Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Page 47

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Page 47
Hjúkrun á Vogi Viðtal við Jónu Dóru Kristinsdóttur hjúkrunarforstjóra á Vogi Sjúkrahúsið Vogur tók til starfa um áramótin 1983-1984. Vogur er afeitrunarsjúkrahús fyrir áfengis- og vímuefna- neytendur og þar byrja sjúklingar meðferð, sem miðar að varanlegu bindindi. Segja má, að nánast alltaf sé full nýting á sjúkrarými Vogs og inn- lagnir yfir árið eru um 2000. Lágmarksdvalartími sjúklings eru 10 dagar. Síðan tekur við 28 daga eftirmeðferð á Vík og Staðarfelli sem er hin eiginlega áfengismeð- ferð. Hvert er hlutverk hjúkr- unarfræðinga á Vogi ? Það eru 60 rúm á Sjúkrahúsinu Vogi og er yfirleitt full nýting á þeim. Afeitrun áfengis og vímuefna- sjúklinga s.s. vegna hass-, am- fetamín- og kókaínneyslu, svo og hinnar gífurlegu notkunar ávanalyfja (róandi lyfja, svefn- og verkjalyfja), er stór hluti hjúkrunarinnar. Afeitrunin er ákaflega misjöfn og tekur mis- langan tíma og fer það eftir neyslu og heilsufarssögu sjúkl- ingsins. í afeitruninni geta sjúk- lingar orðið mjög veikir. Fráhvörfin eru misjöfn, bæði líkamlega og andlega. Þau fara eftir neyslunni og þarf hjúkr- unarfræðingurinn að hafa stöðugt eftirlit með sjúklingum á meðan þetta ástand stendur yfir. Afeitrunin getur tekið allt frá nokkrum dögum og upp í ca. 40 daga, en fráhvörfin geta staðið lengur yfir. Afeitrun lyfjamis- notenda tekur lengstan tíma. Ekki er óalgengt að sjúkling- urinn sé illa haldinn af öðrum sjúkdómum sem oft eru afleið- ing neyslunnar. Má í því sam- bandi nefna alls kyns meltingar- færasjúkdóma s.s. magabólgur, magasár, lélegt næringarástand, meltingarfæratruflanir, hjarta- og æðasjúkdóma, briskirtilssjúk- dóma sem síðar leiða til sykur- sýki og lifrarsjúkdóma. Fyrir nokkrum árum gekk yfir stof- nunina lifrarbólgufaraldur og hafa af og til verið greind ný til- felli. Einnig leggjast inn eyðni- sjúklingar sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Ýmsar sýkingar eru algengar svo og sár og skurðir og er sára- meðferð algeng. Jafnframt er alltaf eitthvað um að hér komi inn óvirkir alkóhólistar fljótlega eftir aðgerðir, en við það að fara í svæfingu og taka inn sterk verkjalyf, getur það haft þau áhrif á alkóhólistann að hann fái sterka löngun í vímu. Andlegi þátturinn skiptir geysimiklu máli, en alkóhól- istinn hefur mjög skerta sjálfs- mynd, hann er kvíðinn og með sektarkennd. Það þarf að hjálpa sjúklingnum að komast yfir sekterkenndina, brjóta niður nei- kvæða sjálfsgagnrýni hans, hjálpa honum að byggja upp sjálfsvirðingu á ný og hér spilar hjúkrunarfræðingurinn stórt hlutverk sem stuðningsaðili. A síðastliðnu ári voru 106 ein- staklingar undir 20 ára aldri sem lögðust hér inn. Nánast undan- tekningalaust byrjar þessi hópur neyslu vímuefna mjög ungur að árum, jafnvel 11-12 ára. Við það að fara svo ungur í neyslu stöðv- ast andlegur þroski og þessir unglingar eiga oft við aga- og samskiptavandamál að stríða. Það má því segja að þegar þessir sjúklingar eru annars vegar sé hjúkrunarfræðingur í uppalenda- hlutverkinu. f hverju er hjúkrunar- meðferð fólgin? Á Sjúkrahúsinu Vogi er hjúkr- unarferli mjög sambærilegt við HJÚKRUN l-2/93 - 69. árgangur 47

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.