Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Þegar hinn bláfátæki ogstéttlausi PradyumnaKumar Mahanandia, öðrunafni Píkei, er nýfæddur spáir stjörnuspek- ingur indverska þorpsins sem hann býr í að hann muni giftast stúlku frá fjar- lægu landi. Píkei er alla tíð viss um að spá- dómurinn muni ræt- ast og þegar hann kynnist Lottu hinni sænsku er hann ekki í nokkrum vafa um að þar sé framtíð hans ráðin, en til þess að svo megi verða leggur hann á sig gríðarmikið ferðalag frá Nýju-Delí til Borås í Svíþjóð. En hvað gerir maður ekki fyrir ástina? Píkei er stéttleysingi sem þýðir að í stéttskiptu samfélagi Indlands eru hann og fjölskylda hans á botninum; þau njóta minni réttinda en aðrir, sem m.a. birtist í því að hann fær ekki að sitja inni í skólastofu með bekkjarfélögum sínum og verði ein- hverjum það á að snerta hann þarf sá hinn sami að þvo sér hið snarasta. Listrænir hæfileikar hans koma honum úr þorpinu og til borg- arinnar, þar er stéttakerfið farið að leysast upp og stéttleysi hans er ekki sama hindrunin og í heimaþorpinu. Hann kemst í kynni við ýmsa ráða- menn og fyrirmenni og óbilandi já- kvæðni hans og trú á bjartari fram- tíð fleytir honum í gegnum hungur, niðurlægingu og ömurlegar að- stæður. Á þeim tíma sem sagan gerist, á áttunda áratugnum, streymdu vestræn ung- menni í stríðum straum- um til Indlands í leit að sjálfum sér og ýmsu öðru. Píkei umgengst fólk úr þessum hópi, meðal þeirra er Lotta frá Svíþjóð og þau fella hugi saman. Þegar hún snýr aftur til heimalands síns ákveður hann að sækja hana heim. Hann er blásnauður og eina leiðin fyrir hann til að komast til hennar er að hjóla þangað. Sem hann gerir, lendir í ýmsum ævintýrum og uppákomum á leiðinni sem m.a. helgast af því að hann er ekki alveg með það á hreinu hvar Svíþjóð er á landakortinu. Sagan byggist á sönnum atburð- um, en höfundurinn Per J. And- ersson er blaðamaður sem á bók- arkápu er sagður þekkja vel til indversks samfélags. Sá veruleiki sem lýst er í bókinni er ömurlegur, sem gerir sögu Píkeis enn magnaðri; að hann hafi aldrei látið bugast. Bókin hefði gjarnan mátt vera hnitmiðaðri því á köflum eru hlut- irnir helst til lengi að gerast. En sjálf sagan er býsna áhugaverð, jákvæð og skemmtileg saga sigurvegara og prýðisvel þýdd af Ísak Harðarsyni. Og þeir sem vilja vita hvort Píkei kemst á leiðarenda og hvort þau Lotta lifa „happily ever after“ verða bara að lesa bókina. Allt fyrir ástina Skáldsaga Ótrúleg saga Indverja sem hjólaði til Svíþjóðar á vit ástarinnar mn Eftir Per J. Andersson. Ísak Harðarson þýddi. JPV útgáfa 2016. 312 blaðsíður. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Rithöfundurinn Per J. Andersson. Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eft- ir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2016. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms“, en stofnfé sjóðsins er arf- ur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðs- ins er raunvextir af höf- uðstól og verður í ár ráð- stafað 2,5 milljónum króna. Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æski- legt að umsækjendur hafi lokið BA-prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar er- lendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016. Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Hægt er að senda umsóknir rafrænt á: list@listasafn.is. Nán- ari upplýsingar eru veittar í síma Listasafns Íslands 515 9600. Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki 2016 Hringir Verk eftir Guðmundu Andrésdóttur. Tilraunastofan nefnist tónleikaröð sem hefur göngu sína á Ölhúsinu – Ölstofu Hafnarfjarðar í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum er markmiðið að „bjóða upp á ferska og öðruvísi tóna úr hinum ýmsu hornum íslensku tónlistarsenunnar. Stefnt er á að draga fram tilraunaglösin og hinar ýmsu mixtúrur einu sinni í mánuði, allt eftir því hvernig tilraunirnar heppnast,“ segir í tilkynningu. Á fyrsta tilraunakvöldinu koma fram Einar Indra, AKA Sinfónían og Dj Microwave Landing System. Aðgangur er ókeypis. Tilraunastofan hefur göngu sína Einar Indra Arthur Bishop hélt að sér hefði tekist að breyta um lífstíl og segja skilið við líf leigumorðingj- ans, þegar hættulegasti óvinur hans rænir kærustunni hans. Metacritic 38/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Mechanic: Resurrection 16 Þegar Finnur hjartaskurðlækn- ir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyld- unni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. IMDb 9,1/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.25 Smárabíó 17.00, 17.30, 19.00, 19.30, 20.00, 22.00, 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.10 Eiðurinn 12 Kubo kallar óvart fram drungalegan anda með hefndar- þorsta. Andi þessi tilheyrir for- tíð Kubos og áður en langt um líður þarf hann að berjast við guði og skrímsli sem ráðast á þorpið. Metacritic 84/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 17.50 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 17.50 Kubo og Strengirnir Tveir War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.40, 20.00, 22.10, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Sully 12 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.00 Lights Out 16 Metacritic 58/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.30 Ópera: Turandot Háskólabíó 19.00 Pelé: Birth of a Legend Metacritic 39/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 17.40 The Shallows 16 Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 22.20 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Sausage Party 16 Metacritic 66/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 20.10 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.10 Hell or High Water 12 Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Nerve 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 22.20 Ben-Hur 12 Metacritic 38/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Bad Moms Morgunblaðið bbbmn Metacritic 60/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 20.00 Ghostbusters 12 Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,5/10 Smárabíó 17.40 Jason Bourne 12 Metacritic 58/100 IMDb 6,9/100 Laugarásbíó 22.10 Robinson Crusoe IMDb 5,3/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 17.40 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.50 Sambíóin Álfabakka 18.00 Smárabíó 15.30 Níu líf Metacritic 11/100 IMDb 4,4/10 Smárabíó 15.30 Efterskalv Háskólabíó 18.00 Under Sandet Háskólabíó 21.00 The neon demon Þegar upprennandi módelið Jesse flytur til Los Angeles verður hópur kvenna með fegurðarþráhyggju á vegi hennar. Metacritic 51/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 17.30, 22.30 Yarn Prjón og hekl er orðið partur af vinsælli bylgju. Metacritic 51/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 20.00 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.00 Reykjavík Bíó Paradís 18.00 CREATURE FROM THE BLACK LAGOON Bíó Paradís 20.00 JOURNEY TO THE MOTHER Bíó Paradís 20.00 Fúsi IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.