Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 23
Fréttir Erlent 23Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Í Kaupmannahöfn gengu menn til friðar og til varnar tjáningarfrelsinu eftir hryðjuverk ungs manns á laugardagskvöldið og hjálparstarfsmaður í Mjanmar varð fyrir skoti þegar hann var við hjálparstörf. Í Palestínu lenti ísraelskum lögreglumönnum saman við borgara. Hlaupagarpar í Toronto virðast vera í skýjunum. Óvenjulegur draumur Renatos Garcia rættist eftir andlát hans. astasigrun@dv.is Á hlaupum í skýjunum  Gengið til friðar Samhugur og samstaða gegn ofbeldi og fyrir tjáningar- frelsi var fólki efst í huga á samstöðufundi á mánudag í Kaupmannahöfn. Talið er að yfir 20 þúsund manns hafi verið samankomnir á Gunnar Nu Hansens-torgi í Kaupmannahöfn til að minnast þeirra sem féllu í skotárás 22 ára manns sem var einnig skotinn til bana aðfaranótt sunnudags. Myndir reuters  Brúðkaupsdagur Azim Liumankov og brúður hans, Fikrie Bindzheva, sitja fyrir á mynd fyrir utan heimili þeira í Ribnovo í Búlgaríu. Myndin er tekin á brúðkaups- degi þeirra á sunnudag, en múslimar í suðvesturhluta Búlgaríu hafa viðhaldið íburðar- miklum brúðkaupshefðum sínum í áranna rás. Hápunktur athafnarinnar er þegar andlit brúðarinnar er málað af konum úr fjölskyldu brúðgumans með þykkri kalkmálningu og skreytt með litríkum semalíusteinum.  Skotið á þá sem hjálpa Moe Kyaw Than, er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Mjanmar. Á þriðjudag gerðu uppreisnarmenn árás á sjálfboðaliðana. Að undanförnu hafa þúsundir flúið átök í Mjanmar vegna harðra átaka milli stjórn ar hers ins og Kokang-upp reisn ar manna.  Átök Palestínskur maður í átökum við ísraelska landamæraverði þegar þeir síð- arnefndu reyndu að leysa upp mótmæli. Palestínumenn mótmæltu á landi sem þeir segja Ísraelsmenn hafa tekið traustataki en var áður byggð Palestínumanna við Abu Dis nálægt Jerúsalem. Vinur mannsins reynir að toga hann til sín.  Hinsta óskin Hinsta ósk Renatos Garcia var að fá að klæðast búningi ofurhetjunnar Grænu luktarinnar, (e. Green Lantern) í kistunni. Útfararstofa sem sérhæfir sig í óhefðbundnum útförum var fengin sérstaklega til þess að verða við óskum hans. Renato lést fyrir rúmri viku en hefur verið komið fyrir í sérstökum helgi- dómi á heimili sínu eftir líksmurningu.  Garpar í skýjunum Hlaupagarpar láta til sín taka á Humber Bay- brúnni í miklum kulda í Toronto. Fæst okkar myndu eflaust reima á okkur hlaupaskóna í 25 gráða frosti, en þessir létu kuldabola ekki á sig fá.  Myrtir Mennirnir í appelsínugulu fangabúningunum eru kristnir Egyptar, mennirnir í svörtu fötunum eru hermenn Íslamska ríkisins, ISIS. Egypski herinn gerði á mánudag loftárásir á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Líbíu, nokkrum klukkustundum eftir að þessi mynd og myndband birtist af liðsmönnum samtakanna afhöfða tuttugu og einn kristinn Egypta. Mennirnir voru neyddir niður á hnén og svo myrtir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.