Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 71

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 hefði kannski hug á að hugsa um fleiri götur bæjarins? Þegar mamma og pabbi hugs- uðu sér til hreyfings úr Hóla- stekk fyrir tæpum tveimur árum leituðu þau til Leifa. Leifi frændi bauðst til að koma bara í heim- sókn og fara yfir alla möguleika með þeim, sem og hann gerði, þeim til ómælds léttis. Leifi frændi var bjartsýnn maður og jákvæður. Þótt hann væri veikur var hann alltaf sann- færður um að sigrast á sjúkdóm- inum. Hann var duglegur að hreyfa sig og leit björtum augum til framtíðar. Þegar hann var að klára eina af sínum meðferðum á spítalanum nú fyrir réttu ári kom hann og heimsótti pabba á dán- arbeðinn. Okkur þótti öllum gíf- urlega vænt um þá velgjörð hans. Leifi var mjög hláturmildur maður og hafði gaman af því að segja sögur. Ein af uppáhalds- sögum hans var um það þegar þeir Unnar bróðir voru unglings- strákar að leiða naut undir kú, ásamt Mörtu Kristínu, þá níu ára. Marta sá eitthvert sérkennilegt líffæri á nautinu, benti og spurði: „Hvað er þetta?“ – Þeir urðu svo feimnir, en svöruðu að bragði: „Þetta er bara gulrót“ og hlógu heil ósköp. Þessu gat Leifi skemmt sér yfir alla ævi þegar hann rifjaði upp þetta snilldarsv- ar þeirra Unnars, við þessari ágengu spurningu frá óreynda stúlkubarninu. Nú hefur Meiðastaðafjölskyld- an kvatt annan afkomanda þeirra Meiðastaðasystkina. Unnar bróðir kvaddi okkur í júní 2010 og nú Leifi. Báðir háðu þeir baráttu við krabbamein á svipuðum tíma. Þeir voru miklir félagar og áttu það til að eiga margar góðar hlát- urrokur saman. Það verður því skarð fyrir skildi, næst þegar Meiðastaðafjölskyldan kemur saman. En ef við leggjum nú vel við hlustir getum við kannski heyrt hláturrokur þeirra félaga frá öðru tilverustigi? Við vottum Ingu og öllu góða fólkinu í fjölskyldu hennar og Leifa okkar dýpstu samúð. Jón Ellert, Marta Kristín, Jónína og fjölskyldur. Elsku Leifi. Þú þurftir að lúta í lægra haldi fyrir þeim illvíga sjúkdómi sem þú háðir svo hetju- lega baráttu við og er það sárara en tárum taki. Hugurinn reikar til baka. Þið frændurnir að hlusta á Genesis, Supertramp, Phil Coll- ins, Peter Gabriel og ýmsa fleiri, og þú kunnir alla textana, sagði Unnar. Árvissar sumarheim- sóknir ykkar Ingu norður til Ak- ureyrar með börnin ykkar. Grill- að, spjallað og leikið. Ógleymanlegar stundir. Þú að spila fótbolta á Pollamóti Þórs, í marki fyrir Víði úr Garðinum. Já, Garðurinn skipaði stóran sess í hugum ykkar frændanna, Unn- ars og þínum. Mikið brallað, kýrnar reknar og sóttar, þær vöktu sérstaka athygli ykkar frændanna og leiddist ykkur ekki að stríða systrum þínum á þeim, sérstaklega ef vinir þeirra voru í heimsókn. Það var alltaf gott að koma í Garðinn til elsku foreldra þinna, Finnýjar og Mumma. Það er huggun harmi gegn að vita að vel er tekið á móti þeim sem frá okkur þurfa að hverfa allt of fljótt. Elsku, elsku Inga mín, Siggi, Elín, Kári, Bjarki og Bjart- ur og fjölskyldur ykkar. Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorg ykkar og söknuði til að tak- ast á við lífið án elsku Leifa við hlið ykkar. „Þegar maður deyr þá hverfur maður inn í sögulegan merkingarheim og verður persóna þar, að vísu ekki lifandi en talandi samt.“ (Páll Skúlason) Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður S. Kristjánsdóttir og fjölskylda. Fljótlega eftir að ég kynntist verðandi eiginkonu minni, en þá lifði eftir fjórðungur síðustu ald- ar, varð ég þess áskynja að eft- irlætisfrændi hennar var hann Þorleifur sem alltaf var kallaður Leifi. Leit hún upp til hans eins og stóra bróður og ævinlega var talað um hann af mikilli elsku og hlýju. Mátti ég í fyrstu þola ýms- an samanburð við hann og var það á köflum ekki sérlega upp- örvandi fyrir mig. Slíkt afbragð af manni var Leifi. Það var því með nokkurri eft- irvæntingu að ég beið þess að fundum okkar bæri saman. Þeg- ar