Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 47

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Qupperneq 47
Hjúkrun á Vogi Viðtal við Jónu Dóru Kristinsdóttur hjúkrunarforstjóra á Vogi Sjúkrahúsið Vogur tók til starfa um áramótin 1983-1984. Vogur er afeitrunarsjúkrahús fyrir áfengis- og vímuefna- neytendur og þar byrja sjúklingar meðferð, sem miðar að varanlegu bindindi. Segja má, að nánast alltaf sé full nýting á sjúkrarými Vogs og inn- lagnir yfir árið eru um 2000. Lágmarksdvalartími sjúklings eru 10 dagar. Síðan tekur við 28 daga eftirmeðferð á Vík og Staðarfelli sem er hin eiginlega áfengismeð- ferð. Hvert er hlutverk hjúkr- unarfræðinga á Vogi ? Það eru 60 rúm á Sjúkrahúsinu Vogi og er yfirleitt full nýting á þeim. Afeitrun áfengis og vímuefna- sjúklinga s.s. vegna hass-, am- fetamín- og kókaínneyslu, svo og hinnar gífurlegu notkunar ávanalyfja (róandi lyfja, svefn- og verkjalyfja), er stór hluti hjúkrunarinnar. Afeitrunin er ákaflega misjöfn og tekur mis- langan tíma og fer það eftir neyslu og heilsufarssögu sjúkl- ingsins. í afeitruninni geta sjúk- lingar orðið mjög veikir. Fráhvörfin eru misjöfn, bæði líkamlega og andlega. Þau fara eftir neyslunni og þarf hjúkr- unarfræðingurinn að hafa stöðugt eftirlit með sjúklingum á meðan þetta ástand stendur yfir. Afeitrunin getur tekið allt frá nokkrum dögum og upp í ca. 40 daga, en fráhvörfin geta staðið lengur yfir. Afeitrun lyfjamis- notenda tekur lengstan tíma. Ekki er óalgengt að sjúkling- urinn sé illa haldinn af öðrum sjúkdómum sem oft eru afleið- ing neyslunnar. Má í því sam- bandi nefna alls kyns meltingar- færasjúkdóma s.s. magabólgur, magasár, lélegt næringarástand, meltingarfæratruflanir, hjarta- og æðasjúkdóma, briskirtilssjúk- dóma sem síðar leiða til sykur- sýki og lifrarsjúkdóma. Fyrir nokkrum árum gekk yfir stof- nunina lifrarbólgufaraldur og hafa af og til verið greind ný til- felli. Einnig leggjast inn eyðni- sjúklingar sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Ýmsar sýkingar eru algengar svo og sár og skurðir og er sára- meðferð algeng. Jafnframt er alltaf eitthvað um að hér komi inn óvirkir alkóhólistar fljótlega eftir aðgerðir, en við það að fara í svæfingu og taka inn sterk verkjalyf, getur það haft þau áhrif á alkóhólistann að hann fái sterka löngun í vímu. Andlegi þátturinn skiptir geysimiklu máli, en alkóhól- istinn hefur mjög skerta sjálfs- mynd, hann er kvíðinn og með sektarkennd. Það þarf að hjálpa sjúklingnum að komast yfir sekterkenndina, brjóta niður nei- kvæða sjálfsgagnrýni hans, hjálpa honum að byggja upp sjálfsvirðingu á ný og hér spilar hjúkrunarfræðingurinn stórt hlutverk sem stuðningsaðili. A síðastliðnu ári voru 106 ein- staklingar undir 20 ára aldri sem lögðust hér inn. Nánast undan- tekningalaust byrjar þessi hópur neyslu vímuefna mjög ungur að árum, jafnvel 11-12 ára. Við það að fara svo ungur í neyslu stöðv- ast andlegur þroski og þessir unglingar eiga oft við aga- og samskiptavandamál að stríða. Það má því segja að þegar þessir sjúklingar eru annars vegar sé hjúkrunarfræðingur í uppalenda- hlutverkinu. f hverju er hjúkrunar- meðferð fólgin? Á Sjúkrahúsinu Vogi er hjúkr- unarferli mjög sambærilegt við HJÚKRUN l-2/93 - 69. árgangur 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.