Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 72

Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Þorleifur Stefán Guðmundsson inni af hnetusmjöri og kexi. Þær taugar sem mynduðust á milli okkar félaganna á Laugar- vatni hafa haldið alla tíð síðan. Þó að tími á milli endurfunda hafi stundum orðið óþarflega langur eins og gengur, þá voru endur- fundir alltaf eins og það hefði ver- ið í gær sem við ærsluðumst á skólavistinni, pældum í tónlist eða brutum lífsgátuna til mergj- ar. Jákvæðni og glettni geislaði alltaf af Leifa og smitaði okkur æskuvinina. Með árunum hafa hittingar aftur orðið tíðari og böndin styrkst á nýjan hátt. Við vorum lánsamir að fá að njóta samveru hans og fjölskyldu við ýmis tækifæri. Á ferðalögum er- lendis, í fótboltaferðum til Liver- pool, ógleymanlegum hjólreiðat- úrum, gönguferðum og golfi sem hann var tiltölulega nýbyrjaður að stunda. Hann náði því á sínum stutta golf-ferli að fara holu í höggi í miðri lyfjameðferð síðasta sumar. Hans verður sárt saknað. Leifi var hreinskiptinn og ein- lægur, tryggur vinum sínum og áhugasamur um manneskjuna. Mikill mannvinur og þótt honum líkaði ekki alltaf allt í fari fólks, þá hafði hann alla jafna ekki ann- að um aðra að segja en það sem jákvætt var, enda naskur að koma auga á það. Við vottum Ingu, börnum hans, mökum þeirra og barna- börnum okkar dýpstu samúð – þeirra missir er mestur. Fyrir hönd skólafélaga við Menntaskólann að Laugarvatni, Sveinn Sigurmundsson. Ilm af pönnukökum leggur um stigaganga hússins og rödd Peter Gabriel hljómar greinilega. Hús- bóndinn á 1. hæð til hægri opnar dyrnar, klæddur svuntu með ajaxbrúsa í hendinni, hávaxinn með glettnisbros og stríðnislega hlýju í augum. Þannig minnumst við Leifa fyrir rúmum þremur áratugum. Við konurnar ásökuð- um hann um að úða úr ajaxbrús- anum þegar einhver var á ferð til að vekja athygli á þátttöku sinni í heimilisverkum. Á þessum tíma var lagður grunnur að vináttu hóps íbúa í Engjaselsblokkinni. Leifi var stríðinn og átti það til að fela sig bak við þvottinn á snúrunum í þvottahúsinu og bregða síðan saklausum sambýl- ingum. Einnig fengu margir upp- hringingar frá ýtnum „trygg- ingasala“ sem kenndi okkur að vera varkár gagnvart tilboðum í síma. Vináttan við þennan góða, glaðværa dreng, sem hafði gam- an af því að stríða, gerði lífið lit- ríkara. Eitt sinn kom hópurinn saman austur í sveitum. Sumir gistu yfir nótt, en aðrir fóru heim að kvöldi. Um nóttina varð jarðskjálfti á svæðinu tæpir þrír á Richter og tjaldbúar þar létu sem þeir tækju ekki eftir því. Þeir töldu að Leifi væri að hrista tjaldið en hann var víðs fjarri. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og hann lagði sitt af mörkum í því fram á síðasta dag. Leikarinn Leifi fékk að njóta sín í skemmtiatriðum á þorrablótum hópsins og vann m.a. leiksigur sem Marteinn Mosfell. Hann fékk þó ekki að skenkja veigarnar því það var hlutverk Jóns okkar. Leifi spilaði fótbolta og körfubolta og eins og margir íþróttamenn varð hann fyrir meiðslum sem þurfti að lag- færa. Þetta leiddi til þess að hann „komst hjá“ því að dansa við okk- ur konurnar á skemmtunum vegna eymsla í hnjám. Það var því einstaklega ljúft að vera sam- hliða honum á dansgólfinu í veislu á síðasta ári. Engjaselshópurinn hefur átt margar góðar stundir hjá Leifa og Ingu í Jakaselinu eftir að þau fluttu þangað. Það er gott að koma í Jakaselið, allt umhverfið og fjölskyldan umvefur okkur. Á stóru stundunum þegar fjöl- skylda Leifa var að undirbúa fagnaði dreif Leifi sig í bílskúrinn að taka til. Okkur vinkonunum fannst þessi forgangsröðun hjá honum skondin. Í Liverpoolstof- unni í Jakaseli