að því kom varð mér ljóst að engu var logið til um ágæti hans. Þótt lengst af lægju leiðir okkar aðallega saman á vettvangi fjöl- skyldunnar varð okkur strax vel til vina. Ég sá Leifa aldrei öðru vísi en í góðu skapi, jákvæðan, hlýjan og tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Og með húmorinn í lagi sem auðvitað skiptir mestu máli. Kynni okkar Leifa tóku nýja stefnu þegar eiginkona mín, Íris Erlingsdóttir, tók upp á því að stofna eigin karlakór. Ekki þurfti að þröngva Leifa til þátttöku í kórnum eins og mér, heldur hlýddi hann kalli frænku sinnar og varð strax lykilmaður í öllu starfi Karlakórs Grafarvogs, bæði sönglega og félagslega. Glettinn og glaðsinna var hann jafnan á æfingum og samkomum kórsins og lykilmaður í sinni rödd. Kunni þau lög sem kórinn flutti opinberlega utan að og setti þar öðrum kórfélögum gott og ögrandi fordæmi. Ferðalag okkar karlakórs- manna um Suðurnesin vorið 2014 var ógleymanlegt þar sem Leifi fór á kostum, enda á heimavelli, fæddur og uppalinn í Garðinum. En Leifi var líka stríðinn svo af bar, en aldrei á þann veg að nokk- urn sviði undan. Ég varð t.a.m. fyrir kerskni hans oftar en einu sinni og gat aldrei annað en hleg- ið með honum – að sjálfum mér – sem ég er reyndar ekki sérstak- lega þekktur fyrir. Eitt sinn í kaffihléi á kóræfingu kom Leifi til mín og sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hinir miklu sönghæfileikar hans Jóhanns sonar okkar Írisar, sem jafn- framt er í karlakórnum, væru frá mér komnir en ekki móður hans sem þó er menntuð og marg- reynd í sönglistum. „Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug,“ spurði ég. „Jú,“ sagði Leifi. „Mamma hans er nefnilega enn með sína …“ Glettnislegt bros fylgdi með og í kjölfarið dillandi hlátur. Það er óbærilegt högg fyrir fjölskylduna að missa hann Leifa, sem og fyrir okkur vini hans og félaga. Eiginkonu hans, börnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð sem og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda vegna ótímabærs fráfalls hans Ólafur E. Jóhannsson. Hinsta kveðja frá Tipp- milljónafélaginu. Kæri vinur okkar Leifi lést nú nýverið eftir harða baráttu. Við sem eftir stöndum viljum þakka fyrir að hafa kynnst góðum dreng sem var traustur og góður að öllu leyti. Góðar minningar lifa og viljum við með þessum fáu orðum þakka þér allt sem þú gafst okkur og er okkur dýrmætt. Elsku Inga, Sigurður, Elín, Kári, Bjarki, Bjartur og fjöl- skylda, samúðarkveðjur frá okk- ur öllum. Birgir og félagar. Þá er hann Leifi minn fallinn frá, allt of snemma, hann var minn allra besti vinur. Með nokkrum orðum vil ég minnast hans en fyrst og fremst vil ég fá að þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þessum öðlingi og fjölskyldu hans. Það er fjár- sjóður að eiga góða vini en ekki endilega sjálfsagt. Kunningjar eru margir í lífinu en vinur er ekki sjálfgefinn. Ég vil þakka fyr- ir þau ár sem ég fékk með hon- um, þar sem fram fór gleði og innileg vinátta. Þarna var á ferð- inni maður sem var hörkudugleg- ur, traustur, hnyttinn, vinur vina sinna og frábær fjölskyldufaðir. Allt sem góður drengur hefur til að bera. Við kynntumst í Engjaselinu fyrir áratugum og tókst fljótlega mikill vinskapur með okkur og okkar fjölskyldum auk annarra sem í húsinu bjuggu og næsta ná- grenni. Má segja að þarna hafi orðið til mikið fjölskylduhús og þó að sumir hafi flutt hingað og þangað síðar hafa tengslin innan Engjaselshópsins haldist fram á þennan dag. Ég á margar góðar minningar um vin minn. Það gekk ekki vel að kenna honum að veiða lax. Hann hugsaði meira um líffræði fiska en veiðar enda Leifi líffræð- ingur að mennt þó fasteignasala yrði hans sérgrein. Við áttum marga góða fundi í hinu merka Tippmilljónafélagi þar sem reynt hefur verið í yfir 30 ár að tippa á rétt íþróttaúrslit og leysa lífsgát- una samtímis. Nánast á hverju ári frá árinu 2004 höfum við farið til Liverpool ásamt sonum, dóttur, fjölskyld- um