandsins hafa skapað. „Þessi félagsskapur er samvinnu- félag á milli 500 og 600 prjóna- kvenna og -karla og tökum við ein- göngu við handunnum vörum frá félagsmönnum. Fá félagsmennirnir lopann á innkaupsverði og tiltekna greiðslu fyrir hverja flík,“ útskýrir Þuríður. „Enginn gæti fengið mig til að segja að þetta sé vel borgað en margir nota prjónaskapinn til að drýgja heimilistekjurnar og getur það þá verið ágætis búbót. Með því að grípa í prjónana yfir sjónvarpinu eða þegar laus stund gefst má kannski eftir árið eiga sem nemur jólagjafainnkaupunum eða einu góðu ferðalagi til útlanda.“ Gaman er að sjá hvað lopapeysan virðist lifa af allar tískusveiflur, og jafnvel hafa komið tímabil þar sem hefðbundnu mynstrin og sauðalit- irnir þykja beinlínis í tísku. „Fyrir um 10-15 árum mátti sjá að byrjað var að gera lopapeysuna að meiri tískuvöru; urðu peysurnar léttari og þynnri og sumar með rennilás frek- ar en tölum. Gamla góða þykka lopa- peysan selst samt alltaf best,“ segir Þuríður. „Eftir hrunið kom svo ann- ar kippur í vinsældum lopapeys- unnar og virtist á tímabili sem önnur hver manneskja væri að prjóna á sig lopaflík. Við þetta bætist svo fjölgun ferðamanna, en þeir sækja mjög í lopafatnaðinn.“ Flíspeysan á útleið? Nú síðast er svo farið að koma í ljós að lopapeysan kann að vera um- hverfisvænni valkostur en flíspeysan sem margir hafa valið til að halda á sér hita. „Hefur komið í ljós að þeg- ar flíspeysa er þvegin skolast mikið af örsmáum plastögnum í fráveitu- kerfið og út í sjó. Lopapeysan er hins vegar gerð úr náttúrulegu efni og plastmengun er ekki vandamál.“ Auk þess að vera umhverfisvæn hefur lopapeysan eiginleika sem jafnvel fullkomnustu útivistarflíkur geta ekki keppt við. „Ég bendi út- lendingunum oft á að það má nota peysuna til að halda á sér hita í fjall- göngunni, nota hana svo sem kodda á nóttunni, og næsta morgun sér ekki á peysunni. Ullin virðist líka hrinda frá sér óhreinindum og þarf ekki að þvo hana nema sárasjaldan. Þetta eru eiginleikar sem finnast ekki í gerviefnunum.“ Sjaldan þarf að þvo Þó verður að fara rétt með ullina þegar hún er þvegin. „Best er að handþvo hana upp úr volgu vatni með lopasápu. Ég set mínar ull- arflíkur í þeytivindu en ullin má ekki fara í þurrkara. Svo má ekki hengja flíkina til þerris heldur láta hana þorna liggjandi,“ segir Þuríður og gefur dæmi um hversu sjaldan þarf að þvo lopapeysu: „Ég á eina peysu sem ég nota mjög mikið og ég held ég hafi ekki þvegið hana oftar en þrisvar sinnum síðastliðið ár, og er þó um ljósa peysu að ræða.“ Ekkert jafnast á við íslenska lopapeysu  Sauðalitirnir virðast seint ætla að fara úr tísku  Íslenska ullin virðist hrinda frá sér óhreinindum og sjaldan þarf að þvo peysurnar Morgunblaðið/Ófeigur Þræðir Þuríður segir auðvelt að hugsa um lopapeysuna, en verði þó að gera það rétt. Hún má ekki fara í þurrkara. Klassík Náttúrulegu lopalitirnir eru klæðilegir. Þægindi Góð og hlý lopaflík gerir veturinn bærilegri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.