Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 14
14 Fréttir Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Munu aldrei sitja af sér dóminn n Fyrningum dóma fjölgar umtalsvert milli ára n 32 dómar fyrndust á síðasta ári n Biðlistar lengjast Þ eim fer sífellt fjölgandi sem þurfa aldrei að sitja af sér þá dóma sem þeir hafa hlotið. Ástæðan er pláss- leysi í fangelsum landsins. Alls fyrndust 32 afplánunardómar á Íslandi árið 2014, samanborið við tuttugu árið 2013 og níu árið 2012. Á sama tíma fækkar fangarýmum hér á landi en eins og fram hefur komið í fréttum verður Kvennafangelsinu í Kópavogi lokað í maí vegna niður- skurðar. Af þeirri ástæðu verða engar konur boðaðar til afplánunar fyrr en Hólmsheiðarfangelsi verð- ur opnað í apríl á næsta ári. Þess má geta að á árunum 2000 til 2008 fyrndust engir afplánunardómar á Íslandi. Vöruðu við þróuninni „Ég hef varað við þessari þróun frá árinu 2008, en þróunin hefur verið nákvæmlega á þá leið sem við spáð- um fyrir um hér í Fangelsismála- stofnun,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, í samtali við DV. Þá varaði Ríkisendurskoðun sömuleiðis við þróuninni í skýrslu um fangelsismál árið 2010. Stofn- unin sagði fyrningar dóma áhyggju- efni enda hafi dómar lítinn tilgang ef þeir eru ekki fullnustaðir. „Slíkt ógnar réttaröryggi almennings og dregur úr tilætluðum varnaðar- áhrifum fangelsisrefsinga, auk þess sem hætta er á að almenningur telji á sér brotið, dragi í efa að grunn- reglur réttarríkisins gildi hér á landi og upplifi vantraust á stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Stofnunin ítrekaði áhyggjur sínar í eftirfylgniskýrslu árið 2013. Páll segir að yfirvöld hafi brugð- ist við þessu vandamáli, meðal annars með því að hefja byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. „Það vantar fleiri og betri rými. Það er að segja rými sem uppfylla lágmarks mannréttindi allra fanga. Á Hólms- heiði bætast við þrjátíu pláss og jafnframt losnar ein álma á Litla- Hrauni sem hingað til hefur verið notuð fyrir gæsluvarðhald.“ Páll bendir á að einnig hafi verið gripið til bráðabirgðalausna á borð við að opna fangelsi að Sogni, þar sem nú eru 22 fangar. Flestar fyrningar vegna umferðarlagabrota DV óskaði eftir nánari upplýsingum um þá 32 afplánunardóma sem fyrndust í fyrra. Langflestir þeirra eru vegna umferðarlagabrota, eða 61 prósent. Þá voru 13 prósent dómanna fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, tíu prósent fyr- ir þjófnað, sjö prósent fyrir minni- háttar líkamsárásir og tvö prósent fyrir alvarlegri líkamsárásir. Restin er svo fyrir nytjastuld, hylmingu, brot gegn valdstjórninni og fleira. Þess má geta að um 80% dómanna eru þriggja mánaða fangelsi eða lægri refsing, þar af er 21 refsing einn mánuður eða minna í fangelsi. „Skipting brota er mjög svipuð hin árin og það eru sem betur fer styttri refsingar sem eru að fyrnast þó að það geti verið undantekning þar á. Þá getur ástæðan verið sú að menn hafa farið af landi brott og eru kannski í fjarlægum löndum og finnast ekki, eða refsingin er undir fjórum mánuðum og þá er að jafn- aði ekki farið fram á framsal,“ segir Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofu- stjóri Fangelsismálastofnunar, í svari við fyrirspurn DV. Biðlistar lengjast enn Í lok árs 2014 biðu 437 manns af- plánunar með alls 628 dóma á bak- inu. Þetta er töluverð fjölgun frá fyrri árum. Í lok árs 2013 biðu 388 manns afplánunar, 366 í lok árs 2012 og 320 í lok árs 2011. Páll bend- ir á að Alþingi hafi þegar brugðist við fjölgun á biðlista meðal annars með því að taka upp rafrænt eftirlit og með aukinni samfélagsþjónustu. „Hvort tveggja er eðlileg framþró- un á fullnustukerfinu. Það er eðli- legt að leita fleiri leiða við fullnustu refsidóma en einvörðungu að loka menn inni í fangelsi, sem engum er gott til lengri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann einnig koma til greina að huga að breytingum á reynslu- lausnarreglum. „Það hefur verið gert á Norðurlöndunum, í Noregi meðal annars. En þá þarf að koma til lagabreyting og það er pólitísk ákvörðun.“ Krefjandi og kostnaðarsamt Eins og áður segir verður Kvenna- fangelsinu í Kópavogi lokað í maí næstkomandi. Lokunin kemur í kjölfar tveggja prósenta auka niður- skurðarkröfu sem sett var á Fang- elsismálastofnun í fjárlögum þessa árs. „Einhvern veginn urðum við að leysa þetta, því það er jú talað um það sem fyrstu skyldu forstöðu- manns hjá ríkinu að vera innan fjárveitinga. Raunveruleikinn er oft fremur kaldur. Auðvitað hefði ég ekki viljað loka Kvennafangels- inu fyrr en Hólmsheiðin er tilbúin,“ segir Páll. Hann segir mögulegt að leysa vandamálið varðandi fyrn- ingar dóma og langa biðlista, en það sé bæði krefjandi og kostnað- arsamt. „Komi til áframhaldandi niðurskurðar í fullnustukerfinu þá verður það mjög erfitt,“ segir Páll Winkel að lokum. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Auðvitað hefði ég ekki viljað loka Kvennafangelsinu fyrr en Hólmsheiðin er tilbúin. Spárnar rættust Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segist hafa varað við þessari þróun frá árinu 2008. Ekkert pláss Alls fyrnd- ust 32 afplánunardómar í fyrra vegna plássleysis í fangelsum landsins. Mynd GuðMundur ViGFúSSon 31 dómur 2.621 dagur 500 2008Dagar Ár2009 2010 2011 2012 2013 2014 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 0 Fyrningar dóma 0 dómar 0 dagar 2 dómar 240 dagar 3 dómar 203 dagar 6 dómar 277 dagar 9 dómar 759 dagar 20 dómar 1.325 dagar Fjöldi dómþola sem bíða afplánunar 142 161 213 276 320 366 388 437 500 400 300 200 100 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 0 ÁrFjöldi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.