og vinum. Það hafa verið ógleymanlegar stundir, yfirleitt stórir sigrar en umfram allt minningar sem alltaf fylgja. Að syngja YNWA með Leifa og fella tár, óborganlegt. Trúnaðarfundir þar sem við ræddum lífið og til- veruna, stórfenglegt. Nú er ég einn til frásagnar um ferðina okkar Leifa til Aþenu 2007, úr- slitaleikur í Meistaradeild. Þar gerðist margt sem við vorum ekki alltaf sammála um en nú ræð ég för í sögusögnum af þeirri ferð í þessu jarðlífi. Við ásamt fleirum spiluðum badminton um árabil. Þar kom keppnisskap Leifa fram og við góðir saman, ósigrandi. Við horfðum á Liverpool-leiki saman og þá marga. Þar var innlifun okkar svo mikil að við teljum okk- ur hafa haft áhrif á úrslit leikja. Minningar með og um Leifa eru óteljandi og ekki er hægt að nefna nema brot af þeim. Þær verða varðveittar í huga mér á meðan ég lifi. Það er margs að minnast og ekki síður margt að þakka. Ég kveð Leifa með miklum söknuði og tárum. Elsku Inga, Siggi, Elín, Kári, Bjarki, Bjartur og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur, góður drengur gleymist aldrei. Theódór S. Halldórsson. Þegar góður vinur fellur frá minnkar heimurinn. Þá er eðli- legt að fella tár. Andlátsfregnin var sárt högg, þó ekki væri hún óvænt úr því sem komið var og kallaði margt fram í hugann og hjartað. Við Leifi kynntumst ungir, í heima- vistarskóla á miklu mótunar- skeiði ævinnar. Vináttan sem þá varð til hefur lifað síðan þó svo að lengst hafi á milli endurfunda eins og gengur í amstri lífsins. Hann var einn þeirra sem alltaf eru til staðar þegar á reynir, boð- inn og búinn að leggja gott til eða eiga góða samverustund. Leifi var einn þeirra manna sem geta miðlað og kennt manni eitthvað bitastætt um lífið og til- veruna. Sýn hans var alltaf já- kvæð, hann sá alltaf tækifærin og möguleikana. Glaðlyndur með góða og skemmtilega nærveru þrátt fyrir alvarlegan undirtón. Heiðarleiki og einlægni ein- kenndu hann og heilsteyptari manni hef ég varla kynnst. Ein- stakur áhugi hans á manneskj- unni og því mannlega í fari okkar allra. Þetta voru eiginleikar sem nýttust honum vel í því sem varð hans ævistarf, skipti manna mill- um með heimili sitt og aleigu oft og tíðum, en ekki síst til að skapa gæfurík tengsl við fjölskyldu, vini og félaga. Merkilegustu lífslexíuna gaf hann þó undir það síðasta. Að mæta illvígum sjúkdómi af æðru- leysi og í þakklæti fyrir það sem þegar var fengið fremur en beiskju yfir því sem ekki yrði í boði. Að mestu skiptir að lifa líf- inu vel, hér og nú, í sátt við Guð og menn, að geyma ekki eftirsjá og óútkljáð mál þangað til það verður um seinan. Þá er auðveld- ara að beygja sig undir það óum- flýjanlega. Fráfall Leifa er mörgum mikill missir. Ingu og fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Kjartan Rolf Árnason. Í dag kveð ég góðan vin og traustan félaga. Vinátta okkar Leifa hófst á menntaskólaárun- um að Laugarvatni og hefur haldist meira og minna alla tíð síðan. Margs er að minnast, en upp úr standa samt ferðalög sem við fórum saman með fjölskyld- um okkar og vinum. Eftirminni- leg er alltaf ferðin sem við fé- lagarnir, ég, Leifi og Kjartan, fórum þvert yfir Kanada árið 1988 með fjölskyldum okkar. Keyrðum við um 6.000 km á hálf- um mánuði á tveimur bílum. Alls vorum við ellefu í ferðinni á aldr- inum þriggja til rúmlega þrítugs og lentum í fjölmörgum ævintýr- um. Einnig er minnisstæð ferð sem við tveir fórum með fjöl- skyldum okkar um Evrópu og tók þrjár vikur árið 2005. Ferðalagið hófst og endaði í Köben en í milli- tíðinni keyrðum við að Boden- vatni og til baka með ógleyman- legum uppákomum. Siglingin með félögum okkar, Þóri og Sveini ásamt mökum, um Mið- jarðarhafið haustið 2007 er einn- ig minnisstæð. Síðan eru hjólat- úrarnir og golfferðirnar óteljandi. Margar ferðir vorum við búnir að plana sem nú verða að bíða. Takk fyrir vináttuna, alla hjálpina og stuðninginn í gegnum rúma fjóra áratugi, kæri