hefur Liver- poolmaðurinn Leifi fagnað með vinum sínum og fjölskyldu góðu gengi liðsins og hughreyst þegar illa gekk. Fjölskyldan öll hefur hrifist með fótboltaáhuga hans. Við og afkomendur okkar höf- um notið dyggrar aðstoðar hans við fasteignakaup og sölu í gegn- um tíðina. Alltaf gaf hann sér tíma fyrir okkur. Það er stórt skarð höggvið í Engjaselshópinn á skömmum tíma en Jón okkar kvaddi fyrr á þessu ári. Þið fé- lagar búið í haginn fyrir okkur sem á eftir komum, finnið húsa- skjól og vísan veg. Hafðu þökk fyrir vináttu þína, elsku Leifi. Elsku Inga, Siggi, Elín, Kári, Bjarki, Bjartur og fjölskyldur. Ykkar missir er mikill, megi minningin um góðan dreng milda sorgina. Anna, Björn Ágúst, Jó- hanna, Emma, Stefanía, Sigrún, Hanna, Sigurður og Helga. Það er þyngra en tárum taki að við stöndum nú frammi fyrir því að kveðja annan úr Engja- selsfjölskyldunni á svo skömmum tíma. Okkur langar að minnast elskulegs Leifa okkar. Leifi var snillingur. Til dæmis var hann snillingur í að búa til pönnukökur og nutum við oft góðs af því. Þeg- ar pönnukökuilminn lagði um stigaganginn vissum við hvert við ættum að fara. Þar tók Leifi á móti okkur með svuntuna og bros á vör. Hann var alltaf með bros á vör. Elskulegur, hlýr og með sína góðu nærveru. Leifi var samt ekki alltaf sakleysið uppmálað heldur var hann mesti og metn- aðarfyllsti stríðnispúki sem við höfum kynnst. Enginn var óhult- ur fyrir símahrekkjum hans, gát- um, orðarugli eða honum stökkv- andi úr felum til að bregða. Ef mögulega var hægt að snúa út úr hlutunum þá gerði hann það og ef þú baðst um pott af mjólk þá fékkstu pott og mjólk. Leifa var alltaf fyrirgefin stríðnin enda var hann jafntraustur og hann var stríðinn. Hann var okkar stoð og stytta í fasteignaviðskiptum og taldi ekki eftir sér að skoða ótal fasteignir og sitja fjölmarga fundi með okk- ar hagsmuni að leiðarljósi. Leifi lagði allt sitt af mörkum í tónlist- aruppeldi okkar þegar hann lét okkur hlusta á Peter Gabriel, greina textana, skynja hverja nótu og skilja hvert orð. Það reyndi stundum á eirð okkar unga fólksins en með árunum lærðum við að meta listamanninn og tengist hann minningunni um Leifa órjúfanlegum böndum. Samstaða, kærleikur og létt- leiki einkennir Jakaselsfjölskyld- una og var Leifi mikill fjölskyldu- maður. Samband hans við Ingu sína og barnaskarann ber þess skýr merki. Við erum þakklát fyrir samfylgdina með Leifa og allar ómetanlegu minningarnar. Elsku Inga, Siggi, Elín, Kári, Bjarki, Bjartur og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill og hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Börnin úr Engjaseli 56, Arnar, Elín Sigríður, Hug- rún, Hörður, Kjartan, Pálmi, Rannveig, Sigfríður, Stefán og Sveinbjörg. Elsku fallegi Leifi minn, ég á afskaplega erfitt með að sætta mig við þessa niðurstöðu, en á sama tíma er ég fullur þakklætis fyrir að hafa átt þig að. Ég á þér svo ósköp margt að þakka hvort sem nefna má ógleymanlegar æskuminningar eða ómetanlega vináttu er mynd- aðist okkar á milli á mínum full- orðinsárum. Við ræddum það oft „undir þrjú augu“ hversu sér- stakt þetta væri. Eins og þeir vita sem til þín þekkja varst þú bráðgáfaður maður. Líffræði og sölu fasteigna kunnir þú upp á tíu, þú varst sleipur í læknisfræðinni, þú þekktir söguna vel og þá sér í lagi tónlistar- og fótboltasöguna. Þú varst Liverpool-maður númer eitt, lunkinn fótboltamarkmaður, körfuboltamaður, spilaðir bad- minton, söngst í kór og nú síðast varstu byrjaður í golfinu. Þú varst einnig mikill „græjukarl“ og fylgdist vel með þróun í tækni- málum hvort sem um var að ræða raftæki eða bíla. Fyrst og fremst varstu