Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Qupperneq 23
Fréttir Erlent 23Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Í Kaupmannahöfn gengu menn til friðar og til varnar tjáningarfrelsinu eftir hryðjuverk ungs manns á laugardagskvöldið og hjálparstarfsmaður í Mjanmar varð fyrir skoti þegar hann var við hjálparstörf. Í Palestínu lenti ísraelskum lögreglumönnum saman við borgara. Hlaupagarpar í Toronto virðast vera í skýjunum. Óvenjulegur draumur Renatos Garcia rættist eftir andlát hans. astasigrun@dv.is Á hlaupum í skýjunum  Gengið til friðar Samhugur og samstaða gegn ofbeldi og fyrir tjáningar- frelsi var fólki efst í huga á samstöðufundi á mánudag í Kaupmannahöfn. Talið er að yfir 20 þúsund manns hafi verið samankomnir á Gunnar Nu Hansens-torgi í Kaupmannahöfn til að minnast þeirra sem féllu í skotárás 22 ára manns sem var einnig skotinn til bana aðfaranótt sunnudags. Myndir reuters  Brúðkaupsdagur Azim Liumankov og brúður hans, Fikrie Bindzheva, sitja fyrir á mynd fyrir utan heimili þeira í Ribnovo í Búlgaríu. Myndin er tekin á brúðkaups- degi þeirra á sunnudag, en múslimar í suðvesturhluta Búlgaríu hafa viðhaldið íburðar- miklum brúðkaupshefðum sínum í áranna rás. Hápunktur athafnarinnar er þegar andlit brúðarinnar er málað af konum úr fjölskyldu brúðgumans með þykkri kalkmálningu og skreytt með litríkum semalíusteinum.  Skotið á þá sem hjálpa Moe Kyaw Than, er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Mjanmar. Á þriðjudag gerðu uppreisnarmenn árás á sjálfboðaliðana. Að undanförnu hafa þúsundir flúið átök í Mjanmar vegna harðra átaka milli stjórn ar hers ins og Kokang-upp reisn ar manna.  Átök Palestínskur maður í átökum við ísraelska landamæraverði þegar þeir síð- arnefndu reyndu að leysa upp mótmæli. Palestínumenn mótmæltu á landi sem þeir segja Ísraelsmenn hafa tekið traustataki en var áður byggð Palestínumanna við Abu Dis nálægt Jerúsalem. Vinur mannsins reynir að toga hann til sín.  Hinsta óskin Hinsta ósk Renatos Garcia var að fá að klæðast búningi ofurhetjunnar Grænu luktarinnar, (e. Green Lantern) í kistunni. Útfararstofa sem sérhæfir sig í óhefðbundnum útförum var fengin sérstaklega til þess að verða við óskum hans. Renato lést fyrir rúmri viku en hefur verið komið fyrir í sérstökum helgi- dómi á heimili sínu eftir líksmurningu.  Garpar í skýjunum Hlaupagarpar láta til sín taka á Humber Bay- brúnni í miklum kulda í Toronto. Fæst okkar myndu eflaust reima á okkur hlaupaskóna í 25 gráða frosti, en þessir létu kuldabola ekki á sig fá.  Myrtir Mennirnir í appelsínugulu fangabúningunum eru kristnir Egyptar, mennirnir í svörtu fötunum eru hermenn Íslamska ríkisins, ISIS. Egypski herinn gerði á mánudag loftárásir á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Líbíu, nokkrum klukkustundum eftir að þessi mynd og myndband birtist af liðsmönnum samtakanna afhöfða tuttugu og einn kristinn Egypta. Mennirnir voru neyddir niður á hnén og svo myrtir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.