vinur, ekki síst ómetanlega aðstoð sem umboðsmaður minn hérlendis á námsárum mínum í Kanada. Þinn vinur, Þórarinn Sveinsson. Haustið 1973 hóf skólagöngu hópur nýnema við Menntaskól- ann að Laugarvatni. Þetta var fyrir tíma fjölbrautaskólanna og komu því nemendur víða að af landinu. Einn drengur sem fljótt varð áberandi kom úr Garðinum. Hann hét Þorleifur Stefán og hafði staðið milli stanganna á knattspyrnuvellinum hjá Víði í Garði og var auk þess með betri körfuboltamönnum. Leifi, eins og hann var jafnan kallaður, varð fljótt hvers manns hugljúfi í þess- um glaðværa og samheldna hópi sem átti eftir að þroskast saman í fjóra vetur á Laugarvatni við nám og leik. Leifi var næmur á broslegar hliðar mannlífsins og hló mikið í ákafa sínum við að miðla skemmtuninni til okkar. Hann hafði mikið að gefa og miðla og mótaði t.d. tónlistarsmekk félag- anna til frambúðar með því að opna okkur nýjar víddir í tónlist- inni og kynna framsæknustu rokkhljómsveitir tímans. Hann spilaði uppáhaldslögin af kass- ettum og plötum, söng með af krafti og kunni textana utanbók- ar. Þuldi þá gjarnan eins og ljóð við ýmis tækifæri. Stundum lá við að flutningurinn væri lifandi, slík var innlifunin. Leifi lýsti ýmsu sem var að gerast í verkinu eða sýndi það með látbragði. Þessar hendingar, tónar og taktar síuð- ust inn í forvitna huga og tengj- ast tónlist, skólaárunum og Leifa órjúfanlegum böndum. Leifi var ekki bara hrókur alls fagnaðar í vinahópi, heldur gestrisinn með afbrigðum og veitti vel. Kannski þess vegna sem hrjúfgerð rödd Ian Anderson er enn í dag sam- ofin framandi bragðinu og lykt- SJÁ SÍÐU 72 Faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, REYNIR ZOËGA rennismiður, Norðfirði, lést 7. september. Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 16. september klukkan 14. . Jóhann, Tómas, Ólöf, Steinunn Zoëga, afabörn, langafabarn og langalangafabarn. Lokað Skrifstofa Eignamiðlunar verður lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 15. september vegna jarðarfarar ÞORLEIFS STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR, löggilts fasteignasala. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN SIGFÚSDÓTTIR, frá Flögu í Vatnsdal, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju föstudaginn 16. september klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. . Sigríður Ívarsdóttir, Ármann Olgeirsson, Sigfús Ívarsson, Elísabet Halldórsdóttir, Halldóra Ívarsdóttir, Páll Sigurðsson, María Ívarsdóttir, Símon H. Ívarsson, Níels Ívarsson, Jónína Skúladóttir, Ólafur Ívarsson, Sigríður Fossdal, Hermann Ívarsson, Dagbjört Jónsdóttir, Sigurður Ívarsson, Ásdís Jónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNHILDUR INGIBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR, Klapparstíg 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 12. september. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. september klukkan 13. . Eggert Ólafur Eggertsson, Matthías Eggertsson, Marizelda Eggertsson, Jóhanna Katrín Eggertsdóttir, Halldór Jóhannesson, Katrina Eggertsson, Eggert Halldórsson, Brynjar Halldórsson, Þórunn Halldórsdóttir. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN MÁR ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Sólheimakirkju föstudaginn 16. september klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Sólheima. . Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Ásdís Katrín Ólafsdóttir, Pål O. Borgen, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BÖRKUR JÓHANNESSON innanhússarkitekt, lést á heimili sínu í Ósló aðfaranótt 12. september. Útför fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 26. september klukkan 13. . Sólveig Guðjónsdóttir, Brynjar Barkarson, Kine Faldin, Lísa Björk Barkard., Kenneth Borgerud, Borgar F. Brynjarss., Frída F. Brynjarsdóttir, Axel B. Kennethss., Amanda B. Kennethsd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.