ein- staklega hlýr, skemmtilegur og einlægur fjölskyldumaður með gott jafnaðargeð svo eftir var tekið. Húmorinn var magnaður og svo var það nú blessuð stríðnin sem allir þekkja. Hjá þér gat ég leitað ráða í einu og öllu og fengið hvatningu í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur og verð ég ævinlega þakklátur fyrir það. Elsku Leifi minn, ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vera fjölskyldu þinni sem eftir stendur stoð og stytta í öllu því sem þau taka sér fyrir hend- ur. Ég mun sjá til þess að barna- börnin þín fái að heyra sögur af þér og hvaða mann afi þeirra hafði að geyma og já ég skal segja þeim frá Evrópuleiknum á móti Barcelona, Gabriel-tónleik- unum, öllum Liverpool-ferðunum og öllu hinu. Ég kveð þig í bili, elsku vinur, með sorg í hjarta en bjartar minningar um yndislegar stundir með einstökum manni. Þinn vinur, Pálmi Ólafur. Kveðja frá Karlakór Grafarvogs Í dag kveðjum við einn af stofnfélögum Karlakórs Grafar- vogs með sorg í hug. Kórinn er ekki nema fimm ára og meðalald- ur stofnfélaga ekki hár, það er því sárt að kveðja góðan félaga sem yfirgefur okkur langt fyrir aldur fram. Fyrir réttu ári þegar starfsár- ið var að hefjast komu boð frá Þorleifi vini okkar um að hann myndi taka sér veikindaleyfi til áramóta, þrátt fyrir að við vissum hvað við væri að etja óraði okkur ekki fyrir því sem koma skyldi, en örlögin láta ekki að sér hæða. Með Þorleifi er genginn góður drengur, úrvalsfélagi í hóp, glað- ur og jákvæður söngmaður með bestu hugsanlegu formerkjum. Fyrir hönd Karlakórs Grafar- vogs sendi ég eftirlifandi fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur, minning um góðan dreng lifir. Hans Unnþór Ólason, formaður KGR. Það var á seinni hluta síðustu aldar að við kynntumst Þorleifi, Leifa, í íþróttahúsi Háskólans. Hart var tekist á í vörn og sókn, rifist og glaðst yfir sigrum eða ósigrum. Þá var betra að hafa Leifa með sér í liði. Keppnisskapið var mik- ið í leik en að honum loknum kom fram þessi ljúfi og góði drengur með sitt fallega og stundum stríðnislega bros og spaugsyrði á vör. Það var ekki bara í íþróttahús- inu sem Leifi lét til sín taka held- ur var hann góður félagi og vinur sem var boðinn og búinn að að- stoða félagana þegar eftir því var leitað. Þegar veikindin ágerðust hætti Leifi að mæta í körfuna en tók þátt í félagsstarfinu, þorra- blótum, sumarbústaðarferðum og nú síðast í fiskiveislu í vor. Hann bar sig alltaf vel, var stöð- ugt í keppni við erfiðan sjúkdóm og lét engan bilbug á sér finna. Því miður tókst honum ekki að vinna þennan síðasta leik þrátt fyrir mikla baráttu þar sem ekk- ert var gefið eftir. Við kveðjum Leifa, þann góða dreng og minnumst hans glettna bross og hæfilegu stríðni og mun- um minnast hans þegar við tök- um þriggja stiga skot á æfingum, sem geigar. Við vottum eiginkonu, börnum og fjölskyldu hans allri okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd vina úr ÍS, Bogi og Árni. Við leiðarlok minnumst við vinar og samstarfsmanns um ára- tugaskeið. Þorleifur St. Guðmundsson hóf störf á Eignamiðlun árið 1981 og hafði því starfað þar í liðlega 35 ár er hann lést. Þorleifur sótti um starfið árið1981, þá 24 ára líf- fræðinemi, sem vann við járn- bindingar. Hann var spurður hvort hann kynni að vélrita, kvað svo vera og var strax prófaður. Hann stóðst prófið með sóma og var þegar ráðinn. Sú ráðning reyndist happa- fengur. Þorleifur lauk líffræði- námi sínu, námi í matstækni og námi til löggildingar fasteigna- sala. Hann var góður fagmaður og lagði sig allan fram við hvert verk með einstakri árvekni og alúð. Hann lagði gríðarlega mikinn tíma í matsstörf sín og kynnti sér hvert verkefni út í hörgul. Þor- leifur hélt fyrirlestra um mats- fræði í Háskóla Íslands fyrir nema í námi til löggildingar fast- eigna- og skipasölu og sat í stjórn Matsmannafélags Íslands um árabil. Þorleifur var mikill kunnátt- umaður um tölvur og hannaði sérstakt fasteignasölukerfi. Fyrir mörgum árum varð Þor- leifur einn af eigendum Eigna- miðlunar og sat í stjórn fyrirtæk- isins um margra ára skeið. Hann var tillögugóður og ljúfur sam- starfsmaður í stjórn sem og á öðrum vettvangi. Eitt af því síðasta sem hann studdi með nokkrum þunga var flutningur fyrirtækisins á núver- andi stað, sem reyndist heilla- spor. Þorleifur var öðlingur í mann- legum samskiptum og vinsæll af samstarfsfólki og viðskiptavinum og langt út fyrir þær raðir. Hon- um mátti ávallt treysta. Þorleifur var samkvæmismaður og naut hverrar stundar þegar sam- starfsmenn gerðu sér glaðan dag. Einnig minnumst við hans og Ingu sem góðra ferðafélaga í ferðum til útlanda á liðnum ára- tugum. Þorleifur lét sér annt um fyr- irtækið og fylgdist vel með til hinstu stundar og sinnti nokkrum verkefnum á þessu ári, þó veik- indin væru farin að taka sinn toll. Hann var æðrulaus og óbugaður til hinstu stundar. Baráttan var löng og ströng en á síðasta fundi okkar fyrir stuttu síðan sýndi hann engu að síður sína alkunnu kímni og brosti svo það birti í kringum hann. Þorleifur var einstakur fjöl- skyldumaður og gaman var að sjá hversu vel hann ræktaði sam- band við börn sín og barnabörn. Við kveðjum góðan vin og sam- starfsmann með þakklæti og söknuði og sendum Ingibjörgu og ástvinum öllum innilegar samúð- arkveðjur. Sverrir Kristinsson, Guðmundur Sigurjónsson. Fallinn er frá sómamaðurinn Þorleifur Guðmundsson fast- eignasali eftir erfið veikindi. Þor- leifur starfaði lengi sem fast- eignasali og ávann sér í störfum sínum ríkulegt traust og virðingu jafnt innan stéttarinnar sem og meðal viðskiptavina. Hann var ávallt boðinn og bú- inn að veita Félagi fasteignasala liðsinni þegar eftir því var leitað og lagði ríkulega til eflingar fag- mennsku í fasteignasölu. Þor- leifur hafði til að bera yfirgrips- mikla tölvuþekkingu og lagði mikið til uppbyggingar á skrán- ingu fasteigna inn í fasteigna- kerfi sem fasteignasalar nota við störf sín við kynningu fast- eigna. Þorleifur lagði sitt af mörkum til Félags fasteignasala hvað varðar endurmenntun fyrir fast- eignasala m.a. á því sviði er tengdist líffræðimenntun hans, má þar m.a. geta námskeiða er vörðuðu myglusvepp og þann vanda er snýr að meindýrum í húsum. Á þessu sviði var hann hafsjór af fróðleik og miðlaði ríkulegum fróðleik. Þá kenndi hann og í námi fasteignasala- nema. Fasteignasalar hafa misst mætan félaga og vin en Þorleifur hafði einstaklega þægilegt og ljúft viðmót, var háttvís og gegn- heill maður í hvívetna. Félag fasteignasala þakkar Þorleifi samfylgdina og vottar fjölskyldu hans innilega samúð. Genginn er góður og vammlaus maður sem fasteignasalar munu minnast um ókomna tíð. Fyrir hönd Félags fasteigna- sala, Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Þorleifur Stefán Guðmunds- son er fallinn frá. Við Þorleifur kynntumst fyrir um 20 árum. Ég var nýbyrjaður í fasteignasölu og hann einn af þessum eldri reynsluboltum, þótt ungur væri, og fyrstu kynnin voru í hinu svokallaða Moggap- artíi sem á þeim tíma var einn af hápunktum ársins hjá okkur fast- eignasölum. Þorleifi fannst merkilegt að ungum manni þætti spennandi að gerast fasteignasali á tíma þar sem lítið var að gerast í greininni og upp frá þessu var ég reglulega í sambandi við Þorleif, sem leiddi til þess að þremur árum síðan réð Leifi, eins og hann var kallaður, mig í vinnu á Eignamiðlun og þar er ég enn. Ég á margar ljúfar minningar um hann Leifa, utanlandsferðir, hlátur, Peter Gabriel og auðvitað Liverpool. Alltaf var Leifi hrókur alls fagnaðar, hjálpsamur og gott fordæmi. Það er enginn og verður eng- inn fasteignasali eins og Þorleifur var, hann var einstakur á sinn yndislega hátt. Ég sendi fjölskyldu Þorleifs innilegar samúðarkveðjur. Ég hef og mun sakna þín, Þor- leifur. Kjartan Hallgeirsson. Þessi litla minningargrein verður skrifuð til þín. Ekki í þriðju persónu. Því þegar ég tala um þig, þá byrja ég setningarnar á við. Svo kært var samband okk- ar. Það kemur þér líklega ekki á óvart að ég er að skrifa þessi orð á ferðalagi úti í heimi þar sem við vorum að láta draumana okkar rætast. Litla fyrirtækið og hugarfóstur okk- ar orðið að veruleika og allt að gerast. Fram á síðasta dag vorum við í sambandi þar sem þú breyttir og bættir á meðan ég kynnti og seldi. Á sama tíma og ég barðist Svanur Pálsson ✝ Svanur Páls-son fæddist 14. maí 1974. Hann lést 22. ágúst 2016. Útför Svans fór fram 9. september 2016. við jakkafataklædda karla, þá barðist þú við ófétið krabbann. Aldrei léstu bilbug á þér finna, né léstu mig finna að þú værir þreyttur. Endalaust baráttu- þrek á bak við grímu sem sagði allt vera í stakasta lagi. Samtölin byrjuðu á alvarlegu nótunum viðskiptalega, svo kom grínið, þá smá rapport frá spítalanum, en alltaf varstu að bíða eftir að fá að fara heim til yndislegu fjölskyldunnar þinnar. Ég reyndi mitt besta til að sannfæra sjálfan mig um að þetta væri allt að koma, jafnvel þótt innst inni væri tölfræðin að telja mér trú um annað. Þótt fílsterkur værir, attir þú kappi við ofjarl þinn að þessu sinni. Við áttum ekki langa sögu saman í árum eða dögum talið. Við kynntumst í vinnunni árið 2011. Ég var svo heppinn að fá að vinna þér við hlið og upp frá fyrsta degi urðum við góðir vin- ir. Ég á ótal minningar sem eru mér svo dýrmætar, enda er langsótt að finna jafn fjölhæfa og skemmtilega einstaklinga eins og þig. Það tókst með okkur sér- stakur vinskapur. Við höfðum báðir ákveðnar skoðanir á því hvernig gera ætti hlutina, gerð- um miklar kröfur og þoldum ekki hangs og seinagang. Við hugsuðum í lausnum, forðuðumst að skapa fleiri vandamál en voru fyrir. Og við uppgötvuðum með tímanum að við vildum gera hlutina á eigin forsendum. Þannig varð fyrirtækið okkar að veruleika og þar nutum við okkar. Saman þróuðum við sýn inn í framtíðina og stukkum út í djúpu laugina. Frumkvöðlar með skarpa framtíðarsýn sem hefði aldrei orðið að veruleika án hæfileika þinna og hugar- fars. Ótal andvökunætur, tilraunir og prófanir skiluðu sér í vörum sem hlutu aðdáun erlendra fyr- irtækja og þrátt fyrir tilraunir ákveðinna einstaklinga til að leggja steina í götu okkar tókst ætlunarverkið að lokum. Það er sárara en orð fá lýst að þú sért ekki við hlið mér þegar þetta er allt að ganga í gegn. Við vorum búnir að plana þetta allt. Ævintýrið okkar heldur áfram. Ég veit að þú gengur samhliða mér í þeim verkefnum sem framundan eru. Styrkur þinn og hvatning verður mér ævinlega ómetan- legt veganesti. Fyrirtækið okkar verður vitnisburður um hæfileika þína og fjölskylda þín áminning um þína geislandi og jákvæðu per- sónu sem ég mun endalaust minnast. Við kveðjumst að sinni en hittumst síðar. Þá verður um nóg að ræða. Hvíl í friði, kæri vinur. Fjölskyldu þinni færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, þá sérstaklega yndis- legu börnunum þínum og Guð- nýju sem öll syrgja þig svo sárt. Guð veiti styrk á þessum erf- iðu tímum. Þinn vinnur alltaf, Frosti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.